Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 32
198 FRE YR Spurningar og svör Sp.: 25: Hvað fást mikil lán til nýbýla og hver eru skilyrði til þess, að það fáist? R. Iv. Svar: Skilyrði til þess að fá lán til nýbýlis er fyrst og fremst að nýbýlastjórn hafi sam- þykkt býlið. Til byggingu íbúðarhúss á býlinu fæst hámarkslán 45 þúsund kr. Til útihúsa- bygginga og ræktunar fæst úr ræktunarsjóði eftir því sem ástæður leyfa, en lög heimila eins og til annarra býla. Sp. 26: Út á hvaða framkvæmdir fást lán úr Bygginga- og landnámssjóði? R. Iv. Svar: Bygginga- og landnámssjóður er ekki til lengur. í stað hans er byggingasjóður, en úr honum eru veitt lán til íbúðarhúsa og svo er ræktunarsjóður, sem veitir lán til útihúsa- bygginga, ræktunar, heimilisrafstöðva, véla- kaupa o. fl. Sjóðir þessir eru í Búnaðarbanka íslands, og veitir bankastjóri lánin. Sp. 27: Til hvað margra ára eru lánin veitt úr ofangreindum sjóðum og hvað eru vext- irnir háir? R. Iv. Svar: Til íbúðarhúsa, sem byggð eru úr var- anlegu efni, eru lánin veitt til 42 ára, annars 30 ára eða skemur. Lán úr ræktunarsjóði eru veitt til 15—25 ára til ræktunar og bygginga, en skemur til rafstöðva og til vélakaupa eigi nema til 5 ára. Vextir byggingasjóðs eru 2% en ræktunar- sjóðs 2i/2%. Greiðslufyrirkomulag er þannig, að vextir og afborgun samanlegt er jafnmikið árlega allt lánstímabilið. Sp. 28: Hvað er fóðurgildi undanrennu? Svar: Fóðurgildi undanrennu er sem næst 6 lítrar undanrenna = 1 fóðureining, þegar hún er notuð handa vaxandi skepnum eða mjólkandi kúm. Sp. 29: Er gerlegt að fóðra kýr með undan- rennu, t. d. blanda henni í fóðurmjöl? Svar: Ýmsir kvarta yfir því, að illa gangi að fá kýrnar til að drekka undanrennu, en ef þær venjast því drekka þær hana eins og vatn. Annars mun ágætt að blanda henni í fóðurmjölið, en hætt er við að kýr séu þó einnig ófúsar til að sleikja þá súpu í fyrstu. Sp. 30: Hvernig á að fóðra hænsni til við- halds og afurða? Svar: Hænsnafóðrun er stórt verkefni og yfirgripsmikið, því að kyngóð hæna skilar meiri og lífrænni afurðum, miðað við þyngd sína, en nokkur önnur skepna í búi bóndans. Hæna getur þrifist á korni og alls konar úr- gangi, ef ekki eru gerðar kröfur til afurða. Til viðhalds þarf hún 20—25 fóðureiningar um árið. Fram yfir það þarf hún til afurða- myndunar um 2 f. e. fyrir hvert kg egg, svo- nefnda varpfóðurblöndu, sem inniheldur um 17—18% prótein (meltanlegt). Hæna, sem verpir 7—8 kg af eggjum á ári, þarf um 40 fóðureiningar samtals, þar af urn helming korn. Til verndar heilsu hennar og afurða- getu þarf svo ýmiss lífs-nauðsynleg efni, svo- nefnd „verndandi efni,“ en frekari útlistun er ekki fært að gefa hér. Sp. 31.: a) Hvernig hagar hin svokallaða „Hvanneyrarveiki“ sér? b) Hefir hennar orðið vart í öðrum skepn- um en sauðfé? c Hver er talin orsök veikinnar? d) Vita menn dæmi þess, að kindur, sem hafa fengið Hvanneyrarveiki hafi lifað hana af og batnað að fullu? Svar: a) Sjúkdómur sá í sauðfé, sem nefnd- ur er „Hvanneyrarveiki" lýsir sér oftast á þann hátt, að kindin verður dauf, fær hita og missir lyst, gangurinn verður óstyrkur og reikandi, stundum gengur kindin út á hlið eða í hringi, oft „hallar hún á“ og annað eyr- að eða bæði hanga máttlaus. Aðrar lamanir koma fljótlega í ljós, svo kindin liggur að lok- um ósjálfbjarga og drepst vanalega á fáum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.