Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 12
178 FREYR gripa með því fremsta sem um er að ræða í heiminum. Meðalnyt kúnna, innan danskra nautgriparæktarfélaga, var um 3500—3600 kg á kú fyrir stríð og er nú komin á svipaða hæð aftur, eftir að fóðr- unarskilyrðin hafa komizt í nokkurnveg- inn eðlilegt horf. Þetta mjólkurmagn er árangurinn af umfangsmikilli nautgripa- rækt, og þess vegna hafa aðrar þjóðir sókzt mjög eftir að .kaupa þar kynbóta- skepnur. Þær hafa verið fluttar þaðan til ílestra landa Evrópu, nú síðast til Grikk- lands fyrir skömmu, en grískur prins keypti þar nokkrar kvígur og lét flytja þær loft- leiðis suður. En þó að mjólkurhæfni gripa í Dan- mörku hafi þótt framúrskarandi til þessa, segja forystumenn á sviði kynbótastarf- seminnar og einkum á sviði fóðurfræð- innar, að miklu lengra megi komast, og sanna mál sitt með því að kappfóðra nokkrar kýr í tilraunaskyni. Á þessu var byrjað síðastliðinn vetur. í tilraununum tóku þátt kýr, sem áður voru vel fóðraðar og vel hirtar og mjólkuðu að meðaltali 4—6 þúsund lítra um árið af meira en 4% feitri mjólk. En sannarlega hafa umrædd- ar kýr, og þá eflaust aðrar einnig, hæfi- leika til þess að mjólka miklu betur ef nógu vel er að þeim búið í fóðri og hirð- ingu. í tilraunum í fyrravetur, með nefnd- ar kýr, var nythæðin miklu meiri en áður, sú hæsta komst upp í 11.682 kg mjólkur með 4.63% fitu. Hæsta dagsnyt hennar var 49 kg en það var 122 dögum eftir burð. Hinar kýrnar, sem tóku þátt í tilraun þessari, komust að vísu ekki svona langt, en allar mjólkuðu þær miklu meira en ár- in á undan. Með þessari tilraun, og öðrum álíka, er að sjálfsögðu ekki sannað að tvöfalda megi ársnyt allra kúa með því að bæta meðferð þeirra, fóðrun og hirðingu alla, en hitt er víst, að það er leiðarvísir fyrir menn um það að reyna að gera svo vel, að hver skepna borgi þeim mun betur með góðum og miklum afurðum. Hve langt verður komizt í því efni með kúastofn okkar, skal ósagt látið, en ætla má, að auka megi magn mjólkur að mun með bættri með- ferð og betri fóðrun, ef til vill svo mikið, að hver kýr fullnægi þörfum 6—7 manna fjölskyldu, miðað við sömu neyzlu mjólkur og mjólkurvara og verið hefir. ★ Þegar það nú er sannað mál, að fá eru þau fæðuföng, sem eru jafn holl og mjólk- urvörur, þá liggur nærri að spyrja hvort ekki sé viðeigandi að auka ennþá meir neyzlu þessara vara. Svarið hlýtur að vera, að því séu þó tak- mörk sett hversu mikils er hægt að neyta af þessum vörum. Við vitum, að þarfir ein- staklinganna, mældar í hitaeiningum, eru 2500—4000 á dag, eftir því hvaða störf ein- staklingarnir iðka. Hitt er víst alveg ó- hætt að fullyrða, að þegar við nú borðum og drekkum 500 lítra mjólkur á ári, þá sakar það ekki, að farið sé fram úr þessu magni. Sex-sjö hundruð lítra getum við vel neytt að ósekju og auk þess annarra fæðu- tegunda, sem veita okkur magn þeirra efna, sem okkur eru nauðsynleg. Það er sem sé hægt að matreiða mjólk- ina á svo marga vegu. Fjölþætt tækni og fullkomnar vinnu- aðferðir tryggja okkur afbragðs iðnaðar- vörur úr mjólk. Við strokkum ekki í belgj- um á hreindýrsbökum né í keytuþvegnum ílátum eins og hinar frumstæðu þjóðir. Hér eru notuð fullkomin tæki til þess að skilja fituna frá undanrennunni og til þess að gera smjör úr rjómanum. Við not-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.