Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 Fréttir jyv Harðvítugar deilur hafa átt sér stað á milli tveggja fylkinga í Landakotsskóla að und- anfórnu. Ein fylkingin stendur með séra Georg staðgengli biskups kaþólsku kirkj- unnar og vinkonu hans, Margreti Miiller. en hin stendur með fráfarandi skólastjóra, séra Hjalta Þorkelssyni, og Bessí Jóhannsdóttur, brottreknum aðstoðarskólastjóra. Hótaði stjörnu- lögfræðingi Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Garðar Björgvinsson sæti skilorðs- bundnu fangelsi í þrjá mán- uði. DV fjaUaði um mál Garðars, en hann hótaði stjömulögfræðingnum Helga Jóhannessyni og um- bjóðanda hans lífláti í bréfi sem hann sendi til lögfræð- ingsins. Garðar segist ein- ungis hafa hótað að drepa Helga með pennanum. Garðar segir einnig Helga hafa sagt í dómi að hann ótt- aðist ekki hótanir Garðars. Réð spilafé- laga sinn Geir Torfason, sem tók við embætti Qár- málastjóra Landakots- skóla af Ragnhildi Guð- jónsdóttur, er spilafélagi Gunnars Amar Ólafsson- ar, stjórnarformanns Landakotsskóla sjálfs- eignarfélags. Ragnhildur sagði upp störfum bæði vegna rógburðar og þess að minnka átti stöðuna niður í 40% starf. Um leið og Geir tók við varð stöðugildið 100% og Geir var nýlega settur á skóla- stjóralaun. Ástþórfær uppreisn æru Hæstiréttur hefur viður- kennt bótaskyldu Sjóvár- Almennra á tjóni sem varð á bifreið Ástþórs Magnús- sonar Wium, þegar Natalia Wium eiginkona hans keyrði drukkin og endaði á ljósaskilti og ljósastaur að- fararnótt 1. mars 2002. Ást- þór kærði þjófnað á bifreið- inni fjórum dögum síðar, eða 5. mars. Sjóvá-Al- mennar var einnig dæmt til að greiðaÁstþóri 400.000 krónur í málskostnað. 5 „Það liggur akkúrat ekki neitt á í dag/'segir Guðjón Valur Sigurðsson hand- boltakappi.„Það er frí í dag þannig mér liggur ekkert á. Það Hvað liggur á? leikur við Hvít-Rússa á sunnudag og svo var leikur við Svía i gær. Þannig dagurinn í dag verður bara notaður til aö ná úr sér þreytunni og hlaða batteríin fyirátök helgarinnar." Astarsamband prests og kennara að eyðilegyja Landakotsskóla Landakotsskóli, sem hefur löngum verið einn virtasti skóli landsins, logar nú gaflanna á milli í illdeilum. Algjör ringulreið ríkir í skólanum og er hver höndin uppi á móti annarri. Foreldr- ar barna í skólanum eru komnir í stríð við skólastjómina, skóla- stjórinn, Hjalti Þorkelsson, sagði upp störfum og aðstoðarskóla- stjórinn, Bessí Jóhannsdóttir, var rekin fyrir skömmu. Foreldrar krefjast afsagnar skólastjórnarinnar sem vonaðist til að lægja öldurnar á fundi með foreldrunum í gærkvöld. Fjöldi fólks sem tengist skólanum ,og DV hefur rætt við, segir rót illdeiln- anna í Landakotsskóla vera áratuga- langt samband séra Georgs, fyrrum skólastjóra skólans og staðgengils kaþólska biskupsins, við mynd- menntakennararann Margreti Muller sem hefur látið af störfum. Eins og hjón en búa ekki sam- an • Séra Georg og Margret hafa verið mjög náin undanfarin þrjátíu ár og hagað sér eins og hjón á þeim tíma. Litlu hefur skipt að séra Georg hafi búið í prestsbústað kaþólsku kirkj- unnar á Hávallagötu 16, en Margret hefur búið upp á lofti í gamla húsi skólans undanfarin ár, jafnvel þótt hún hafi látið af störfum við skólann fyrir nokkrum árum. Það hefur ekki farið vel í kennara skólans, enda var Margret umdeild, bæði á meðal kenn- ara og fyrrverandi og núverandi nem- enda. Hinn góði vinskapur séra Georgs og Margretar er hins vegar ástæðan fyrir því að hún hefur fengið að búa á loftinu í öll þessi ár. Séra Ge- org hefur verið tíður gestur heima hjá Margreti öll þessi ár og staðfesti einn kennara skólans sem DV ræddi við, að þau ættu í ástarsambandi. Séra Georg og Margret hafa verið mjög náín undanfar- in þrjátíu ár og hag~ að sér eins og hjón á þeim tíma. Landakotsskóli Logarstafnanna á milli i illdeilum. væri hætt að vinna í skólanum. Það féll í grýttan jarðveg hjá yfirstjórninni og hefur DV heimildir fyrir því að þessi ósk Bessíar hafi átt stóran þátt í því að henni var vikið frá störfum. Yfirstjórn skólans skýldi sig hins vegar á bak við niðurskurð til að verja þessa aðgerð. Milljón dollarar gufuðu upp Séra Georg hefur, samkvæmt heimildum DV, alltaf verið með putt- ana í fjármálum skólans og nánast stjórnað þeim með rassvasabókhaldi. Heimildir blaðsins herma, að fyrrver- andi fjármálastjóri skólans, Ragnhild- ur Guðjónsdóttir, hafi hrökklast úr starfi vegna baknags og rógburðar í lok apríl 2002. Heimildir blaðsins herma einnig, að þrjátíu milljóna króna styrkur Reykjavíkurborgar og milljón dollara lán frá kaþ- ólsku fyrirtæki í Þýska- landi, hafi gufað upp á einhvern óskiljanlegan hátt á und- anförnum tveimur árum. Samban séra Georgs og Margretar Múller hefi klofið Landakotsskóla í tvennt og virí ist samband þeirra, ásamt undarleg andnimslofti innan veggja skólan sem og furðulegum gloppum í fjái málum skólans, á góðri leið með a eyðileggja allt það góða starf sem unr ið hefur verið í skólanum frá upphafi oskar@dv. gudmundur@dv. ATBURÐARASIN I LANDAKOT5SKÓLA Kemur okkur ekki við Séra Georg og Margret vildu lítið tjá sig um málið þegar DV náði tali af þeim í gær. „Nei, þetta er ekki rétt. Þetta kemur okkur ekki við,“ sagði séra Georg, þegar hann var spurður um hvort samband þeirra hafi verið orsök illdeflnanna. Hann neitaði þó ekki því að þau ættu í sambandi. Hann gerði líka lítið úr því að Margret býr enn á loftinu í gamla skólanum þótt hún sé löngu hætt að kenna. „Hún hefur unn- ið hér í fjörutíu ár,“ sagði séra Georg. Margret sagði við blaðamenn að hún vfldi ekki svara þessu bidli sem væri borið á borð fyrir hana. Bessí vildi Margreti burtu Bessí Jóhannsdóttir, fyrrum að- stoðarskólastjóri skólans, sem var rek- in fyrir skömmu, sagði í samtali við DV að hún hefði lagt það til við yfirstjórn skólans, að Margret MúOer myndi flytja út úr skólanum þar sem hún WHfk ; '■I Séra Georg og Margret Muller Hafa átt í löngu vináttusambandi ognú virðist sem þetta samband þeirra sé að kljúfa Landakotsskóla ítvennt. 28.janúar Kennararáð, Guðbjörg Magnúsdóttir, Helga Guðrún Loftsdóttir og Irena Kojec, leggur fyrir skólanefnd gagnrýni á skólastjóra, samkennara og einn nafngreindan nemanda. Mánaðamótln janúar / febrúar Skólanefndin tekur Hjalta á beinið og sýnir honum bréfið. Hann bað um að fá afrit af bréfinu en fékk það ekki. Um miöjanfebrúar Séra Hjalti og Bessl halda fund með kennararáði. Bréfið glataðist. I.mars Almennur kennarafundur. Hjalti greindi sínum kennurum frá málunum og varð uppi fótur og fit. Samþykkt var að víta kennararáðið og vantraust samþykkt á það. Mánaöamótin mars tll aprfl Lögmaður Kennarasambands íslands kærir kennararáðið og skólanefnd til úrskurðar- nefndar upplýsingamála forsætisráðuneytisins fyrir hönd kennaranna. 8. mal Stofnfundur Landakotsskóla sjálfseignarstofnunar. Kaþólski biskupinn Jóhannes Gijsen, Friðjón Örn Friðjónsson og séra Georg undirrituðu stofnsáttmálann. Skólastjórn var stofnuð og var hún slgpuð Oddnýju Gunnlaugssdóttur, Oddi Björnssyni, Bjarna Karlssyni, Jóhönnu Long og Gunnari Erni Ólafssyni, sem er formaður stjórnarinnar. 23. maf Bessf Jóhannsdóttur fýrirvaralaust vikið úr starfi í sparnaðarskyni, án áminningar. Fyrirhugað að ráða tvo deildarstjóra í staðinn, en það þýðir 3-5 milljónum meiri kostnað á ári. 3. júnf Séra Hjalti Þorkelsson segir upp. 7.jún( Kennurum sagt að mæta á fund og skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við stjórn skólans. ló.júnl Séra Hjalti hættir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.