Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 19
FRE YR 185 ingu að ræða gegn offramleiðslu fyrir inn- anlandsmarkaðinn. Þá er þess að vænta að sá breytti við- skiptagrundvöllur, sem lögunum um geng- islækkun o. fl. er ætlað að skapa, og þarf að skapa, leiði til þess að allir þeir skatt- ar og skattaukar, tollar og tollaukar, sem á undanförnum árum voru settir á alveg sérstaJclega til að standa undir „dýrtíðar- ráðstöfunum“ (niðuþgreiðslum, styrkjum o. s. frv.) falli niður með afnámi þeirra, en þau útgjöld munu að m. k. hafa numið 500 kr. á ári á hvert mannsbarn í landinu, síðustu tvö árin. Að sjálfsögðu myndi af- nám þeirra gjalda koma fram við bænda- stéttina í sama hlutfalli og þau lögðust á hana á sínum tíma. Að sönnu hefir enn ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um afnám þessara kvaða, en það væri fá- heyrður prettur við þjóðina, ef hún ætti, jafnt og áður, að greiða hina sérstöku „dýrtíðarskatta“, eftir að hún hefir geng- izt undir að gera það átak til viðreisnar verðlags og viðskiptaálaginu, sem í geng- islækkunarlögunum felst. Það sem nú hefir verið talið, verður að tilfæra „tekjumegin" fyrir landbúnaðinn, þegar gerður er upp reikningur fyrir hann. um halla og ábata af gengislækkuninni. Á móti því kemur svo, í fyrsta lagi, að bænda- stéttin, eins og aðrir neytendur í landinu, verður að greiða allar innfluttar vörur hærra verði en áður, svo sem gengislækk- uninni nemur. Hvort allir þeir þættir, sem skapa endanlegt útsöluverð þeirra hækka að jafnri tiltölu og innkaupsverð, veltur m. a. á tollalöggjöf, verzlunarháttum o. fl. og verður engu spáð hér um, hversu þar tekst til, ■— en þó er þetta ærið mikilsvert atriði fyrir afkomu allra landsmanna. Þegar rætt er um neyzluvörukaup í þrengsta skilningi, stendur bændastéttin að því leyti betur að vígi en aðrir neytend- ur, að hún hefir betri skilyrði til að not- færa sér eigin framleiðslu og í því augna- miði má telja að hún sé á vissan hátt ó- háð gengisbreytingum. Úr þessu má þó ekki mikið gera, eins og lifnaðarhættir gerast nú, en það hafði mikið gildi á verðbreyt- ingatímum áður fyrr. Ætlast mun til að verðhækkun á rekstr- arvörum til landbúnaðarreksturs, af völd- um gengislækkunar, megi koma fram á verðlagi landbúnaðarafurða (innanlands) svo og sú almenna kauphækkun, sem vísi- talan segir til, meðan kaupgjald tekur breytingum samkvæmt henni. Verði sú verðhækkun afurðanna ekki til að þrengja markað þeirra innanlands, á því landbún- aðurinn ekki að hljóta neinn halla af hækkun þessara gjaldaliða. Þessu er þó valt að treysta, og verður að því komið síðar. Þó fyrirsjáanleg verðhækkun á útlend- um neyzluvörum verði bændum, svo sem öðrum, all tilfinnanleg, verður hækkunin á stofnfjárvörum (kapitalvörum) þeim að tiltölu þyngri í skauti. Þar kemur til um allt byggingarefni, vélar, flutninga- tæki, o. s. frv. Hér er um beina útgjalda- aukningu að ræða, sem engrar ívilnunar eða uppjafnaðar er að vænta á. Þörf bænda fyrir þessar vörur er að vísu al- menn, en þó ærið misjöfn, þar sem marg- ir þeirra hafa þegar komið sér allvel fyrir í þessu tilliti. Afleiðingaríkast getur þetta orðið fyrir þá, sem eru að reisa bú af grunni, bæði hús og annað. Þar sem stofn- kostnaður þeirra hlýtur óumflýjanlega að leggjast þyngra á reksturinn, en hinna, sem þegar hafa búði í haginn fyrir sig undir öðru verðlagi um stofnkostnað. Þá er ótalið það, sem vænta má að komi fram við bændastéttina fremur sem óbein en bein afleiðing gengislækkunar- innar og þeim ráðstöfunum, sem henni eiga að vera samfara, en það er brottfall niðurgreiðslnanna á verði landbúnaðaraf- urða. Eins og kunnugt má vera, voru þær gerðar til að halda kaupgjaldsvísitölunni niðri, af því það taldist ríkissjóði ódýrara að borga afurðaverðiö niður, en að greiða öllum starfsmönnum sínum laun með þeirri vísitöluhækkun, sem fullt markaðs- verð afurðanna hefði valdið. Þar sem hér var um greiðslur að ræða úr ríkissjóði til framleiðenda, gengu ýmsar fávísar sálir með þann misskilning, að þetta væri styrk- ur til framleiðenda. Hverjsu fjarstætt og fráleitt það er að niðurgreiðslurnar hafi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.