Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Side 39
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 3. JÚNl2005 39
Nýja fræga fólkið
Ofbeldismenn eru hinar nýju
fjölmiölastjörnur og það er ferlega
pirrandi íyrir lærðan leikara eins og
mig sem hefur hingað til getað
gengið út frá því vísu að fólk þekki
mig, virði mig, kinki kolli til mín og
dýrki mig. Laugardaginn síðastlið-
inn var ég staddur á bensínstöð að
kaupa tvist, ég gekk inn í stöðina í
grænu úlpunni minni, með skrítnu
gleraugun sem er ætíað að draga að
sér fyrstu athygli og filt-hattinn.
Mér sýndist afgreiðslumaðurinn
snúa sér að mér og gefa mér horn-
auga en var ekki viss vegna þess að
ég þykist aldrei taka eftir því þegar
fólk glápir á mig. Það er meira kúl
þannig. Ég tók mér góðan tíma til
að finna tvistinn en það er annar
vani, ég gef fólki alltaf góðan tíma
til að horfa á mig og rifja upp í hug-
anum hvar það hefur séð mig og
hvað er uppáhaldsatriðið þeirra
með mér. Ég gekk að afgreiðslu-
borðinu, brosti þolinmóður tii af-
greiðsludrengsins og skellti tvistin-
um á borðið. Hann leit upp og
starði. En ekki á mig. Á manninn
sem stóð við hliðina á mér.
Nóbodí orðinn sombodí
Ég var gáttaður. Ég hafði ekki
lent í svona uppákomu frá því að ég
lenti við hliðina á Gunnari Þórðar-
syni við kjötborðið í Nóatúni. Ég
sneri mér að manninum við hliðina
á mér og ætlaði að fara að heilsa
honum eins og við gerum sem
erum fræg, en það var eitthvað
innra með mér sem hélt aftur af
mér. Köllum það kvenlegt innsæi.
Þetta var ekki Egill Ólafs, ekki Ómar
Ragnars, ekki Þórhallur miðill eða
Emilíana Torrini, þetta var skollit-
aður maður með venjulegt andlit.
Þetta var fokking nóbodí. Ég virti
hann fyrir mér. Hann horfði óstyrk-
ur á móti, óvanur því að láta jafn-
frægan mann og mig virða hann
fyrir sér en ég gaf mig ekki. Ég
horfði og horfði, beygði mig aftur á
bak tíl þess að sjá vangasvipinn,
reyndi að rifja upp eyrun á honum í
von um að hann væri kannski fræg-
ur tónlistarmaður, ég færði mig
nær honum og lyktaði í von xnn að
finna áfengislykt ef vera skyldi að
hann væri myndlistarmaður en ég
kveikti engan veginn.
Ég vissi ekkert hver
þetta var. Ekki fýrr en
ég sneri mér aftur að
afgreiðslumanninum
og kom auga á forsíðu
DV í bakgrunni. Þar var stór mynd
af manninum við hliðina á mér.
Hann var þekktur ofbeldismaður.
Fokk.
Ég vissi ekkert hver
þetta var. Ekki fyrr en
ég sneri mér aftur að
afgreiðslumanninum
og kom auga á for-
síðu DV i bakgrunni.
Fáránlega kurteis
Ég panikeraði í nokkrar sekúnd-
ur og sagði brandara frá 1995. Það
tók enginn eftir því. Skyndilega var
það ég sem var nóbodí. Mér varð
svo mikið um þetta að ég bakkaði
frá borðinu, hneigði mig og sagði:
„Eins gott að muna eftír flögunum."
Svo drullaði ég mér bak við hillu og
þóttist velja mér kartöfluflögur á
meðan ég fylgdist með fræga of-
beldismanninum borga fyrir bens-
ínið sitt. Fólk hefur spurt mig:
„Hvernig er hann, er hann al-
mennilegur“ og ég verð að svara
því: „Já, hann er mjög næs og kurt-
eis.“ Hann bað um poka en hann
bauðst líka til að borga fyrir hann.
Hann bauð góðan daginn og hann
þakkaði fyrir sig og brosti um leið.
Hann var í gráum frakka og í
íþróttaskóm frá Puma eins og mér
skilst að allir frægir ofbeldismenn
séu í núna. Hann kinkaði meira að
segja til mín kolli á leiðinni út og
blikkaði mig. Ég var of feiminn til
að blikka til baka, fór bara hjá mér
og flissaði og fiktaði við flögumar
með fingmnum, alveg eins og smá-
píka. Ég hef heldur hitt svona fræg-
an ofbeldismann áður.
Ég þekki svona lið
En ég var fljótur að jafna mig
vegna þess að ég hef tekið í spað-
ann á Ólafi Ragnari, fundið ilminn
af Dorrit og við Maggi Ólafs emm
góðir vinir. Ég kalla ekki allt ömmu
mína þegar kemur að frægu fólki.
Ég hrifsaði til mín Þykkvabæjarskíf-
ur og stmnsaði að búðarborðinu.
Afgreiðslumaðurinn hélt áfram að
horfa á eftir fræga ofbeldismannin-
um eins og hann væri guð almátt-
ugur. Ofbeldismaðurinn steig upp í
bíl og ók varlega burt. „Hann er
voðalega kurteis," stundi af-
greiðsludrengurinn upp. „Já, já, ég
er með flögur," svaraði ég hrana-
lega eins og ég nennti ekki að tala
um þennan ofbeldismann enda-
laust. Þegar afgreiðslufíflið sneri sér
loksins að mér notaði ég tækifærið
og sagði annan brandara (frá 1998),
mjög góðan og viðeigandi en allt
kom fyrir ekki. Ég fékk enga athygli.
Ég spurði hvort þau ættu föstu-
dags-DV (af því að ég skrifa alltaf
kjallara á föstudögum), en það var
ekki til. Ég tók nokkrar eftirhermur
af sjálfum mér úr Fóstbræðrum en
enginn kannaðist við það. Ég var
ekki að gera mig þessu bensín-
stöðvarpakki. Á leiðinni út hrinti ég
niður nokkrum Mars-súkkulöðum
á ofbeldisfullan hátt. Afgreiðslufá-
bjáninn kallaði tíl mín: „Þetta er allt
í lagi, ég tíni þetta upp á eftir.“ Þeg-
ar ég settist upp í bílinn minn,
hugsaði ég með mér, að það væri
löngu kominn tími til að tala hrana-
lega við konuna mína og krakka.
Það er eina leiðin til að fá einhverja
athygli í þessu landi.
.
03/
Gola
Helgin lofar góðu. Nú er
tíml tjaldferðanna runninn
upp og ekki amalegt að
stökkva af stað strax í
fyrstu viku júnl. Blíðviðri
verður á sjómannadaginn.
Ekki amalegt fyrir
sjómennina að koma af
millidekkinu og upp á land
með sólina yfir sér. Þetta
gerir líka tunnuhlaupið
og koddaslaginn
bærilegri.
G^- 0h/
XmmJ „ Gola
«fí2> 03
40 Gola ^
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Þórunn Hrefna
Siguijónsdóttir situr
nú við og ritar ævi-
sögu Margrétar Frí-
mannsdóttur al-
þingismanns. Þór-
unn Hrefria hefur
áður ritað ævisögu
Ruthar Reginalds og Guðmundar
Sesars sem þekktur er fyrir baráttu
sína gegn handrukkurum. Því er
óhætt að segja að Þórunn sérhæfi
sig í sérstöku fólki en hún er ein-
hver mestí spekingur í Megasi sem
um getur og hefur meira að segja
haldið um hann sérstök námskeið.
Hvar svo á að staðsetja stjórnmála-
skörunginn Margréti í þessu litrófi
er spurning...
• Þóra Amórsdóttir
var einhver öflugasti
talsmaður og frétta-
maður á RÚV í öllu
er laut að réttinda-
baráttu kvenna og
fjallaði gjarnan um
það hugðareftti sitt
til dæmis í Speglinum. Hún hefur
flutt þá arfleifð með sér upp á Háls
en hún starfar nú á fréttastofu
Stöðvar tvö. í frétt um að engin hót-
elstarfsemi yrði á Bifröst á næsta ári
tókst henni með ótrúlegum hættí
að flétta inn í fréttina setningu um
að launamunur milli kvenna og
karla væri alltof mikill...
• DVhefur greint
frá því að Markús
örn Antonsson sé
að öllum líkindum
á leið í sendiherra-
stól í Kanada. Sjá
þá margir í Valhöll
lag á að greiða leið
fyrir vonarstjarna flokksins í
borgarmálum, Gísla Marteini
Baldurssyni, með því að skáka
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í útv-
arpsstjórastólinn. Fáir sjá hnökra
á þessari samsæriskenningu utan
þeir sem hugsa til Þorsteins Páls-
sonar sem er á leið heim úr
sendiherrastólnum í Kaup-
mannahöfn. Þeir gætu nefnilega
vel séð Þorstein fyrir sér í Efsta-
leitinu en talað hefur verið um að
Mogginn sé búinn að læsa í hann
klónum...
• Næsta Mannlíf
Reynis Traustasonar
er væntanlegt seint í
næstu viku og þar
verður birt ítarlegt
viðtal við Styrmi
Gunnarsson. Mim
Reynir lofa opinskáu
viðtali við þennan dularfulla rit-
stjóra Moggans sem sjaldan hefur
gefið kost á viðtölum og ræðir
Styrmir meðal annars um einkahagi
sína...
• Ummæli Finns
Ingólfssonar forstjóra
VÍS um Egil Helgason
í Kastíjósinu hneyksla
flesta. Finnur sagði
að fyrir mörgum,
mörgum ámm hefði
Egill sem blaðamað-
ur átt við sig viðtal en þá hafi andlegt
og líkamlegt atgervi Egils verið með
þeim hætti að Finnur setti hann út af
sakramentinu. Ljóst er að Egill hefur
ekki mikinn húmor fyrir þessu því á
athugsemdakerfi vefs hans kom ffarn
spurning til Egils um þetta atriði. Þá
þegar var búið að undirbúa næsta
pistil með fyrirsögninni einni „Róna-
líf' án þess að texti fylgdi með. Sá
næsti á kerfinu spurði hvort menn
mættu eiga von á útskýringum í þeim
pistíi? Þetta skítakomment hefur nú
verið fjarlægt. Seinna kom í ljós að
pistill Egils „Rónalíf' Ijallar um rón-
ana í miðborginni...
%
*
%