Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 23
FRE YR 189 á gæöunum og spillir fyrir heildinni. Venjulega mun það koma fram við flokk- unina, og lækkar verðið sem bóndinn fær. Enn kemur það ekki ósjaldan fyrir, að ær lendi í ullarhafti og misfarist af þeim sökum, og veit enginn, sem lætur ær sín- ar vera órúnar, hvort það hendir einhverja af ám hans eða ekki. Allt þetta og fleira má taka með í reikninginn, og sé það gert munu menn finna, að hagurinn er vægast sagt tvísýnn. Hitt atriðið, að lömbin verði vænni að haustinu séu ærnar í ullinni, er ímyndun ein. Að vísu getur það komið fyrir í ein- stökum vorum, séu ær rúnar snemma, að hret komi á þær nýrúnar, svo að þær geld- ist, og meiri eða minni stöðvun komi í framför iambsins, en það eru undantekn- ingar, sem þess utan eiga ekki að þurfa að koma fyrir, sé ekki rúið fyrr en rétt fyr- ir sláttinn, og valið til þess hagstætt veður- útlit, því á að vera vel mögulegt að fyrir- byggja það, og sé það gert, má fullyrða, að lömbin undir rúböggunum verða ekki vænni en undir hinum. Enginn bóndi ætti því að láta það henda viljandi í vor, að láta ær sínar vera í ull sumarlangt, og það því síður, sem ætla má að ullarverð í vor verði hátt. Hitt er svo annað mál, að oft sleppa ær við vorsmölun, svo að ekki næst í þær til rúnings. Verða þær þá óviljandi í ullinni. Þegar slíkt kemur fyrir á að rýja ána eins fljótt og mögulegt er að haustinu, og gera það þann veg, að hún haldi sem mestu af nýju ullinni. Með því fer ánni betur að, að Æskilegast er að rýja í jiurrv veðri og hlýju, þá geta ungir og Samlir lagt hönd að verki, þá cr rinungur skemmtileg athöjn og þá verða viðbrigði skepnunnar ekki kdfinnanleg er hún missir reyjið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.