Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 Sport DV Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, gefur lítið fyrir ásakanir Vilhjálms Vilhjálmssonar um að hann sé erfiður í mannlegur samskiptum og segir að Vilhjálmur eigi að líta í eigin barm. jbne nie Framdi agabrot og raðaöi i sig hamborgurum og trönskum Hamborgara-vllli vunjaim Vilhjálmsson gat ekki agao Si mataræöinu og var gripinn meö ruslfæöi eftir leik þegar | hann átti aö vera I aðhaldi. í samtali við DV Sport í gær, sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrr- um leikmaður VQdngs, að sér þætti hart að vera boðið að fara frá liðinu, eftir að hafa gengið illa að koma sér í form eftir meiðsli og sagði Sigurð ekki góðan í mannlegum samskiptum. Sigurður er hissa á þessum ásökunum og bendir á, að það sé Vilhjálmur sem eigi í vandamálum með mannleg samskipti. Vilhjálmur ekki orðið við áralöngum kröfum hans um að koma sér í sómasam- legt form til að vera boðlegur með hðinu. „Eftir að Vilhjálmur var ekki í nógu góðu formi í fyrra, samkvæmt þeim kröfum sem ég set, áttum við fund þegar hann skrifaði undir nýj- an samning við okkur fyrir þetta tímabil, þar sem við ákváðum að bæta upp það sem miður fór í fyrra og reyna að læra af því í ár. Vil- hjálmur fer svo í fitumælingu, sem ég tek þátt í að fjármagna sjálfur í haust og þá var hann of þungur, þannig að við komum honum að hjá einkaþjálfara til að reyna að vinna bót á því. Hann var alveg sammála mér með að hann hefði ekki verið í nægiiega góðu formi í fyrra og úr varð að hann ætíaði sér að missa um tíu k£ló fram að ára- mótum. Þegar hann á svo „Svo er hann grípinn í sjoppunni eftir le. með tvöfaldan ham■ borgaraog franskar" að vera búinn að missa þessi tíu kíló þegar við byijum að æfa í janúar, kemur í ijós að h'tið sem ekkert hefur gerst hjá honum og hann er enn of þungur," sagði Sigurður. Mikið fyrir hamborgara Ég hef verið að fitumæla þessa stráka og margir þeirra hafa náð ágætum árangri, en Villi stóð bara í stað og það uppfyllir ekki mínar kröfur. Þar að auki hefur hann kom- ið sér í klandur með því að fremja agabrot sem ég hef ekki verið sáttur við. Hann var til að mynda að sleppa því að mæta á æfingar undir það síð- asta án þess að láta nokkum mann vita. Hann spilaði síðasta æfinga- leikinn fyrir mót með okkur, þá var hann eitthvað meiddur og dugði því ekki nema í 60-70 mínútur, en svo er hann gripinn í sjoppunni eftir leik með tvöfaldan hamborgara og franskar," sagði Sigurður, en Vilhjálmur virðist vera mik- ið fyrir hamborgara, því samkvæmt heimildum DV Sports mætti hann á leik Víkings og Vfkings Ólafsvíkur í lok síðasta mánaðar með hamborgara, franskar og stóran shake frá McDonald’s og hann rað- aði þessu í sig fyrir framan stuðningsmenn liðsins, sem voru furðu lostnir á framkomu leik- mannsins, sem þeim skildist að væri í ströngu aðhaldi. Sigurður sár „Það eru margir í kring um mig hálf hissa á því hvað ég var lengi þol- inmóður við Vilhjálm. Það er nú bara þannig að hann er góður strák- ur og hefur þetta mikia hæfileika og spyrnugetu sem finnst hvergi ann- arsstaðar, þannig að það er alveg sorglegt að horfa upp á hvað hann er að sóa hæfileikum sínum svona. Það er ekki hollt fyrir menn að fá enda- laus tækifæri og því varð bara að grípa inn í. Hann varð uppvís að slæmum agabrotum þegar við vor- um úti á Spáni og mætti svo ekki á tvær æfingar um daginn, þrátt fyrir að hafa lofað að taka sig á. Ég er ekki fyrsti þjálfarinn sem lendir í þessu, því hann hefur verið í þessum vandræðum annars staðar. Hann þarf að taka í gegn hjá sér mataræðið ef hann ætíar að ná ár- angri í þessu og hann er greinilega ekki tilbúinn til að gera það fyrir mig. Ég skil svosem að hann segi að ég sé erfiður í samskiptum, því það er ég sem set vinnureglumar og ef hann getur ekki farið eftir þeim, er eðlilegt að ég verði honum erfiður í mannlegum samskiptum," sagði Sigurður um ásakanir Vilhjálms. „Ég er mjög sár út í ViÚa eins og fleiri héma hjá félaginu, því við vorum búnir að reikna með því að hann yrði lykil- maður hjá okkur í sumar, sagði Sig urður að lokum. baldur@dv.is Sumarhappdrætti \i 1 V I 150 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 18.795.000 kr. Glæsilegir 1 Honda CR-V ES Verömæti 2.995.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð Verðmæti 1.000.000 kr. 148 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun Hver að verðmæti 100.000 kr. Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 5401918 (símsvari) og 5401900 og á vefsíðunni krabbameinsfelagid.is/happ Dregið 17. júní 2005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.