Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 8
174 FRE YR ig hún á að haga matargerð og máltíðum, þegar mjólk skortir. Og þetta er ekki bara hjá okkur íslendingum. Ýmsar aðrar þjóð- ir, eða þjóðarbrot, nota mjólk í miklum mæli. Þessvegna getur það vakið undrun vora, að í heiminum eru hundruð milljónir manna, sem aldrei hafa bragðað aðra mj clk en móðurmjólkina. Okkur verður á að spyrja: Er þetta rétt — og hvernig má þetta verða, á hverju lifa börnin? Og þetta vekur ennþá meiri undrun þegar hægt er að upplýsa, að á meðal þessara milljóna er þó búfé nytjað, meira að segja kýr, og við þetta bætist svo annaö, sem gerir fyrirbrigðið ennþá tor- skildara. Einmitt á þessum sömu slóðum er öflun hins daglega brauðs einatt svo erfið, að suiturinn er daglegur gestur hjá þúsundum fjölskyldna og hann verður fjölda að fjörtjóni, á hverjum degi. En svo er það fólkið sem notar mjólk. Búféð, sem nytjað er til mjólkurframleiðslu — meðferð og hagnýting mjólkurinnar, það eru atriði, sem skipast á ýmsa vegu og suma mjög sérkennilega. Hér í 'Norður álfu nytjum við nautpeninginn víðast í þeim tilgangi að framleiða mjólk. Til er þó, að kjötframleiðslan sé eins mikið at- riði, sumstaðar ef til vill meira, og svo eru kýrnar notaðar til dráttar í Suður-Evrópu en stundum er þar minna hirt um nythæð- ina en við eigum að venjast. ★ Ef við lítum austur á bóginn, til Asíu- þjóða, þá er allt annað uppi á teningi. Kínverjar hafa kýr, en hjá þeim gera þær sama gagn og hestar hjá Evrópuþj óðum. Kýrnar eru notaðar til dráttar, til þess að plægja rísgrj ónaakurinn. í Tíbet, Móngólíu og Hindustan, þessum hálendis svæðum Asíu, þar sem fólkið lifir svo að segja ein- göngu af búfjárafurðum, er þó mjólkurinn- ar neytt og gætu Kínverjar af þeim lært, en það gera þeir ekki. Fyrir þeim er mjólk- in „tabu“ það er að segja óhrein — eða ef til vill betra að segja óleyfileg fæða, af því, að ef hennar er neytt, skapast einskonar lítillækkandi þáttur í fari mannanna er gerir þá dýrum líka, eins- konar skyldleiki myndast þar í milli. Merkilegt að þetta skuli ekki eins geta átt sér stað við að eta rottur og kjöt annarra dýra, sem þessar þjóðir leggja sér til munns. En þetta er nú ekki óalgengt, að hindur- vitni og hjátrú eiga sinn þátt í matarhæfi fólks. Það var líka um skeið að hrossakjöt átti ekki leið upp á háborðið hjá oss ís- lendingum. En hvað um það. Kínverzk menning er nú þannig gerð, að mjólkur- neyzla á ekki samleið með henni. Á hin- um ýmsu eyjum í Indlandshafi og Kyrra- hafi, þar sem hin svokallaða menning er sára takmörkuð, er mjólkin notuð til manneldis. Þó er hið gagnstæða til. Á eyju einni í Antillunum (suðaustur af Japan) er það trú manna, að mjólk eigi sök á ormum í innyflum barna og þess vegna er hennar ekki neytt. Sumstaðar í Tangan- ika er mjólk hættuleg fyrir konur og í U- ganæa geta þeir karlmenn orðið óláns- menn, sem neyta mjólkurvara eða drekka mjólk. Það er óvíða í heiminum nú orðið, en þó til, að þjóðir eða hópar manna séu á söfh- unarstiginu, það er að segja lifi af því sem tínt er á jörðinni eða veitt er með frum- stæðum tækjum, en á meðal þess fólks er mjólkin eðlilega sjaldan næringarefni. Bú- fjárnytjun er nauðsynleg til þess að afla mjólkur. Nú er það svo, að fullvaxið fólk getur verið án mjólkur, þegar það hefir aldrei

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.