Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 14
74 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005
Fréttir DV
flóð
Regnhlífar gera lítið
gagn í Ástralíu þessa stund-
ina. í fyrradag brast á mikið
óveður með hellidembu,
flóðum og miklu roki. í
kjölfarið flæddi yfir alla
austurströnd landsins. Það
er því ýmist í ökkla eða eyra
því undanfarnar vikur hafa
Ástralir þurft að kljást við
mikla þurrki og skammta
íbúum vatn í stærstu borg-
unum.
Spænskir
mega giftast
Áhorfendur á þingpöll-
um í Madrid felldu gleðitár
í gær. Þingmenn sam-
þykktu lög sem leyfa sam-
kynhneigðum Spánvetjum
að giftast og ættieiða böm.
Talið er að um ijórar millj-
ónir samkynhneigðra búi í
landinu. Það er þriðja Evr-
ópulandið til að samþykkja
slík lög á eftir Hollandi og
Belgíu. Fjórða landið í
heiminum er Kanada, sem
samþykkti samskonar lög á
þriðjudag.
Demba á
Wimbledon
Bretar em með sitt á
tæm þegar það kemur rign-
ing á tennismótinu á
Wimbledon í London. I gær
var undanúrslitaleikur á
milli Bandaríkjakonunnar
Lindsay Davenport og
Frakkans Amalie Maurasmo
nýhafinn þegar það bytjaði
að rigna. Leikurinn var
stöðvaður og nokkmm mín-
útum síðar hafði her manna
dregið tjald yfir grasið.
Gyðingar
bannaðirá
Gaza
ísraelskir hermenn gengu
um í gær og sýndu skjöl þess
efnis að Gaza-svæðið væri
nú lokað hersvæði. Gripið
var í taumana til að varna
öfgasinnuðum gyðingum
inngöngu á svæðið. Þeir
hafa verið með uppsteyt að
undanfömu og búist var við
því að ástandið myndi
versna enn frekar.
Tölvuleikjaframleiöendur búa sig undir ein mestu kaflaskipti í sögu þeirra. Konur
eru í síauknum mæli að auka við tölvuleikjanotkun sína. Búist er við sprengingu á
næstu árum þar sem konur eiga einnig eftir að raða sér í fremstu röð leikja-
hönnuða.
J J
Stöðluð ímynd tölvuleikja Þessi
mynd sýnir greinilega hversu staöl-
aður tölvuleikjaheimurinn er og hve
iðnaðurinn hefurlltið brugöist við
aukinni eftirspurn eftirleikjum fyrir
konur. Á alþjóðlegri tölvuleikjaráð-
stefnu i Los Angeles fyrir mánuði
tóku þessar konur á móti gestum.
Greinilegt er að gert var ráð fyrir
karlmönnum i meirihluta.
Á næstunni fer fram ráðstefna í Skotlandi sem heitir „Konur og
tölvuleikir." Þar hittast fagaðilar tölvuleikjaiðnaðarins og búa sig
undir eina stærstu sprengju sem tölvuleikjamarkaðurinn hefur
séð. Konur spila í sífellt meiri mæli og talið er að þegar markað-
urinn framleiði fleiri leiki sniðna að þeirra þörfum eigi hann
eftir að breytast mikið.
Öðruvísi en karlar
Leikimir sem höfða til kvenna
em því ekki hinir hefðbundnu kýla-
og-slátraleikir eða tímafrekir hern-
aðarkænskuleikir l£kt og karlmenn
kjósa að spila.
Sú kenning er á lofti meðal leikja-
framleiðenda að þar sem konur séu
að jafnaði miklar félagsvemr eigi
þær eftir að sækja í fjöldaleiki á net-
inu. Leiki svipaða hinum íslenska
Eve Online. „Konur em byrjaðar að
spila þessa leiki. En það er þrátt fyr-
ir söguþráð þeirra og aðstæður. Ekki
vegna þeirra. Um leið og fjöldaleikir
á netinu verða sérstaklega hannaðir
fyrir konur eigum við eftir að sjá
sprengingu,“ segir Adams.
Þora ekki að breyta
Ein af ástæðunum fyrir því að
tölvuleikjaiðnaðurinn hefur ekki
enn bmgðist við aukinni eftirspum
kvenna er fjárhagsleg. Hann er orð-
inn íhaldssamur og fyrirtækin þora
ekki að eyða aukapening í markaðs-
„Konur hafa ekki tíma fyrir langar
byijanir og að undirbúa leik áður en
hann er spilaður. Þær þurfa leiki
sem er fljótiegt að átta sig á og þarf
ekki að eyða miklum tíma í,“ segir
Ernest Adams, stofnandi Alþjóð-
legra samtaka leikjahönnuða.
Tölvuleikjaframleið-
endur eru orðnir
íhaldssamir og þora
ekki að eyða auka-
pening ímarkaðs-
setningu leikja fyrir
konur. Margir eru þó
á því máli að þeir sem
taki afskarið upp-
skeri ríkulega.
setningu leikja fyrir konur. Margir
em þó á því máli að þeir sem taka af
skarið eigi eftir að uppskera ríku-
lega.
Þá þarf einnig að breyta um-
hverfinu í tölvuleikjabúðum. Þar
ráða karlar ríkjum. Bretar hafa til að
mynda tekið upp á því að fá fæmstu
kvenspilara landsins til að flakka á
milli tölvuleikjabúða til að kynna
leiki fyrir stúlkum og höfða þannig
til þeirra.
Stór sneið af kökunni
Mikii aukning hefur orðið á
tölvuleikjaspilun hjá konum úti um
allan heim síðustu ár. Kannanir sýna
að nú spila fleiri bandariskar konur
tölvuleiki en unglingar, eða 39%
alira spilara. Fríir leikir á netinu
njóta gífurlega vinsælda. Konur
flykkjast í póker, bridds og alls kyns
þrautir. í Bretiandi em konur ijórð-
ungur allra spilara. í Suður-Kóreu
em konur 70% þeirra sem spila
tölvuleiki.
Bretar hafa fundið út hver meðal-
konan er í tölvuleikjaheimum. Hún
er á rniili 30 og 35 ára og spilar að
meðaltali í sjö klukkustundir á viku.
Konur em á leiðinni inn í hinn
karllæga tölvuleikjaheim af krafti.
Karllægir leikir Nýr byssuleik-
ur með rapparanum 50 Cent í
aðalhlutverki var kynntur ný-
lega. Leikjaframleiðendur dæla ,
út karllægum leikjum en búister
við þvi að á næstunni skipi kon-
ur sér í raðir hönnuða og geri
leiki fyrir kynsystur sinar.
Vinsælustu
konuleik-
irnir
Hlutverkaleikir:
Final Fantasy
Söguleg ævintýri:
Legend of Zelda
Akstursleikir sem
auðvelt er að læra á:
Colin MacRae Rally
Gátuævintýri:
Prince of Persia: The
Sandsof Time
Stuttar þrautir:
Tetris
Lífhermir: The Sims
Michael Jackson loksins farinn út úr húsi
Kominn í frí tíl Barein
öllum að óvömm
dúkkaði Michael
Jackson upp í Mið-
Austurlöndum í gær.
Embættismenn í
Barein sögðu að hann
væri kominn þangað til
að slaka á.
„Jackson er héma í
Barein í vinaheimsókn.
Til að slaka á og njóta
gestrisninnar í Barein.
Hann er gamall og góð-
ur vinur kóngafjöl-
skyldunnar," sögðu
embættismennirnir.
Jackson laumaði sér
í einkaþotu í Los Angel-
es á miðvikudáginn. Hann ætíar að
vera í Barein í nokkra daga en ekki er
gefið upp hvar hann er nákvæmlega.
Jackson þarf eflaust að hvílá sig og
ná áttum því litiu munaði að hann
yrði sendur í fangelsi í tæp tuttugu
ár. Hann á sér marga aðdáendur í
Barein og öðmm nærliggjandi lönd-
um. Það væsir því eflaust ekki um
hann.
Jackson Fagnar
sigri og hvílirsig.
Blair og Bob
Tony Blair forsætisráðherra
og fundarstjóri G8-fundarins í
næstu viku stóð í ströngu á MTV
í gær. Hann mætti í þáttinn Allir
á Blair, þar sem gestir frá 24
löndum fengu tækifæri til að
spyrja hann út í fundarskrá G8.
Bob Geldof, skipuleggjandi
Live8, var Blair innan handar.