Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 21
FRE YR 187 sama skapi. Fram hafa komið skýrslur og aSrar upplýsingar, — og þó ekki nýjar af nálinni, — um það, hversu landbúnaðar- framleiðslan hafi aukist á síðustu ára- tugum, þrátt fyrir mjög svo fækkandi hendur, sem að henni vinna. Það er aukin vélaeign og önnur tækni, sem þar hefir komið í stað færri handa, og meira en það. En vélarnar eru líka einskonar „vinnuhjú," sem þurfa sitt kaup, bæði í stofnkostnaði, viðhaldi og rekstri. Sá kaup- reikningur er ekki gerður upp, almennt, en hann sýnir sig samt í aðalatriðum í bættri afkomu þeirra bænda, sem hafa getað ráðið þessi „vinnuhjú“ til sín, og haft verkefni fyrir þau. Nú hefir vélakostur við landbúnaðarstörf stórum aukizt, og einkum orðið almennari og fjölbreyttari á allra síðustu árum, svo afnot og afköst þess, sem þegar er til í því efni, eru ekki nándarnærri komin fram. En þar, eða hvergi frernur, er að finna lausn þess vanda, að landbúnaðurinn geti framleitt vörur rneð tiltölulega minni kostnaði en hingað til og þannig tekið á sig þær byrð- ar, sem á hann leggjast af hinum almennu viðreisnarráðstöfunum, án þess að tilfinn- anleg kjaraskerðing fylgi, fyrir þá, sem að honum starfa. Þetta, ásamt öðrum bættum aðferðum í jarðrækt eða kvikfjárrækt, er einföld og sjálfsögð úrlausnarleið, sem allir geta orð- ið sammála um, hvort sem náð verður fyllsta árangri með henni eða ekki. En meinið er, að aðstaða bændanna í land- inu til að hagnýta sér hana, er ærið mis- jöfn, ekki einungis vegna nr'smunandi búnaðarskilyrða, þar sem þeir eru settir, heldur einnig vegna hins, að ýmsir þeirra hafa orðið aftur úr með að afla sér vinnu- sparandi tækja — alloft af ástæðum, sein þeim voru með öllu óviðráðanlegar, en ekki af viljaleysi eða getuskorti — og það getur bæði dregist á langinn, og orðið þeim dýrt að fá úr þessu bætt. — Hér geta því tvennar ytri ástæður orðið þess valdandi að sundur dragi með bændum um mögu- leikana til þess að „vinna af sér,“ með hag- vænlegri búskaparháttum, þá kjaraskerð- ingu, sem búast má við að þeirra bíði. Þess er ekki að vænta að verðlag land- búnaðarafurða megi, eða geti, miðast við þolanlega afkornu búskapar með frum- stæðum vinnubrögðum, og afköstum sam- kvæmt því. Þess vegna verður það, öllu fremur, hlutverk forráðamanna landbún- aðarins og búnaðarfélagsskaparins í land- inu, á þeim árum, sem í hönd fara, að hlutast til um það, með heilbrigðum ráð- um, að fjárhagslegur stuðningur til jarð- ræktar og fyrirgreiðsla um aukinn véla- kost, beinist alveg sérstaklega til þeirra bænda, sem af fyrrtöldum ástæðum er hætt við að dragist aftur úr, undir lakara við- skiptajafnvægi en verið hefir. Ella má búast við að þeir gefist upp, einn og einn, eða fleiri saman, og þá er vandséð, hvort aðrir fást til að taka sæti þeirra, að ó- breyttum búskaparskilyrðum. Heyverkunaraöferðir hafa um áraraðir verið í tilraunum og at- hugunum hjá tilraunastofnunum og búnað- arfélögum Norðurlanda. Við samanburð á þúsundum niðurstöðutalna frá nefndum löndum hafa búnaðarhagfræðingar Svía tek- ið meðaltalstölur í kennslubækur sínar, en þær eru þessar: 1 smálest grasþurr grös á túni eru 125—130 fóðureiningar. Við verkun þeirra til vetrar- fóðurs verður útkoman þessi: 1 smál. græn- Kostn. krónui fóður verður: Verkunar- við verkun f.e. tap smál. grænf Þurrkað í flekkjum 65 — á hesjum 85 Verkað sem A.I.V.- fóður 105 Hraðþurrkað 120 40—60% 1.20— 1.60 30—40% 1.80— 2.25 12—25% 7.00— 8.00 2— 7% 12.00—17.00 Þess ber að geta, að ekki eru tilsvarandi töl- ur ennþá til um vothey án A.I.V.-sýru, sem gert er í djúpum votheyshlöðum. Lauslegar athuganir segja að tapið sé ámóta og við A.I.V.-aðferð en kostnaðurinn nokkru minni af því að sýra sparast.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.