Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 34
Sýnd kl. 3,5:30,8 og 10:20-P0WER bxn Sýnd kl. 4,6:30,9 og 11:30-P0WER b.».i« Frá leikstjóra Bourac Identif Frá leikstjóra Bourne Identil I JbMIMi-fl • ^ wssr SÍHSÖI Sýnd kL 8 og 10:45 Sýnd kl. 3,5:30,8 0910:20 Sýndkl.10 www.laugarasbio.is Sýndkl. 3,6098 j.r/ii iJUJ s Wl íiT '1 i kV HT ■ Smitii REGflBOGinn „Skothoid frt A-ð“ „Afþrcying I 400 kr. / bíó! Glldir á allar sýningar merktar með rauðu Ældi á fínum veitingastað Justin Timberlakegekkfram aföðrum gestum á fínum veitingastað I Los Angeles nýlega þegarhann ældi á gólf staöarins. Söngvarinn glæsilegi var að borða með vinum sínum á veitinga- staðnum Chi þegarhann fékk í magann og , komst ekki á sal- _A ernið I tæka tlð. Starfsfólk Chi mun hafa grínast með hvortþað ætti að reyna að selja æluna á eBay. „Hann djamm- aði bara þangað til hann ældi," sagði einn gesta staðarins. Leiðá frægðinni Sharon Stone er orðin leið á þvf að vera fræg og rfk. Stone, sem frægust er fyrir hlutverk sitt f Ógnareðli, tekur meira en 15 milljónir dollara fyrir hvert kvikmyndahlutverk sitt en segir fjölskyldu sfna og vini mikilvægari en veraldleg auðæfi. „Það eina sem ég heflært f gegnum tiðina er að frægö og frami eru fallvölt. Það eru mikilvægari hlutirílffínu.Égsegi ekki aö ég njóti ekki athyglinnar sem fylgirþvfað vera leikkona en þaö er margt annað f boði i lífínu." Nú er verið að undirbúa tökur á kvikmyndinni Misty Mountain á Langanesi. Óskar Þór Axelsson er nýútskrifaður úr kvikmyndadeildinni í New York-háskóla en hann skrifar og leikstýrir myndinni. Ný íslensk bíómynd er að fara í tökur um þessar mundir en það er kvikmyndafyrirtækið Zik Zak sem framleiðir herlegheitin. Höfundur myndarinnar og leikstjóri er ung rísandi stjarna að nafni Óskar Þór Axelsson. Kvikmyndina mætti kalla fyrstu íslensku vísindaskáldsögu- myndina. „Misty Mountain" var það sem bandarískir hermenn kölluðu Heiðarijall á sínum tíma sökum þess hve mikil þoka lá alltaf yfir fjallinu. Kominn í bransann Óskar hefur verið við nám í kvik- myndagerð í New York-háskóla vest- anhafs. Hann vann að sjálfsögðu við margar myndir á meðan á náminu stóð og hefur nú hellt sér í bransann að fuilu. „Frá því ég kláraði hef ég verið að vinna í New York við að skrifa handrit, m.a. að þessari nýju mynd, og sem tökumaður." Hermaður í tímaferðalag á Langanesi Myndin er um ungan bandarísk- an hermann, Warren, sem er sendur í ársdvöl til íslands seint á sjöunda áratugnum. Hann er staðsettur á radarstöð efst á Heiðarfjalli á Langa- nesi. Warren fer að ferðast fram í tímann með óreglulegu millibili til ársins 2005. Þar kynnist hann Sól- eyju sem er 19 ára dóttir bónda á Langanesi. Hún hjálpar þessum ringlaða tímaferðalangi að ná áttum og verða þau mjög náin á meðan á heimsóknum hans stendur. Warren fær þær fréttir að senda eigi hann í Víetnamsstríðið og í síð- ustu heimsókn sinni til framtíðarinn- ar kemur í Ijós að Sóley hefúr framið sjálfsmorð. Tæpum 40 árum seinna fer ásjóna Sóleyjar að ásækja Warren og hann ákveður að ferðast til Islands til að reyna að bjarga henni. Leynd yfir leikaravali Gert er ráð fyrir að Misty Moun- tain verði fúllgerð 1' kringum næsta vor. Spurður um leikaravalið svarar Óskar: „Leikaramir koma frá Banda- ríkjunum og íslandi, við skulum hafa það þannig í bili. En slatti af minni hlutverkum er í höndum fólks frá Þórshöfn og nágrenni tökustaða." Kvikmyndatökulið Óskars hefur hreiðrað um sig í íþróttahúsi Þórs- hafnar og er um þessar mundir að skipuleggja sóknina út í miskunnar- lausa náttúru íslands. toti@dv.is Kristileg samtök I Bandarikjunum hafa lýst þvl yfír að nýjasta mynd- bandJessicu Simpson sé „druslulegt". Samtökin vilja aö Jessica taki upp aðra og fágaðri 1ítgáfu afmynd- bandinu og biðjist afsökunar áfram- komu sinni. I myndbandinu er Jessica í þröngu bikíníi að þrifa bil á afar tælandi hátt. Einnig sést til hennar I kjöltum eldri karimanna og kyssandi kántrísöngvarann Willie Nelson.„Hún ætti að skamm- ast sfn," segir talsmaður samtak- anna. Ekkert hefur heyrst frá söng- konunni vegna málsins. Britney qerir krðfur Hin ólétta Britney Spears hefur heimtað að sjúkrastofan þar sem hún mun fæða verði fyllt af hvítum og gulum rásum. Britney á eins og kunnugt e, „ er að eignast fyrsta barn sitt i október. Hún hefur aukþessa fyrirskipað að starfsfólkið á sjúkra- stofunni verðikann- að, með tilliti til for- tlðarþeirra. Ekkert á að skyggja á gleði poppdívunn- ar.Móðirhenn- ar, Lynne, mun sjá um að taka allar hjúkrunar- konurnarí viðtal. STÆRSTU TÓNLEIKAR ALLRA TÍMAÍ BEINNI ÚTSENDINGU SJÓNVARPAÐ FRÁ 10 STÖÐUM UM ALLANHEIM Tóif tíma bein útsending frá Live8 tónleikunum hefst á sjónvarpsstöðinni SIRKUS á hádegi laugardaginn 2. júlf nk. Dagskráin á íslandi er til stuðnings UNICFF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Baugur Group er aðalstyrktaraðili útsendingar Sirkus á Live8.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.