Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 Fréttir DV Nennir ekki að rífast við Dagnýju „Ég held að ég sé ekki mikið að svara þessu," segir Kristinn H. Gunn- arsson um ummæli Dagnýjar Jónsdótt- ^ f ur flokksystur sinnar sem kennir honum * um hrakfarir Fram- sóknarflokksins í nýlegum skoðana- könnunum. „Ég er alltaf tilbú- inn að ræða málefni og fara yfir sjónar- mið í einstökum málum en ég er ekkert sérstaklega að rífast við félaga mína í svona umræðu. Hún sagði líka að þingflokkurinn myndi koma samhentur til þings í haust. f því felst auðvitað að menn ræði saman og samræmi sjónar- mið.“ Humarhátíð í aðsigi íbúar á Höfn í Horna- firði vinna nú hörðum höndum að því að ljúka undirbúningi fyrir hina ár- legu Humar- hátíð sem haldin verður 1. til 3. júlí. Eins og Hornfirðingum er tamt hafa þeir lagt mikinn metnað í dagskrána og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal dagskrárliða í ár er stór- dansleikur með Skítamóral, golfmót og leiktæki, svo fátt eitt sé nefnt. Sjö vilja vera skólastjórar Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í gærmorgun voru lagð- ar fram sjö umsóknir um stöðu skólastjóra við Setbergs- skóla, en Loftur Magnússon sem verið hefur skólastjóri skólans fr á upphafi mun senn láta af störfum. Um- sækjendur eru þau Anna Lilja Sigurðardóttir, Daði Viktor Ingimundarson, Guðríður Óskarsdóttir, Hannes Fr. Guðmundsson, Helgi Jóhann Hauksson, Róbert Grétar Gunnarsson og StellaÁ. Kristjánsdóttir. Meirihluti starfsmanna skólans styður umsókn Guðríðar, en hún gegnir nú starfi aðstoðarskólastjóra við skólann. Máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var vísað frá héraðsdómi í gær. Hannes vill að sátt náist um málið og vill ekki standa í erj- um við Auði eða fjölskyldu Halldórs Laxness Frávísunin byggist í aðalatriðum á ónógri verknaðarlýsingu í stefnunni. Guðný Halldórsdóttir segir að vitaskuld verði málið tekið fyrir að nýju. Máli Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, höfundi bóka um nóbelskáldið, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Auður höfðaði einka- mál á hendur Hannesi og byggðist málflutningurinn á fjölda atriða um notkun á texta Halldórs, á aðgreiningar eða heimilda. Hannes fór fram á að málinu yrði vísað frá, meðal annars í krafti þess að ekki væri að finna verknaðarlýsingu í stefnunni. Auður þarf að greiða Hannesi 500.000 krónur í málskostnað. Auður gerði kröfu um 2,5 millj- óna króna miskabætur og 5 milljón króna skaðabætur, með dráttar- vöxtum ffá 23. desember 2004 til greiðsludags. í dóminum segir að í stefnunni sé engin tilraun gerð til að rökstyðja fjárhæð miskabóta- kröfunnar, skaðabótakrafan sé „...algerlega vanreifuð af stefnanda hálfu“, og að „(fljárhæð kröfunnar sé algerlega úr lausu lofti gripin...", orðrétt. I dóminum segir einnig að jafnvel þótt málinu hefði ekki verið vísað frá hefði málatilbúnaður Hannesar leitt til sýknu. Hægri og vinstri „Ég held að öll sú maka- lausa umfjöll- un sem málið hefur fengið stafi fyrst og fremst af því að það sé ákveðinn hóp- ur í samfélag- inu sem ekki vill að hægri- maður skrifi um Halldór Laxness," segir Hannes. „Ann- ars þykir mér þetta vera afskaplega leiðinlegt mál í heild sinni og mér hefur aldrei staðið hugur til þess að standa í ósætti eða málaferlum við hina ágætu fjölskyldu Halldórs og allra síst hana Auði. Ég vil reyna að ná ffam sátt um málið og hef boðist til þess að gefa út endurskoðaða út- gáfu af fyrsta bindinu með fleiri gæsalöppum. Það má alltaf deila Hölmitírirtn surarton GuOný Halldórsdóttir Nú veröur að finna út hvort mönnum er frjálst aö stela eða ekki. Ég held reynd- ar að öllsú makalausa umfjöllun sem málið hefur fengið stafi fyrst og fremst afþví að það séákveðinn hópur i sam- félaginu sem ekki vill að hægrimaður skrifi um Halldór Laxness." um vinnulag manna, en persónu- lega held ég að þannig mál ætti ekki að reka fyrir dómstólum, heldur Bóldn Hannes sting- ur upp á aö bindiö veröi lagað til og endurútgefiö. mun frekar að skiptast á skoðunum á almennum vettvangi," bætir Hannes við. Bláa höndin sló frá sér „Fyrst og fremst er hér raun- verulega ekki um neinn úrskurð að ræða,“ segir Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og dóttir Halldórs. „Hér er verið að taka á bréfsefninu en ekki málinu. Það hlýtur að vakna sú spurning hvort hér eftir sé mönnum ffjálst að breyta texta úr nútíð í þátíð og þannig geti þeir kallað hann sinn eigin." Guðný segir að vitaskuld verði málið tekið fyrir að nýju, það verði að fá úr því skorið hvort stela megi eða ekki. „Hér á landi eru til lög um höfundarrétt og það er ein- kennilegt ef menn geta farið fram hjá þeim. Það lítur út fyrir að bláa höndin hafi hér slegið frá sér og dómarinn hafi ekki þorað að taka á málinu, en það verður þá bara að freista þess að leiða þetta fyrir ann- an dómara," bætir Guðný við. sigtryggur@dv.is Landsíminn að frétta en okkur vantar sár- lega rigningu," segir Kristín Linda Jónsdóttir bóndi i Mið- hvammi, skammt frá Húsavík.„Það er varla búið aö rigna hér í dá- góðan tíma og þess vegna erum viö orðin frekar áhyggju- full. Síðan segja veðurfræðing- ar I sifellu að það sé frábært veður þegar það er sól og þurrkur. En þurrkarnir eru okk- ar helsti óvinur um þessar stundir." Ekki er hægt að sækja fyrirtæki til saka fyrir líkamstjón Yfirmenn bera ábyrgð „Það er ekki hægt að sækja fyrir- tæki eða lögaðila fyrir brot eins og líkamsmeiðingar eða manndráp af gáleysi," segir Jónatan Þórmunds- son lögfræðingur þegar hann er spurður um muninn á samráði olíufélaganna og banaslysinu við Kárahnjúka fyrir rúmu ári. Eins og fram kom í DV á miðvikudaginn voru fjórir menn, þrír starfsmenn Impregilo auk framkvæmdastjóra Arnarfells, ákærðir fyrir að eiga sök á dauðaÁrna Þórs Bjarnasonar. At- hygli vakti að í þessu máli voru það einstaklingar sem voru sóttir til saka en ekki fyrirtæki eins og í sam- ráðsmáli olíufélaganna. Jónatan bendir á að í íslenskum lögum sé engin heimild til að sækja fyrirtæki til saka vegna skaða sem það veldur, t.d. eins og í áður- nefndu banaslysi við Kárahnjúka. johann@dv.is Kárahnjúkar Yfírmenn hjá Arnarfelli og Impregilo sóttir til saka vegna banaslyss en ekki fyrirtækin. Smokkar fyrirhunda Hundar ættu ekki að þurfa að hafa frekari áhyggjur af því að verða geltir. Bandarískt fyrirtæki ædar að setja á markað smokka, sem eru sérhann- aðir fyrir hunda. í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að ekki væri hægt að þjálfa hunda til þess að setja smokkana á sjálfir, heldur þyrffu eigendurnir að hjálpa þeim. Einnig kemur fram að hund- um muni ekki þykja kynh'fið eins gott, en fyrirtækið hyggst hanna „viagra“-smokk, sem hjálpar hund- um að viðhalda reisn. Áætlað er að smokkarnir komi á markað snemma á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.