Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Blaðsíða 31
OV Fréttir
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005 31
Alþingi endurreist
Endurreist Al-
þingi kom
saman til síns
fyrsta fundar í
Reykjavík á
þessum degi
árið 1845. Al-
þingi var
stofnað
930
og starfaði samfleytt til 1800. Það var
endurreist sem ráðgjafarþing árið
1843, en flutt til Reykjavíkur tveimur
árum síðar. Alþingi hafði á þessum
tíma ekkert formlegt vald en var
konungi til ráðgjafar um löggjafar-
málefni. Þingmenn voru 26 talsins,
þar af tuttugu kjörnir en sex skipaðir
af konungi.
Endurreisn Alþingis var merkur
. áfangi fyrir íslendinga. Þingið var
mikilvægur vettvangur þjóðmála-
umræðu og kom fram ýmsum end-
urbótum á löggjöf og landsstjóm.
Frá upphafi var Jón Sigurðsson, al-
þingismaður ísfirðina, forystumað-
ur þingsins og lengstum forseti þess
meðan hans naut við.
Það var einnig á þessum degi árið
1875 sem Alþingi kom fyrst saman
sem löggjafarþing. Var það í sam-
ræmi við nýja stjórnarskrá sem tekið
hafði gildi ári fyn\ Alþingismönnum
var fjölgað upp í 36, enn vom sex af
þeim skipaðir af konungi. Á þessum
tíma hafði Alþingi löggjafarvald í
sérmálum íslands svo og skattlagn-
ingar- og fjárveitingarvald. Konung-
ur hafði þó synjunarvald sem hann
beitti nokkmm sinnum.
I dag
árið 1928 var dauðarefs-
ing numin úr lögum á ís-
landi. Þá hafði henni ekki
verið beitt siðan Friðrik
Sigurðsson og Agnes
Magnúsdóttir, sem myrtu
Natan Ketilsson og Pétur
Jónsson, voru tekin af lífi
árið 1830.
Allt frá endurreisn Alþingis árið
1845 og fram til 1879 kom Alþingi
saman í Latínuskólanum (nú
Menntaskólinn í Reykjavík), en frá
árinu 1881 í Alþingishúsinu við
Austurvöll sem þá var nýreist.
llr bloggheimum
Hætta að selja DV
„Með þessu fordæmi er
lceland Express að fara
inná afar vafasama braut
ritskoðunnar, með þvl að
selja einungis efni, sem að
eigendunum likar við, ekki
efni sem fólkið vill kaupa. Þekkt
dæmi um svipað athæfi frá útlöndum er
til dæmis sú ritskoðun, sem Wal-Mart
stendur fyrir á geisladiskum og annarri
vöru í sinum búðum. Sú ritskoðun fer fram
með nákvæmlega sömu formerkjum, það
erað Wal-Mart þykist vera að gera það,
sem að viöskiptavinirnir vilja. Sem er nátt-
úrulega tómt bull... Ég vil til að mynda
helst ekki aö Man U bolir séu til sölu i búð-
um, en það myndi engum verslunum
detta ihugað hætta að selja þær treyjur
bara vegna þess að ég fæ sviða í augun
þegar égsé þær treyjur innii versluninni. “
Einar Örn Einarsson
„Gef oss i dag vor
Antony...
...and the Johnsons. Því
| þaöerósvofallegtónlist
sem þetta fólk býr til. Nú er
ég tilbúin til að frelsast.
Gefa mig alla. Almáttugur ég
flýt, ég svif. Ég er svo væmin og
er svo hátt uppi. Annað eins hefur sjaldan
siglt innf eyrun mín, niður í hjarta og svo
allan líkama!
Svona gerist ekki oft. Gerðist siöast þegar
ég var í Háskólabíó þegar SigurRós spilaði
sina tónlist... Þar hafíöþiðþað. Ég verð
þessi sem tekst á loft á NASA 1 l.júlínk.
Þetta er Diljá Ámundadóttirsem ritar
þessi orð... daginn sem hún púðraði á sér
ökklana til þess að þeir myndu sýnast smá
brúnirí kvöldsólinni.“
Diljá Amundadóttir
- dilja.blogspot.com
Gamla fólkið vill sérrí
„Núna í morgun sá ég um
fréttalestur á fjórðu hæð-
inni á Hrafnistu. Það var létt
yfir öllum og allir virtust viö
besta skap. En þá minntist
ein konan sem hér býr á það
að ég hafi aldrei boðið þeim í
sérri siðan ég byrjaði að vinna og að það
hefði nú stundum gerst að fyrirrennari
minn hér hefði gert það.
Ég beið ekki boðanna og stökk inn á skrif-
stofuna mína þar sem ég geymi sérri og
fleira góðgæti og skenkti þeim sem
hlýddu á lesturinn eitt staup afsérrí. Þá
glaðnaði enn frekaryfír fólki og allir eru
hressir og kátir á Hrafnistu i dag.“
Stefán Einar Stefánsson
- stefaneinar.com
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Deilur í Garðasókn
Sigurður Sigurðsson skrifar:
Ég þakka DV fyrir umfjöllun um
mál Hans Markúsar Hafsteinssonar.
Um leið vil ég lýsa hneykslan minni á
þeim sem sök eiga á því að fáni var
dreginn að húni til að fagna því að
prestinum hefði verið gert að fara.
Hvemig dettur fólki í hug að nota
fánastöng opinberrar byggingar á
þennan hátt. Sjálfur hef ég því miður
ekki getað fylgst með þeim deilum
Lesendur
sem hafa verið í gangi innan kirkjunn-
ar þar í bæ og þekki því ekki alla fleti
þessa máls. Aftur á móti hefur mér
verið sagt að Hans hafi ávallt rétt út
XiTí'r:,
sáttahönd í þessu máii. Mér þykir
miður að svona hafi farið og furða mig
á að fullorðið fólk geti ekki náð sáttum
eins og vera ber samkvæmt almennri
kurteisi sem og því sem Biblían boðar.
Þetta mál er fögrum bæ og því góða
fólki sem hann byggir til skammar.
Óheiðarlegir
viðskiptahættir
Steinunn í Grafarvogi skrifar:
Ég las í gær frásögn konu sem
lent hafði iila í óheiðarlegum við-
skiptaháttum samborgara sinna.
Mér þótti saga hennar afskaplega
sorgleg og finnst undar-
legt að fólk geti hugs-
að sér
að not-
færa sér
neyð ein-
stæðrar móð-
ur í fjár-
hagskröggum
sjálfu sér til
gróða.
Jón Einarsson
Á bágt meö að
skilja ákvöröun
rikisendur-
skoðanda.
„Rendi'' og
fjárlagahallinn
Ein af fréttum vikunnar var
sú hugmynd ríkisendurskoð-
anda að launagreiðsiur þeirra
stofnana sem færu yfir á fjárlög-
um yrðu frystar. Þetta er harka-
leg aðgerð og andstæð hug-
myndinni um gagnkvæmni í
skyldum launþega og atvinnu-
rekanda. Þá stenst þetta ekki lög.
Ákvæði stjómarskrár um vemd
eignarréttinda vemdar fólk gegn
Flengjum háu herra Alþingis
Aðalsteinn Jónsson, 44 ára, véla-
maður hringdi:
Nú ætlar ríkisstjórnin að gefa
Símann eins og hún gaf Búnaðar-
bankann og Landsbankann. Mér
blöskrar og maður skilur ekki af
Lesendur
hveiju stjórnarandstaðan krefst þess
ekki að ríkisstjómin segi af sér og
þessir menn verði dregnir fyrir dóm.
Þetta er nefnilega bara þjófnaður.
Það er ver-
ið að stela úr okkar vasa og gefa hvít-
flibbum milljarðafýrirtæki.
Ef ég tek sem dæmi Landsbank-
ann. Hann var gefinn. Maður spyr
sig nánast hvar þetta eigi að enda. Á
fólk að þurfa að fara niður í bæ og
skjóta þessa vitleysinga sem stjórna
þessu landi. Ég laefst þess einfald-
lega að 63 gapastokkar verði settir
upp og við fáum að flengja þessa
háu herra á Alþingi. Réttast væri að
svipta þá öllum sínum eigum og
setja þá í þrælkunarvinnu.
Það virðast nefnilega aðrar reglur
gilda um okkur almenning en þá
sem best eru settir í samfélag-
inu. Ef við
drögum
greiðslu eða
veikjumst eða
lendum á
sjúkrahúsi . er
allt tekið af
okkur. En hvað
er gert við þessa
kalla. Em alþing-
ismenn ofar öll-
um öðmm og ofar
öllum lögum í
landinu. Það væri gaman að spyrja
þjóðina að því.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þessir menn em að gefa almenn-
ingseignir í hendur örfárra aðila og
við borgum fyrir það. Þjóðin á þessu
fyrirtæki ekki bara hinir háu herrar á
Álþingi.
Myndabrengl
varð í frétt á blað-
síðu 6 í DV í
gær. Þar var^V®"^
Hörður
Zophaní- ^
asson rang-
lega nefndur
Þór Gunn-
arsson og
Árni Grétar Finnsson rangnefndur
Hörður Zophaníasson. Einnig var
sagt að Valgerður Guðmundsdótt-
Haldið til haqa
ir væri bæjarfulltrúi. Hið rétta er
að hún er menningarfulltrúi í
Reykjanesbæ. Lesendur em beðn-
ir velvirðingar á þessu.
DV igær
því að vinna kauplaust. Þó svo
lögreglu og slökkviliði sé heimilt
að kalla almenning til björgun-
ar- eða löggæslustarfa við alveg
sérstakar aðstæður, þá er al-
menna reglan sú að þegnskyldu-
vinna er ólögleg. Ríkisendur-
skoðandi hefur vafalaust skellt
þessari hugmynd fram í umræð-
una í góðum hug. Reynt að fá
fólk til að velta vöngum yfir
hvemig eigi að „tækla" fjárlaga-
hallann. En það að frysta laun
fólks vegna þess að stofiiunin
sem það vinnur hjá fer yfir á fjár-
lögum er ekki rétta svarið.
En ég vil spyrja að einu.
Hvers vegna em einu hugmynd-
irnar í umræðunni komnar frá
ríkisendurskoðanda? Hug-
myndavinna af þessu tagi er ekki
hluti af starfsskyldum hans.
Hvað með Alþingi óg íjármála-
ráðuneytið? Hvar er fagráðherr-
ann, Geir H. Haarde? Finnst
engum nema mér það skrítið að
þaðan kemur engin hugmynd
um lausn þessa vanda?
Ætla að reyna að hitta Snoop baksviðs
„Ég bjóst aldrei við því að
hann myndi koma til lands-
ins. Hvað þá að við fengjum
að hita upp,“ segir Baldvin
Þór Magnússon, Baddi.
Hann er einn af forsprökkum
hljómsveitarinnar Forgotten
Lores, sem hitar upp fyrir
Snoop Dogg á tónleikum
hans í Egilshöll.
„Fyrsta platan hans,
Doggystyle, er ein af uppá-
haldsplötunum mínum. Ég
var alltaf mikill aðdáandi.
Svo hef ég heyrt nýju plötuna
hjá litla bróður mínum,
Sigga. Snoop er ekki jafn
harður í gangsternum og
hann var. Alltaf svalur samt,"
segir Baddi.
Hann vonast að sjálf-
sögðu til að hitta Snoop.
„Það væri frábært að hitta
hann baksviðs. Ég veit ekkert
hvað ég myndi segja við
hann. Reyni kannski að fá
eiginhandaráritun fyrir litla
bróður. Og taka mynd," segir
Baddi. Hann segist ekki ætla
að reyna að vera með ein-
hverja stæla. Gefa Snoop
kjúklingabita eða segjast geta
reddað honum grasi. „Nei,
nei. Ekkert svoleiðis rugl.
Bara slá fimmu og brosa
framan í myndavél."
Forgotten Lores koma
fram ásamt hljóðfæraleikur-
um í Egilshöll. Baddi hefur
engar áhyggjur af því að spila
á stóru sviði hallarinnar fyrir
þann mikla fjölda, sem verð-
ur væntanlega á tónleikun-
um. „Fimm, sex, sjö þúsund
manns. Það verður ekkert
mál. Þetta eru stærstu tón-
leikar sem við höfum spilað á
og við erum allir mjög
„Þaö væri frábært að hitta hann bak-
sviðs. Ég veit ekkért hvað ég myndi
segja við hann. Reyni kannski að fá
eiginhandaráritun fyrirlitla bróður.
Og taka mynd,"
spenntir. Ég hvet alla til að
mæta snemma til að ná upp-
hitunarböndunum og
skemmta sér vel.“
Baddi vinnur á leikskóla í
Hlíðunum. í vetur hefur
hljómsveitin hans ekki verið
mjög virk, enda tvístruðust
meðlimir
hennar út um Evrópu. Þessa
dagana rotta þeir sig hins-
vegar saman til að huga að
nýrri plötu. „Við erum ný-
byrjaðir að semja. Platan
kemur vonandi fýrir áramót
en það er óvíst hvernig það
verður."
I gaer var tilkynnt að Forgotten Lores yrði em af uPPhitunalfy
hljómsveitunum fyrir tónleika rappgoösins SnoopDoggl Egils-
höll 17. júlí. Baldur er einn af forsprokkum sveitarmnar, sem
talin ein af kyndilberum íslenska rappslns. Auk hennar hita
Hjálmar og Hæsta hendin upp.Talið er að á bilinu fimm til sjo
þúsund manns fari á tónleikana.