Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 10. JÚNl2005 19 JSF Eiður Smári Guðjohnsen er á góðri leið með að verða markahæsti landsliðsmaður Islands frá upphafl. Með því að skora sex mörk í síðustu sjö landsleikjum er Eiður Smári kominn með 15 mörk og hefur komið sér upp í 2. sætið á listanum. Eiður fór nú síðast upp fyrir föður sinn Arnór Guðjohnsen og Ríkharð Daðason sem báðir hafa skorað 14 A-landsliðs- mörk. Landsliðsfýrirliðinn hefur skorað 13 af mörkunum sínum 15 í „alvöru" landsleikj- um en hann hefur átt þátt í 24 mörkum í þeim 28 leikjum sem hann hefur spilað í und- ankeppni heimsmeistarakeppni eða Evrópumóts. Það hefur verið hægt að treysta því að Eiður Smári Guðjohnsen komist á blað þegar að hann mætir í Laugardalinn en hann skoraði í fyrrakvöld í fimmta landsleik sínum í röð í Dalnum. Því afreki hefur enginn landsliðsmaður náð síðan fsland lék sinn fyrsta landsleik á Laugar- dalsvelli fyrir 48 árum. Kahn hélt síðastur hreinu Það eru liðin tæp tvö ár síðan Eiður Smári mætti í landsleik hingað heim án þess að komast á blað en það var Oliver Kahn, markvörður þýska landsliðsins sem síðast hélt hreinu gegn okkar manni í markalausu jafntefli þjóðanna 6. september 2003. Eiður Smári slapp reyndar einn í gegn í leiknum en Kahn sá við ;.V; honum. wB Síðan þá hefur fsland leikið fimm heimaleiki, gegn ítölum. Búlgörum og Svíum í fyrra og svo gegn Ungverjum og Möltubúum í þessarri viku og alltaf hefur Eiði Smára, þrátt fyrir mjög stranga gæslu, tekist að skora. Það var frábært að fylgjast með landsliðsfyrirliðanum í leikj- unum gegn Möltu og Ungverja- landi. Þrátt fyrir langt og strangt tímabil mætti Eiður Smári með hárrétt hugarfar í þessa leiki, leiddi liðið innan sem utan vallar og gerði hvem fslending sem á horfði afar stoltan. Eiður Smári sýndi okkur einu sinni sem oftar að þessi litla 300 þúsund manna eyja norður í Atlantshafinu á einn af bestu knattspyrnumönnum Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen hef- ur fundið sig eins og áður sagði sérstaklega vel í Laugardalnum á ferli sínum með landsliðinu. Eiður skoraði til dæmis sitt fyrsta A-landsliðsmark aðeins 15 mínútum eftir að hann kom inn á í sínum fyrsta leik á Þjóðarleik- vanginum. Markið skoraðí Eiður Smári með skalla í 3-0 sigri á And- orra 4. september 1999. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið 19 lands- leiki á Laugardalsvellinum og skorað f þeim 10 mörk. Eiður Smári á 17 landsleiki að baki á öðmm leikvöngum en mörk hans í þeim em „aðeins“ fimm. Góð ákvörðun Það er ekki hægt að segja ann- að en sú ákvörðun landsliðsþjálf- aranna Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar að gera Eið Smára að fyrirhða íslenska lands- liðsins hafi gengið upp, hvað varðar frammistöðu Eiðs Smára að minnsta kosti. Eiður Smári hefur nú leitt íslenska landsliðið 14 sinnum út á völlinn og skorað átta mörk í þessum leikjum. ooj@dv.is ■h §e| Eiður Smári ( skoraðlOmörkíf leikjum sem hann i Laugardalsvellinum. Mörk Eiðs Smára í L 1. maridfl Gegn Andorra 4. sept. 1999 -90.mfn.- Skoraöimeöí skalla rétt utan markteigs í fyrirgjöf Bjarna Guöjónssonar. 2. markiö GegnMöltu 2.jún(2001 -68.mln.- Skoraöime viðstööulausu skotl af r eftlr sendingu Rúnars Kristlr 3. markifl Gegn Andorra 21. ágúst 2002 -19. mfn. - Skoraði af stuttu faeri úr markteignum eftir fyrlrgjöf Arnars Þórs Viöarssonar. 4. marklö Gegn Litháen 16. okt. 2002 - 61. mín. - Fékk stungusendingu frá Brynjari Birni Gunnarssyni og skoraði af mikilli yfirvegun. 5. marklö Gegn Litháen 16. október 2002 -74.mfn.~ Fékk boltann utan teigs eftir langa sendingu Hermanns Hreiðarssonar, lék á nokkra varnarmenn ög skoraði með frábæru vinstri fótar skotl. 6. markið Gegn ftalíu 18. ágúst2004 -17. mfn. - Fylgdi vel eftir skoti ||H Gylfa Einarssonar úr marktelgnum eftir að Gianluigi Buffon hafði varið. 7. marklö Gegn Búlgaríu 4. sept. 2004 - 50. mfn. - Skoraði af öryggi úr vitaspyrnu sem dæmd var þegar Þórður Guðjónsson var felldur. 8. martdö Gegn Svlþjóð 13.okt.2004 -66. mfn.- Skoraði með glæsllegu skoti af 30 metra færi eftir samleik við Heiðar Helguson. 9. markiö Gegn Ungverjalandi 4. júní 2005 -18. mfn. - Skoraði með hnitmið- uðu skoti úr telgnum eftir að Gylfi Einarsson hafði unniðtækllngu. 10. markið Gegn Möltu 8. júnl 2005 - 34. mfn. - Afgreiddi boltann viðstöðulaust úr teignum eftir fallegt einnar sendingar spil og sendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssónar. gn Svium með frábæru skoti afum 30 metra færi. •íar hafa fengiö á sig I síðustu fjórum leikjum sínum I tfma. DV-mynd Vilhelm 4 lelkir f röð Eiður Smári er réttur maður á réttum stað í teignum eftir að Gylfi Einarsson vinnur tæklingu og boltinn dettur fyrir fætur fyririiðans. E'iður Smári er fljótur aðáttasigog skorar með hnitmiðuðu skoti i bláhorniö. DV-mynd Stefán 5 leikir f röö Eiður Smári afgreiðir boltann I mark Möltu, gjörsamlega óverjandi fyrir markvörð gestanna. Eiður setur um leiö endapunktinn á frábæra einnar snertingar sókn islenska liðsins. DV-mynd Stefán Æfingaleikir hjá undir 19 ára landsliðinu í knattspyrnu Jafntefli við Svía í Sandgerði íslenska liðið lék bet- ur í leiknum og hefði átt að ná sigri. íslenska landsliðið, skipað leikmönnuxn 19 ára og yngri, lék öðru sinni vináttulands- leik gegn sænska U19-liðinu í gær, ísland vann fyrri leikinn 2-0 þar sem fyrirliðinn Theo- dór Elmar Bjamason skoraði bæði mörkin. Leikið var í Sandgerði í gær og þegar upp var staðið skildu liðin jöfh með 2-2 jafntefli. íslenska liðið lék betur í leikn- um og hefði átt að ná sigri. Matthí- as Vilhjálmsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir flottan undirbúning Heiðars Geirs Júlíussonar. í síðari hálfleik virtist ísland ætla að halda áfiram á sömu sigl- ingu og fékk vítaspymu þegar sænski markvörðurinn braut á Matthíasi. Heiðar Geir fór á punkt- inn en markvörðurinn bætti upp brotið og varði spyrnuna. Pétur jafnaði leikinn Eftir þetta datt leikur íslenska liðsins niður í nokkum tíma, vöm- in klikkaði í tvö skipti og í bæði skiptin náðu gestimir að skora og tóku þannig forystuna. Pétur Mar Pétursson náði þó að jafiia fyrir ís- land eftir frábæra aukaspymu Kristjáns Ara Halldórssonar, sem var hættulegur eftir að hann kom inn á. ísland fékk síðan færi til aö tryggja sér sigurinn en það tókst ekki og jafiitefli var niðurstaðan. „Við spiluðum vel í dag en feng- um á okkur tvö mjög ódýr mörk, við áttum miklu meira í leiknum og vorum bara óheppnir að klára ekki leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Þrátt fyrir frekar lítinn undirbúning gekk spilið ágætlega," sagði Pétur öm Gíslason, leikmaður Hauka og U19-landsliðsins, eftir leik. elvar@dv.is Bestur Theódór Elmar Bjarnason lék vel meö fslenska 19 ára landsliöinu ileikjunum tveimur. gegn Svíum. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.