Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Kanínur heftar í Mosó ViEtar kanínur eru orðn- ar að svo miklu vandamáli að bæjarstjórn Mosfells- bæjar samþykkti að kannað verði með aðgerðir til að hefta útbreiðslu kanína í bæjarfélaginu. Þá ætlar Mosfellsbær að taka upp viðræður við önnur sveitar- félög á höfuðborgarsvæð- inu um samræmdar að- gerðir til þess að stemma stigu við uppgangi minks, refs og vargfugls. Ræða offitu í Svíþjóð Norðurlandaráð heldur sína árlegu septemberfundi í Karlstad í Svíþjóð þessa dagana. Fyrir hönd íslands mæta þau Jónína Bjart- marz, Rannveig Guð- mundsdóttir, Drífa Hjartar- dóttir, Ásta R. Jóhannes- dóttir, Steingrímur J. Sig- fússon, Sigurður Kári Krist- jánsson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Meðal annars verður rædd óhollusta og offita Norðurlandabúa, verndun Eystrasaltsins og aðgerðir gegn skipulögðum flutningi á ólöglegu vinnu- afli frá Eystrasaitslöndun- um. Selfyssingurinn Gregg Thomas Batson má tína söl í Eyrarbakkafjöru. Þetta ákvað umhverfisráð Ár- borgar á fundi sínum á mánudag. „Nefndin sér ekki annmarka á sölvatekju í fjörunni út frá umhverfis- sjónarmiðum, enda verði tekið tillit til hefða sem skapast hafa á svæðinu um að almenningur geti farið til sölvatekju í fjörunni," sagði einhuga umhverfis- nefnd um málið. Skjár einn hefur hafiö sýningar á íslensku útgáfunni af Bachelor. Magnús Ragn- arsson sjónvarpsstjóri hefur áhyggjur af að upplýsingar um gang mála geti lekið út þar sem framleiðslufyrirtæki þáttanna er í eigu helsta samkeppnisaðilans, 365. 40 milljóna sekt fyrir aö kjafta frá í Bachelor Þátttakendur í íslenska sjónvarpsþættinum Bachelor sem hóf göngu sína á Skjá einum í gærkvöldi hafa skrifað undir samning þess efnis að þeir verði sektaðir um 40 milljónir króna kjafti þeir frá innihaldi þáttanna. „Já, ég hef heyrt af þessu en get ekki staðfest þar sem ég er ekki með pappírana fyrir framan mig,“ segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á Skjá einum. „Saga Film framleiðir þættina fyrir okkur og þeir gera þessa samninga við fólkið sem tekur þátt," segir sjónvarpsstjórinn. Fyrstu fjórir þættirnir af Bachelor fjalla um leitina að piparsveininum og stúlkunum sem eiga að girnast hann. Að því loknu hefst hinn raun- verulegi Bachelor og skiptir augljós- lega miklu að ekkert leki út um hvernig gangi. Getur það reynst erfitt þar sem margir koma við sögu og þættimir teknir upp fyrirfram. Óheppileg staða „Við emm reyndar í mjög óheppilegri stöðu eftir að sam- keppnisaðili okkar keypti Saga Film. Svo óheppilegri að jafna má við að Skjár einn væri að framleiða Idol fyr- ir Stöð 2," segir Magnús sjónvarps- stjóri. „Því hef ég sent 365 samsteyp- unni erindi þess efnis og gert kröfu um að ef eitthvað leki út um gang ,Þvf hefég sent 365 samsteypunni eríndi þess efnis og gert kröfu um að efeitt- hvað leki útumgang mála íþáttunum frá þeim sem vinna að gerð þeirraverði allur framleiðslukostnað- urinn endurgreiddur, mála í þáttunum frá þeim sem vinna að gerð þeirra verði allur fram- leiðslukostnaðurinn endurgreiddur. Ég hef hins vegar ekki fengið neitt svar frá þeim,“ segir hann. Malar gull Sjónvarpsþátturinn Bachelor hefur farið sigurför um ailan heim og margar þjóðir tekið upp eigin út- gáfu af þættinum. Binda stjómend- ur Skjás eins miklar vonir við þáttinn og eiga sér draum um að íslenska út- gáfan verði ekki síður vinsæl en sú upphaf- lega sem þegar hefur malað meira gull í vasa framleið enda en nokkur bjóst við upphafi. Magnus Ragnarsson Sjónvarpsstjári Skjás eins hefur fariö fram á að fram- leiðslukostnaður vegna Bachelors verði endurgreiddur að fullu leki eitthvað út frá starfsfólki Saga Film sem er i eigu helsta samkeppnisaðila Skjás eins. Jon Ingi Hákonarson S tjórnar leitinni að ís- lenska Bachelornum fyrir Skjá einn. Hann má ekki kjafta frá frekaren aðrir. Sakamál aldarinnar Svarthöfði verður að viðurkenna að hann er löngu hættur að skilja upp eða niður í „Stóra Baugsmálinu" sem nú skekur samfélagið, ef hann skildi þá nokkum tímann eitthvað í því. í öll- um venjulegum dómsmáium er ger- andi og þolandi, t.d. bytta sem lemur aðra fyllibyttu í hausinn eða gjaldkeri sem stelur frá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. Þetta mál er miklu snúnara og Svarthöfða sýnist að í fyrsta lagi sé gamall diskóbolti að klaga sjálfan sig fyrir ólöglegt athæfi og í öðm lagi fyrir- tæki sem er kært fyrir að hafa stolið frá sjálfu sér. Mjög sérstakt allt saman. Gamii diskóboltinn úr Hollywood, Jón Gerald Sullenberger, sakar Baug um að hafa sagt sér að falsa einhverjar nótur. Svo er það þetta með snekkjuna sem Svarthöfða skilst af Sullenberger að hinn illi Jón Ásgeir hafi ætlað að mylja undir sig með því að leggja sér- stakan snekkjutoli - 5 kr. - á hvert Bónusbrauð. Ha? Löggan tók ásakanir diskóboltans mjög alvarlega, réðst til inngöngu í kastala illskunnar, Baugsskrifstofuna, og fann samtals 40 glæpi sem hægt var að kæra. Kæran sem kom út úr þessari þriggja ára leiftursókn þótti svo óskilj- Hvernig hefur þú það? „Ég er á fullu að undirbúa liðið mitt fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram.„Ég lofa því að mlnir menn mæta grimmir til leiks þvíþeir ætla sér sigur. Annars erþetta búið að vera strangt tímabil og það verður kærkomið að fá smáfrl eftir leikinn um helgina." anleg að henni var hent út úr héraðs- dómi fyrr í vikunni. Ef sprenglærðir lögfræðingamir þar skilja ekkert í þessu, hvemig á þá fólkið í landinu með 120 kall á mánuði og hor í nös að skilja upp eða niður í þessu? Svarthöfði rembist þó og glápir á fréttimar. Eitt kvöidið sjáum við lög- fræðing Jóns Ásgeirs blása hressilega á þetta allt saman og áhorfendur ganga snarlega í lið með Baugi. Daginn eftír kemur bláeyg lögga, heiðarleikinn uppmálaður, og hrekur allt til baka úr fréttunum daginn áður. Er alveg brjáluð meira að segja út af ruglinu í Ingibjörgu, segir að auðvitað hafi Davíð bak við tjöldin ekkert með þetta að gera. Nú er komin upp svokölluð „pattstaða" og Svart- höfði bíður í ofvæni eftir því hver kemur næstur til að reka hvað niður í kokið á hverjum. Svona gengur öll umræða fyrir sig á fs- landi. Pattstöður koma upp aftur og aftur þar til fólk hættir að nenna að spá í þessu enda málin orðin óskiljan- leg fyrir löngu. Hvað sem öðm h'ður er þetta eitt af sakamálum aldarinnar. Kemst óhikað í flokk með Kennedy-morðinu, Guð- mundi og Geirfinni og Hafskipsmál- inu, sem Svarthöfði skilur ekkert í heldur. Svarthöfði veit bara að aðalkrimminn í því máli er nú í feitum máliim, rík- astur í bænum og á eit- urgrænni grein. Ætti Baugsfólk þá ekki að hlakka til að komast aðeins í fangelsi? Svart- höfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.