Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2005, Qupperneq 29
DV FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ2005 29 Halla Vilhjálmsdóttir er leikkona á uppleið. Hún er búsett í London þar sem hún sem hún gerir það gott, en íslendingar sáu síðast til hennar í Sprite Zero auglýsingu. Nú er hún stödd hér á landi til að sinna ýmsum er- indum, meðal annars fara til tannlæknis. Always- stúlka Evrópu „Ég þurfti að fara til tannlækn- is og fara á nokkra fundi,“ segir leikkonan unga, Halla Vilhjálms- dóttir, um veru sína hér á landi. Halla, sem útskrifaðist í fyrra úr leiklistarskólanum Guildford, er búsett í London. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var en heldur út í dag. Lykilatriði að hafa góðan umboðsmann „Ég er bara búin að vera mjög heppin, þetta er auðvitað mjög harður bransi þarna úti,“ segir Halla, en hún telur það mjög mik- ilvægt að hafa góðan umboðs- mann. „Ég var einmitt mjög heppin með umboðsmann en ég hef heyrt af mörgum sem hafa verið óheppnir hvað það varðar," segir Halla. „Það er meira að segja ekki nóg að vera með góðan umboðsmann. Hann þarf að vera góður og ekki mjög upptekinn, góður umboðs- maður þýðir ekki alltaf glæstur frami. Það skiptir miklu máli að ná að grípa einhvern sem er bú- inn að sanna sig en er samt ekki með allt of marga skjólstæðinga. Annars getur maður lent ofan í skúffu hjá honum og gleymst, óháð því hve mikla hæfileika maður hefur. Þess vegna er hæg- ara sagt en gert að finna rétta manninn," segir Halla. Nóg að gera Eins og áður sagði er þetta afar harður bransi, en engu að síður hefur Halla náð að gera fína hluti, og hefur nóg að gera. „Ég hef verið að fást við hitt og þetta. Hef verið að leika í auglýsingum í Hollandi, á Mallorca og í London svo eitthvað sé nefnt. Svo lék ég í kynningarefni fyrir veð- reiðaþátt hjá BBC, og hef líka leikið í nokkrum gamanþáttum fyrir sjónvarp," segir Halla, en frá hún útskrifaðist hefur hún al- farið starfað við sjónvarp. „Það er fín leið til að koma sér á fram- færi, og vissulega flnir peningar um leið,“ segir Halla. Always-stúlkan Halla hefur leikið í nokkrum auglýsingum hérlendis. Ber þar hæst að nefna Volkswagen Golf- auglýsingu þar sem hún slæst við dreng í fjöru og lagið Tonk of the Lawn heyrist í bakgrunni. Einnig sést hún í splunkunýrri Sprite Zero-auglýs- ingu þar sem hún misþyrm- ir sjálf- sala þar til hann gefur henni að drekka. Halla er þó að fást við mun stærri hluti erlendis, en hún lék ný- lega í Always-dömubindaauglýs- ingu. „Ég er Always-stelpan í Englandi og Svíþjóð. Líklegast verður sú auglýsing send víðar.“ Danssjúk í Guildford var ekki einungis kennd leiklist heldm hefur Halla einnig hlotið mikla þjálfun i dansi og söng. Dansinn er henni mjög kær: „Ég byrjaði að dansa i Listdansskólanum þegar ég var lítil stelpa en færði mig svo yfir í Jassballetskóla Báru. Það var mikil danskennsla í Guildford. Þar æfðum við ballet, djassballet og tangó, og jóga til að ná okkur niður eftir dansinn," segir Halla. „Ég fékk aldrei nóg af því að dansa og tók meira að segja auka- danstíma meðan ég var í skólan- um. Fékk að vera meö öðr- um bekkj- um því þessir sjö timar sem boðið var upp á voru ekki nóg fyrir mig,“ segir Halla og brosir. Nú í dag fer hún reglulega í dansstúdíó og í líkamsrækt þess á milli. aldrei nóg af því aö og tók meira aö segja instíma meöan ég var í 'nijm. Fékk að vera með oðrum bekkjum því þessir sjö timar sem boðið var upp á voru ekki nóg fyrir mig.“ Geiri er fyrir mörgum Hugh Hefner íslands. Nú er hann mættur til Mexíkó að njóta lífsins. Geiri Gullfingur til Mexíkó „Ég er að fara i tvær vikur til Mexíkó," segir Ásgeii- Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Gold- ilnger. Geiri var staddur í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar þegar blaðamaður náði tali af honum í gær og kominn spenningur í kappaim. „Þetta verður frábært. Ég hef aldrei komið þangað áður, ekki einu sinni þegar ég var að sigla í gamla daga,“ segir Geiri. Geiri á og rekur nektardansstað- inn Goldfmger í Kópavogi. Hann hefur fengiö dömur frá öllum heimshornum til að koma hingað til lands og dansa og segir það kiefjast mikillar skipulagningar. „Maður þarf að vera meö öll plögg og allt á hreinu. Það er skýr lagarammi í kringum þetta, en ef maður er með allt innan hans þá gengur þetta eins og smurt," segir Geiri. Menn velta því fyrir sér hvort ferð Geira sé farin til að finna stelpur i dansinn á Goldfingei’. „Nei þetta er bara frí,“ segir Geiri og hlær. „Ég er bara að fara með konunni minni og barninu að njóta lífsins í sólinni." Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur er 35 ára í dag. „(myndunarafl konunnar er frjótt um þessar mundir. Hún er svo sannariega rík 11 af fögnuði, ást, gleði, samræmi og þekk- ingu, þegar hún leitar að því sem er jákvætt fyrir hana sjálfa og H fyrir aðra," segir í stjörnuspánni. & 'JZ Gerður Kristný Guðjónsdóttir Mr\S\M'm(20.jan.-18.febr.) Þú ert sanngjörn manneskja og reyndar stórkostlegur förunautur. Þú held- ur þér auk þess mjög vel, hreyfir þig reglu- lega og borðar rétt, ef marka má stjömu vatnsberans héma. ff| Fiskamir (19. febr.-20. mrs) Láttu verkin tala og hafðu hug- fast að þú ert öflugur og kjarkmikill ein- staklingur. Látleysi einkennir þig reyndar þessa dagana og styrkur sömuleiðis. Hrúturinn (21 mars-19. a Leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. Því meira sem þú leggur á þig með- vitað þvl hraðari verður þroskinn kæri hrútur, en þú veist þetta mætavel. Hér krefst hjarta þitt einfaldlega þolinmæði og vinnu af þinni hálfu. Vilhjálmsdóttir er að gera góða hluti í bransanum ytra, en útilokar ekki að verkefni hér á landi gæti komið á næsta ári. DV-mynd Hari 53?? Fikrar sig áfram í tónlist Halla er mikil söngkona og var í Söngskóla Reykjavíkur þar til hún hélt utan. Hún er að fikra sig áfram „Ég er með ýmislegt í gangi sem ég get ekki talað um að svo stöddu. Ég er að funda og skoða ýmsa möguleika," segir Halla. Hún segir það mjög mikilvægt að geta leikið, dansað og sungið. „Einn kennarinn minn úti kallaði þetta „the triple threat" eða þre- falda ógnin. Með því átti hann við að maður myndi aldrei meika það ef maður gæti ekki gert allt þrennt,“ segir Halla. Skoðar ýmislegt Halla fer utan í dag, en hún hefur verið að skoða ýmsa mögu- leika hérlendis. „Ég hef verið að funda og skoða nokkur tilboð og kannski verð ég með eitthvað verkefni hér á næsta ári,“ segir Halla, sem kom hingað til lands til þess að fara til tannlæknis, fara í afmæli fóður síns og fagna útskrift með bróður sínum, sem var að klára samræmd próf. „Hann fékk meira að segja verð- laun og allt,“ segir Halla kampa- kát að lokum. soii@dv.is Nailtið (20. oprll-20. maí) Það er mikllvægt að vera fær um að fyrirgefa sjálfum sér eins skringi- lega og það hljómar. Sönn viðurkenning er að segja við sjálfan sig: Það er allt I lagi, það er allt I lagi, það er allt I lagi. Prufaðu að faðma þig sjálfa/n I huganum og finndu hvað þér líður vel eftir á! RÉ®-; Tvíburamirai. ml-21.JónO '■_.X Þú ert gefandi I samskiptum við þlna nánustu, en hér kemur fram ótti varðandi öryggi, bæði fjárhagslegt og til- finningalegt sem byrgir annars snjallt inn- sæi þitt kæri tvíburi. faMm(22.júni-22.júli) ' 'HÉJr Krabbinn er góður stjórnandi og á það til að vera skemmtilega bamslegur. Hér reynist þér auðvelt að ná félagsleg- um böndum og ættir að nýta það til góða. ijÓmb (21 júli-n.ógmt) Ljónið virkar hrokafullt þegar að því er sótt, enda finnst því þá að enginn skilji sig. Það trúir því að ástin komi aðeins einu sinni, sem getur hamlað því að það finni sér lífsförunaut. Meýfin (23. ágúst-22.sept.) Hér kemur fram hlíð sem lítt sést. Þú gætir veriö óvirk/ur og fundið fýrir mikilli tilfinningasemi (tilflnningaólgu jafnvel). Ef þér finnst llf þitt vera tómt fals, gluggaskreytlng án Inni- halds, þá mættir þú athuga hvort þú vor- kennir sjálfinu of mikið eða hefur gleymt að taka eftir fegurðinnl innra með þér og f umhverfi þínu. Vogin (23.sept.-23.okt.) eigin láni. Þú ert algjöriega ábyrg/ur fyrir j Geiri á Goldfinger Hefur þaö Ijúft í Mexíkó. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Þú aðlagast aðstæðum á auð- veldan hátt yfir helgina og ferð reyndar alltaf í gegnum tilveru þína með hugarfari sem leiðir þig á rétta braut. Bogmaðurinn(22.niír.-;;.fe.j Taktu á móti ástinni eins og hún birtist þér en gleymdu aldrei eigin þörf- um kæri bogmaður. Steingeitin(,22.<to.-;j>.M) Þú birtist yfir helgina framundan sjálfstæð/ur og gefur sjaldan eft- ir því þér virðist vera illa við breytingar sem eiga sér stað hérna. Vertu skynsöm/skynsamur með báðar fætur á jörðinni. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.