Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 30
196 FRBYR . ■ ; \ Við notkun Ferguson-dráttarvéla Nú er vorvinnan í fullum gangi, og því mjö áríðandi að vélar og verkfæri séu í góðu lagi. Lagfærið það sem nauðsynlegt er til að vélin sé örugg og fljót í gang. Athugið því eftirfarandi og athugið það allt: 1. Rafgeymirinn: Hreinsið pólana vel og munið að þegar vatni er bætt á geyminn, þá má það ekki vera meira en svo, að það rétt fljóti yfir geymisplöturnar. 2. Ræsir: Ef ýta þarf skiptistönginni óþarflega langt fram, til að ræsa vélina, þá færið skipti- stöngina örlítið fram. Þetta er gert með því, að Iosa á boltum þeim, sem festa skiptistögnina við gírkassann. Gæta þarf þess, að færa stöngina ekki of mikið fram, því þá getur borið á því,, að „klikk“ heyrist í hvert skipti sem skiptistöngin er tekin úr afturábak gír. 3. Rafall: Viftureimin á að vera þannig stillt, að hægt sé að þrýsta henni um með þumalfingrin- um, sem svarar 1” (2.5 em) miðsvæðis milli reimhjóla rafalsins og sveifarássins. Munið að bera einstöku sinnum olíu á flókann, sem er á hinum enda rafalsins. 4. Háspennukefli: Passið að það sé hreint og að ekki sé á því olía. Hreinsið samböndin vel og herðið síðan nauðsynlegar skrúfur. 5. Straumdeilir: Athugið hvort platínur eru heilar og óbrunnar og hvort bilið á milli þeirra sé rétt. Sé straumdeilihúsið hreint, nægir að athuga platínurnar og bilið milli þeirra. Sé það hins vegar óhreint verður að taka rofaarmana lit og hreinsa þá og straumdeilihúsið. Að lokinni hreinsun skal lagfæra platínurnar, þurfi þess með og stilla bilið milli þeirra, þá þarf einnig að smyrja hreyfiliði rofans með ögn af feiti á kvisti rofaarmsins; nota skal góða smurningsfeiti eða vaselín. Þegar bilið er stillt, er það mælt með föstu þykktarmáli og á að vera .012 úr tommu þegar kvistir rofaarmsins standa á hæsta hluta kambsins á straumdeilisásnum. Sé bilið ekki rétt, skal stilla það með því að losa skrúfuna, sem heldur færanlegu platínunni, og færa síðan platínuna upp eða niður, þar til bilið er rétt. Festiskrúfa platínunnar er síðan skrúfuð föst. 6. Kerti: Athugið neistabil þeirra, en það á að vera.030”—.032”. Gætið þess að glerungur kertisins sé hreinn, einnig þarf að hreinsa skrúfuganginn og passið að kertahringur sé ávallt notaður, þegar kerti er skrúfað í. 7. Raki hefir slæm áhrif á rafkerfið, þess vegna á alltaf að breiða seglið yfir vélina, þegar hún er ekki notuð. 8. Blcndungurinn: Stillið aðalbunuskrúfuna, skrúfið fyrst alveg inn en síðan 2 snúninga til baka, ef nota á dráttarvélina við erfiða vinnu skrúfið þá 2% snúning ti! baka. Þegar hreyfillinn er orðinn gangheitur, þá stillið tregðarstilliskrúfuna þar til hreyfillinn gengur jafnt og rykkjalaust. 9. Lofthreinsarinn: Skiptið reglulega um olíu í honum og athugið að láta hvorki of mikla né of litla olíu í hann. Hreinsið lok lofthreinsarans líka reglulega. 10. Innsog: Notið það ekki of mikið. Sé það gert, gengur illa að koma vélinni í gang, en það er algengt, sérstaklega í kulda, að mönnum hættir til að nota innsogið of mikið. 11. Verkfæri: Að lokinni vinnu, svo sem plægingu, herfingu o. s. frv. þá er sjálfsagt að bera af- gangsolíu á glitfleti verkfærisins. Fátt er leiðinlegra en að sjá ryðgaðan plóg einhvers staðar í námunda við, þar sem hann var síðast notaður. Athugið það og setjið verkfærin á sinn stað, vel smurð og frágengin. v_________________________________________________________________________________________________y

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.