Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 35
HADEGISBIO 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 SUNNUDAG í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SI«SI* KVtKMYNDAHÚS UNOSINS • HAGATOKOI • 15301*1» • wwwfcoriootahfc KEFLAVIK WAR OF THE WORLDS BATMAN BEGINS INSIDE DEEP THROAT VOKSNE MENNESKER CRASH IO-Uj<ÆI.I4óro ■9-11 B.1.12 ám 10.15 B.I. lidra WAR OF THE WORLDS KL 5.30-8-10.30 BATMAN BEGINS KL 5.30-8-10.30 BATMAN BEGINS KL. 3.30-5 HOUSE OF VAX THE WEDDING DATE THE ICE PRINCESS HITCHHIKER'S GUIDE TO THE GALAXY SVAMPUR SVEINSSON fsl. tal WAR OF THE WORLDS KL. 3.20-5.40-8-10.30 B.1.14 WAR OF THE WORLDS KL 3.20-5.40-8-10.30 BATMAN BEGINS KL 3.30-4.30-5-6.30-7.30-8 9.30-10-10.50 ALOTLIKELOVE KL 6-8.15-10.30 SVAMPUR SVEINSSON ísl. tol KL 4 KL 5.45-8-10.15 B.l.l6óro BATMAN BEGINS KL 5.30-8-10.30 KICKING & SCREAMING KL 6-8 CRASH KL10 CHRISTIAN MICHAEL 4 BALE CAINE N MORGAN FREEMAN NTR OG AtlKLU EITRf. UEOUCItfiTífMAÐUP. MBL. HILDlR LOrtSBOlJl LO.1 KyÍKOTHDÍb BLAOIO KVIKMYNDIR. jsfíamlkfi ÓKBINS ‘AJ* M P* iVTM H1 «» ■GtEVMDU HINUr.1, ÞCTTA AtVÖRU BATMAN U.U.H DV INNRASIN ER HAFIN! POWERSYNING KL. 10.30 I ALFABAKKA BATMAN, EINS OG Þ>U HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR! AKUREYRI ( 461 4666 War of the Worlds Sýnd i Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Sambióunum. Leikstjóri: Steven Spielberg Aðalhlutverk: Tom Cruise, Dakota Fann- ., ing, Tim Robbins, ,' JfejpE Justin Chatwin. ★★★☆ KRII8IIKROPPUM DflNSI Ég verð að segja að ég hafði ekki gífurlegar væntingar þegar ég heyrði af því að Steven Spielberg og Tom Cruise ætluðu að kvikmynda söguna um innrásina frá Mars upp á nýtt. Það dró enn meira úr spenningnum þegar ég komst að því að sagan átti að eiga sér stað í nútímanum en ekki á Viktoríutímabilinu eins og í bók- inni og í söngleiknum sem flestir ættu nú að kannast við. Þegar ég sá svo hvernig sagan var sett upp læddist að mér sá grunur að Spielberg væri þama að laga þau yfirlýstu „mistök'1 sín þegar hann lét persónu Richards Dreyfuss fara frá fjölskyldu sinni í Close Encounters of the Third Kind. Spielberg finnst nefnilega alveg óhugsandi að láta persónu yfirgefa íjölskyidu sína, sama hverjar aðstæður eru, og finnst að allar persónur eigi að haga sér eins og hann sjálfur ímyndar sér að hann myndi gera ef hann lenti í ein- hverju álíka. Spielberg er orðinn al- gjör aumingi, hættur að taka áhættu eins og hann gerði áður og hættur að skapa skemmtilegar persónur. Þess vegna hef ég ekki haft gaman af neinum myndum hans sem hafa komið síðustu ár. Allt snýst um Cruise En viti menn, War of the Worlds er ömgglega það besta sem hann hefur gert lengi. Þar sannar hann að hann hefur ennþá lag á að gera spennandi og ótrúlega flott atriði. Hann sýnir takta sem hann sýndi snemma á ferl- inum þegar hann festi sig í sessi sem hrollvekju- og fantasíuleikstjóri og er með furðu mikla myndavélastæla í þessari mynd sem er frekar ólíkt hon- um. En... Hann sýnir líka að hann getur auðveldlega klúðrað góðum efnivið með væmni og Ula skrifuðum klisjum. Það hefur margoft sannað sig í kvikmyndum að þegar samband við ástvini er að fjara út þarf yfirleitt bara hamfarir, morð, hryðjuverka- árás eða heila innrás úr geimnum tU að kveikja blossann á ný. Tom Cruise er svo heppinn að það ræðst her utan úr geimnum á jörðina einmitt þegar bömin hans hafa ekk- ert álit á honum og konan hans er komin með nýjan mann. Það er nefnUega svo tUvalið að fara í smá sjálfsskoðun og tengjast ættingjum sterkari böndum þegar maður er á flótta undan geimverum. Sagan snýst bara um persónu Cruise og börn hans og fátt annað skiptir nokkru máli. Það er þessi ofur- áhersla á Cruise og engan annan sem dregur myndina niður í seinni hlutanum. Seinni hlutinn slakur Sagan er í grófum dráttum lík bókinni. Handritshöfundum tekst að koma með trúverðuga skýringu á því af hverju geimverunum tekst ætlunarverk sitt þegar við erum svona tæknivædd og notast við myndmál 9/11 til að gera hlutina raunverulegri. Reyndar er undir- búningur árásarinnar frekar ótrú- verðugur ef persóna Tims Robbins hefur rétt fyrir sér og gerir endann ekki eins góðan og hann hefði orðið. Fyrri hluti myndarinnar er stór- kostlegur, ótrúlega spennandi og of- boðslega vel upp byggður. Þegar börnin hans Cruise hætta ekki að þjást af gelgju og unglingaveiki þrátt fyrir hamfarirnar og hitta persónu Tims Robbins fer myndin að missa sig í væmnishjali og klisju. Sápuóp- erutaktarnir fara á fulla fart og myndin endar á frekar ótrúverðug- an hátt. En fýrri hluti myndarinnar lifir svo vel í manni að maður lætur eiginlega slakan seinni part ffam- hjá sér fara en þó ekki alveg. Það er alveg sama hversu mörgum sprengingum er dinglað framan í mann, maður finnur alltaf skítalykt af svona sápu. Ekta stórslysamynd Ég mun aldrei kaupa Tom Cruise sem iðnaðar- mann, hvað þá fráskilinn iðnaðarmann sem á ekki aur og kann ekki að ala upp börn. Hann er hreinlega of mikil stjarna og of ríkur. Hann er samt alveg ágætur í þessu hlutverki, Fyrri hluti myndar- innar er stórkostleg- ur, ótrúlega spenn- andi og ofboðslega vel upp byggður. Warofthe Worlds Dakota Fanning og Tom Cruise eru þungamiðja myndarinnar. hvorki betri né verri en áður en maður sér hann bara alltaf sem Tom Cruise í vanda en ekki Ray Rerrier, verkamann í vanda. Dakota Fanning hef- ur fyrir löngu sýnt að hún er stórkostleg j leikkona en m ' jr. hún þjáist samt af því að ty • /»J vera of gáfuð og \ klár og að haga sér eins og hún sé nánast þrjátíu árum eldri en hún er f é'W þeim hlutverkum sem hún tekur að sér. Getur hún aldrei leikið bara venjulegan krakka sem hagar sér sem slíkur? Það mæð- ir mest á þessum tveimur og allir aðrir eru settir í baksætið á meðan þau keyra. Það hrjáir myndina svolítið því mann langar að fylgjast með fleiri persón- um en þeim tveimur. Brellurnar eru frábærar og hljóðið er sér- staklega sterkt og gefur geim- verunum miklu meira vald og mátt en maður hef- ur áður séð. Þetta er ekta stórslysamynd og mjög góð afþreying sem missir sig undir lokin en fyrri hluti hennar er þess virði að sitja undir. Ómar öm Hauksson V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.