Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Síða 12
72 FÖSTUDAGUR 1.JÚLÍ2005 Fréttir DV Lömb í hundana Bæjarráð Vesturbyggðar hefur falið bæjarstjóranum, Guðmundi Guðlaugssyni, að sjá til þess að reglur um hundahald í sveitarfélaginu séu virtar. Árni Kristján Sig- urvinsson bóndi sendi bæj- arráði bréf þar sem hann bendir á að á bænum Krossholtum séu hundar sem oft fái að ganga lausir jafnvei þótt hundahald sé bannað. Árna grunar að hann hafi misst lömb í hundana. „Hundamir á Krossholtum mega ekki ganga lausir undir nokkrum kringumstæðum" segir í bókun bæjarráðs. íþróttahátið vinnuskóla Árleg fþróttahátíð Vinnuskóla Garðabæjar og Mosfellsbæjar fór fram á miðvikudaginn í Garðabæ. Keppt var í ýmsum íþrótta- greinum og sigruðu heima- menn í samanlögðum stig- um að þessu sinni. Keppt var í nokkrum óhefð- bundnum íþróttum eins og stígvélakasti og vörubretta- hlaupi. Dugnaðarforkunum var síðan boðið upp á pits- ur og gos. Að sjálfsögðu var létt yfir mannskapnum, enda þarna á ferðinni kær- komin hvfld ffá því að reita arfa og týna rusl. Fjarðarkaup oftast lægst Verðlagseftirlit Alþýðu- sambands íslands kannaði verð á lflrænum vörum í versl- unum á höfuð- borgarsvæðinu þann 28. júní síðastliðinn. Kannað var verð á sautján lífrænum vörutegundum og var yfir þrjátíu prósenta munur í átta tilvikum og fimmtíu prósent í sex tilyikum. Versl- unin Fjarðarkaup í Hafnar- firði reyndist vera með lægsta verðið á sjö af þeim sautján vörutegundum sem skoðaðar voru. Heilsuhúsið var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu til- vikum. „Ég er búinn að vera i Borga- nesi og Stykkishólmi I sumar. Hér er frábært veöur og bara allt gott að frétta," segir Hlyn- ur Bæringsson, landsliðs- kappi í körfuknattleik.„Ég er nú að æfaá fullu og reyna að koma mér i gott form, en ég fer til Hollands í atvinnumennsku i vetur. Næst á dagskrá er svo að kíkja á Færeyska daga f Ólafsvík, það verður líf og fjör þar.* Landsíminn Kerrueigandinn Steinar Norðfjörð er bálreiður eftir viðskipti sín við Árna Heiðar Árnason bifvélavirkja. Segir hann hafa smurt vel ofan á reikning fyrir viðgerð á kerru og reynt að hafa af sér stórfé. Árni Heiðar hlær að ásökunum Steinars og segir hann ekki vita hvað hann sé að tala um. Þeir eru með kerruna mfna Stem- ar Noröfjörö kerrueigandi fyrir utan Vöku þar sem kerran hans verður boðin upp á morgun. Steinar sakar bifvélavirkjann Árna Heiðar Árnason um að hafa stolið afsér kerrunni. Steinar Norðíjörð íhugar að fara í mál við bifvélavirkjann Arna Heiðar Árnason fyrir að hafa stolið af sér kerru. Steinar segir Árna óheiðarlegan og að hann svífíst einskis við að reyna að svindla af fólki peninga. Hann sakar Árna um að hafa stolið af sér kerrunni í skjóli nætur, en Ámi sakar Steinar um það sama. Kerran verður boðin upp á morgun hjá Vöku. „Ég neitaði að borga reikninginn og reyndi að tala við hann. Ég sagðist ætla að borga ef hann lækkaði tíma- fjöldann. Hann sagðist ætía að gera það en svo heyrði ég ekkert frá hon- um aftur," segir Steinar Norðfjörð, bálreiður kerrueigandi. Steinar fór með kerru sem hann átti í viðgerð á bifreiðaverkstæði Árna Heiðars í Reykjanesbæ í haust. Þegar hann sótti hana aftur fékk hann þær upp- lýsingar frá starfsmanni verkstæðis- ins að það hefði tekið fjórtán og hálfan tíma að gera við hana. Ætlar lengra með þetta „Svo þegar ég fékk reikninginn sendan þá var allt í einu búið að smyrja á þetta átján tímum í við- bót." Þar sem hver yfirvinnutími var á yfir rúmlega þrjú þúsund og fimm- hundruð krónur hækkaði reikning- urinn um meira en sextíuþúsund. Og það án virðisauka. Steinar neit- aði að borga reikninginn á þeim for- sendum að hann væri út úr kortinu. „Allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að þetta sé allt of mikill tími í þessa vinnu." Steinar og Ámi náðu engri sátt í málinu. En einn daginn þegar Stein- ar kom út úr húsi sínu sá hann að kerran var farin. „Hann stal kemmni minni. Hann sagði að lögfræðingur- inn sinn hafi sagt sér að gera það. Núna er kerran svo komin upp í Vöku þar sem hún verður boðin upp á laugardag." Steinar segist ekki eiga von á að ætla að bjóða í kerruna á morgun, en segir málið þó engan veginn búið af sinni hálfu, „ég hef hugsað mér að fara lengra með þetta." Bull og vitleysa Þegar blaðamaður DV náði tali af Áma Heiðari var létt yfir honum. Þegar hann hafði áttað sig á um hvaða mál var að ræða skellti hann upp úr. „Menn verða að vita hvað þeir em að segja. Það var keypt fullt af varahlutum í þetta og svo var ver- ið að vinna við viðgerðir. Það er alls „Þegar ég fékk reikn- inginnsendanþá var allt í einu búið að smyrja á þetta átján tímum í viðbót." ekkert athugavert við þetta." Árni Heiðar segir að þegar Steinar hafi ekki borgað kermna hafi hann auð- vitað ekki fengið hana til baka. „Síð- an kom hann í skjóli nætur og tók hana." Tveir aðrir viðskiptavinir Árna Heiðars sem DV náði tali af taka þó í sama streng og Steinar og segja tímafjöldann sem Ámi skrifi á verk vera mjög óeðlilegan. johann@dv.is Siglfirðingar vilja hefla loðnuveiðar strax Ökumenn keyra á rollur og stinga af Vonbrigði á Siglufirði „Það er hægt að gefa út bráða- birgðakvóta þangað til frekari upp- lýsingar liggja fyrir. Það myndi þá hvort sem er ekki skipta neinu máli ef engum tækist að veiða upp í hann fyrir hafi's," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. Siglfirðingar em áhyggjufullir yfir að ekki skuli standa til að gefa út loðnukvóta f sumar. „Það hefur ekkert komið frá sjávarútvegs- ráðuneytinu sem bendir til þess að það eigi að reyna aftur þegar ísinn fyrir norðan land tekur að hörfa, en hann hefur staðið í vegi fyrir rann- sóknarveiðum," segir Runólfur. Runólfur segir að sumarveiði á loðnu sé mikilvæg fyrir bæjar- félagið, þar sé stór verksmiðja og veiðamar hafi bein áhrif á afkomuna þar nyrðra. Þetta gildi ekki aðeins um Siglufjörð held- ur skiptí þetta máli fyrir byggðir víða um land. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytínu, segir að bráðabirgðakvóta verði einnig að byggja á vísindalegum forsendum. „Þannig að við séum viss um að höggva ekki í lágmarkshrygning- arstofn," segir hann. Armann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, segir böl- vanlegt að fá hafi's á þessum ; tíma, þar sem veiðarnar hafi mikil áhrif í samfélaginu. Runólfur Birgisson bæjarstjóri Siglfirðingar hafa áhyggjur af ástandinu. Kvaldist á veginum í heila nótt „Þetta kemur alltaf fyrir af og til," segir Dagmar Brynjólfsdóttir, hús- freyja á Kjörseyri, en hún og eigin- maður hennar, Georg Jón Jónsson, misstu tvö lömb og eina á aðfaranótt miðvikudags. „Þetta er svo sem eng- um að kenna. En mér finnst rétt að ítreka að láta vita af þessu svo að dýrin þurfi ekki að þjást. Það er alltaf að aukast að fólk láti ekki vita." Ann- að lambið drapst ekki við árekstur- inn og lifði við mikil harmkvæli allt þar til Georg og Dagmar urðu vör við hvernig komið var. Björgvin Skúlason, bóndi á Ljót- unnarstöðum og nágranni þeirra hjóna, segir að aðkoman að slysinu hafi verið hrottaleg. Honum þótti það afskaplega mikið skeytingar- leysi hjá ökumönnum að keyra Keyrt á og stungið af Hjónin Dagmar Brynjólfsdóttir og Georg Jón Jónsson misstu tvö lömb og eina á þegar ökumaður keyrði á þau. Hann lét ekki vita og lá annað lambið og kvaldist á veginum í heila nótt. framhjá svona löguðu. Hann tók það einnig fram að þau hjón girtu mjög vel af, en dýrin hefðu sloppið með- fram á. Það er því ekki hægt að sakast við þau um að kindumar hafi sloppið út á veg. Dagmar segir að þau hjón hafi girt enn betur í kjölfar þessa atviks. „Já. Við emm búin að girða alveg yfir ána þannig þetta ætti ætti ekki að koma fyrir aftur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.