Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 10
70 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005 Fréttir TSV Ragnheiður Gestsdóttir er fjöi- hæf, iífsglöð og með eindæm- um dugteg. Hún er hluti af stórfjölskyldu þar sem hæfi- leikafólk er á hverju strái. Helsti galli Ragnheiðar er óstundvísi. Þá á hún erfítt með að forgangsraða verk- efnum og vill gera margt í einu. „Mér dettur fyrst í hug óþrjót- andi þrautseigja og áhugi á eiginlega hverju sem er því hún er jafn dugleg við aö puða við að teikna þessar listilegu mynd- ir sinar, skriftir og að vinna I garöinum og gera upp húsið. Einmitt á sama tíma og hún var að skrifa bókina var hún að fá verðlaun, gera upp hús og standsetja garð. En eins og sást á verðlaunaafhendingunni um daginn á hún til að vera á siðustu stundu enda iðulega með mörg járn I eldinum hverju sinni." Þorgrímur Gestsson blaöa- maöur. „Hún á marga kosti og þá ber fyrst að nefna hvaö hún er ótrú- lega hæfileikarík og fjölhæf. Hún getur unnið að ótrúlegum fjölda verkefna I einu en samt er alltafhægt að treysta á hana vegna þess hve greiðvikin og hjálpsöm hún er. Eini ókostur hennar sem ég man eftir! augnablikinu er kannski sá að hún á til að vera fremur óstundvís." Ingibjörg Þóra Gestsdóttir, fata- hönnuöur í Pelli og purpura. „Hún hefur ekkeri staðnað með timanum. Með hverri bók sem hún gefur út sýnir hún nýja kosti og fleti. Hún er ófeimin við að taka á viðkvæmum málefn- um I sögum sínum. Til að mynda var hún með fyrstu ís- lensku rithöfundunum s> fjölluðu um einelti og ót/mabærar þunganir unglingsstúlkna og það gerði hún án nokkurrar væmni eins og svo mörgum hættir til að gera, Hennar helsti galli er ef til vill sá að hún er ofhógvær." Anna Heiöa Pálsdóttir, doktor í barna- bókmenntum. RagnheiÖur Gestdóttir hlaut fyrir stuttu tvenn verölaun. Þau fyrri voru Norrænu barnabókaverölaunin 2005 fyrir höfundar- feril sinn sem rithöfundur og myndlistar- maöur, meö sérstakri áherslu á Sveröber- ann og þau seinni Barnabókaverölaun menntaráös fyrirbestu frumsömdu barna- bókina I ár. Ragnheiður á aö baki farsælan feril en hún hefur vakiö mikla athygli fyrir myndskreytingar slnar og skrif. Páll kveður en Kristín heilsar í gær lét Páll Skúla- son af embætti rektors Háskóla íslands, en hann hefur gegnt embættinu frá apríl 1997. Við starfinu tók Kristín Ingólfsdóttir sem áður var prófessor við lyfjafræðideild háskólans. Kristín sigraði í rektorskjör- inu með 53,1 prósent gildra atkvæða, Ágúst Einarsson fékk 46,9 prósent atkvæða. Páll Skúlason afhenti Krist- ínu tákn rektorsembættisins við athöfn í Hátíðarsal há- skólans. Nóg pláss er á Litla-Hrauni þó að stórglæpamenn gangi lausir. Ástæðan er seinvirkt kerfi bréfaskipta og formsatriða. Á fimmtudaginn handtók Lögreglan í Reykjavík bamaníðing sem var kærður fyrir að misnota ungt bam. Rúmum mánuði áður hafði Hæstiréttur dæmt manninn í árs fangelsi fyrir að níðast á 13 ára barni og andlega vanheilum unglingi. 1 I [J JfjI . ji[í nf f í ■ j i j ’ J 1 J U .1 ín 1 J lj iJJJJjjJJJJ ' í - i -* i í í JijJJ slii 1/iJ' JJU •U B Litla-Hraun Nág pláss | er i fangelsinu en samt ganga dæmdir glæpa- menn lausir. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir nóg pláss á Litla- Hrauni til að taka á móti föngum. Lögreglan í Reykjavík hand- tók á fimmtudagskvöld Sigurð Jónsson sem dæmdur var í Hæstarétti fyrir gróf kynferðisbrot gegn andlega vanheilum unglingi og 13 ára krakka. Rúmur mánuður er liðinn síðan dómurinn féll en Sigurður gekk ennþá laus þegar lögreglunni barst kæra vegna enn eins kynferðisbrotsins, nú gegn ungu bami. Fyrst þá sótti hún Sigurð og settu bak við lás og slá. Spurningin sem brennur á vör- um aðstandenda þolenda kyn- ferðisbrota er hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þennan nýja harmleik ef Sigurður hefði hafið afplánun fyrr. í frétt DV gær var staðhæft að Litla-Hraun væri yfirfullt en Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir svo ekki vera. „Nei, það er nóg pláss á Litla- Hrauni og jafnvel þó tímabundið væri ekki pláss hefði það engin áhrif á boðun dómþola til af- plánunar," segir Valtýr, en þá mæta menn í Hegningar- húsið á Skóla- vörðustíg sem er móttökufangelsi áður en haldið er á Litla-Hraun. Valtýr Sigurðsson fangelsis- málastjóri Segirkerfið hérnokk- uð hraðvirkt miðað við ÍNoregi. Græðir á kerfiskörlum Ef ástæðan fyrir því að stór- glæpamenn |l« 1 1 I - . tsea ■ II D eins og Sigurður Jónsson og handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson geta gengið lausir mán- uðum eftir að dómur yfir þeim fellur er ekki plássleysi, hver er hún þá? í bréfi sem Valtýr Sigurðsson sendi DV kemur fram að nokkrar vikur geti liðið ffá því að dómur gengur og þar til hann er birtur dómþola. Þetta merkir að ef sak- borningurinn mætir ekki þegar dómurinn fellur „græðir" hann nokkrar vikur af frelsi. Lögreglan þarf þá að hafa uppi á honum og birta dóminn, ferli sem getur tekið sinn tíma. I Sigurður Jónsson I barnaníðingur I Erioksins byrjaðurað I afplána dóm sinn á I Litla-Hrauni. DÓ% Oí Enn meiri flækjur Eftir að dómurinn er birtur er hann sendur frá viðkomandi dómstóli til Fangelsismálastofn- unar. Valtýr segir að í framhaldi sé sakborningnum sent bréf þess efnis að hann eigi að helja afplán- un tiltekinn dag. Sakborningum er að jafnaði veittur þriggja vikna frestur til að hefja afplán- un. „Að meðaltali líða 1-2 mánuðir frá því dómur fellur og þar tU menn hefja afplánun," segir Val- týr. Spurður hvort ekki sé hægt að minnka skriffinnskuna og drífa í því að koma glæpamönnum bak við lás og slá, þó ekki væri nema Steindór Einarsson vann Vöku í réttarsal Keypti jeppa með ónýta vél á uppboði „Mér var ekki ráðlagt að fara með þetta mál fyrir dómstóla," segir Steindór Einarsson sem keypti ónýt- an bfl á bflauppboði. Bfllinn sem er af gerðinni Jeep Cherokee, frá árinu 2001, lítur vel út en vélin í bflnum er ónýt. Steindór sætti sig ekki við þessi kaup. „Ég bauð SP Fjármögnun sátt í málinu, þar sem uppboðið yrði aft- urkallað. Þeir vildu það ekki svo ég fór með málið til sýslumanns." Steindór segir sýslumann hafa talað um að engin önnur mál hefðu verið honum til stuðnings. „Sýslumaður sagði engin fordæmi vera fyrir svona máli, mér finnst ótrúlegt að enginn hafi farið með svona mál fyrir dóm- stóla," segir Steindór. Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður Steindórs, segir þetta mál gefa Jeppi Steindórs Vélin íbiln- um er ónýt, en billinn er ekki nema fjögurra ára gamall. fordæmi. „Samkvæmt því sem ég hef heyrt er þetta fyrsta málið af þessu tagi sem kaupandi vinnur." Júlíus segir þetta hafa góð áhrif á uppboðsmarkaðinn. „Fólk hefur verið hrætt við að kaupa á uppboð- um, því það telur sig ekki hafa rétt- indi en þetta mál sýnir að fólk er ekki alveg vamarlaust." Þó setti Júlíus þann fyrirvara á að þetta ætti ekki við öll mál og réttur kaupenda á uppboði væri ekki sá sami og ef bfll- inn væri keyptur á fijálsum markaði. Sigurður S. Júlíusson er verjandi SP Fjármögnunar, sem málið var m.a. höfðað gegn. Hann sagði að áfrýjun væri sennileg. „Ég geri fast- lega ráð fyrir því að málið fari fyrir Hæstarétt." Að öðru leyti neitaði Sigurður að tjá sig um málið. Valgeir í fullu ffjöri Valgeir Guðjónsson hélt í gær tónleika á Hornafirði við mikinn fögnuð þar sem hann flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Helga Rún hjá Upplýsingamiðstöð Hornafjarð- ar segir bæjarbúa hafa verið mjög spennta vegna tónleikanna enda langt síðan Valgeir steig þar á stokk síðast, hafi hann á annað borð gert það. Þetta er fyrsta tónleikaferðin sem Valgeir síðan árið 1986 en þá var hann á ferð með Stuðmönnum í Kína og því ekki að undra þó til- hlökkun sé í mönnum að sjá hann troða upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.