Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Lára fékk verðlaun Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir árið 2005 voru afhent í níunda sinn á aðalfundi sambandsins þann 15. september síðast- liðinn. Að þessu sinni var ákveðið að veita Láru Vil- bergsdóttur frá Egilsstöð- um verðlaunin. Lára hefur í alimörg ár verið í forsvari fyrir ýmsar menningar- og listahátíðir á Héraði. Síðastliðin fimm ár hefur Lára skipulagt bæjarhátíðina Orms- teiti sem rækilega hefur slegið í gegn hjá íbúum Fljótsdalshér- aðs. Gísli tengist ekki Aksjón Með frétt af gjaldþroti sjó nvarps stö ð varinnar Aksjón á Akureyri hér í blaðinu birtist mynd af Gísla Gunnlaugssyni, stofhanda stöðvarinnar. Til að forða öllum mis- skilningi skal tekið fram að Gísli og meðeigendur hans seldu Aksjón fyrir nokkrum misserum og tengjast því ekki á neinn hátt gjaldþroti stöðvar- innar. Fótboltamað- ur dæmdur „Ég er bara sáttur við það að þessu máli sé lok- ið,“ segir fótboltamaðurinn Magnús Már Lúðvíksson í Þrótti. Hann var á miðviku- dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til 30 daga skil- orðsbundinnar fangelsis- vistar fyrir að nef- og kjálksabrjóta mann á Skólavörðustíg í júlí í fyrra. Magnús sló manninn tvisvar sinnum í andlitið með krepptum hnefa. Það var Magnúsi til refsimild- unar að hann hafði frum- kvæði að því að sættast við manninn sem hann kýldi og greiddi honum bætur. „Þaö ergottlífið á Sigló/'segir Runólfur Birgisson bæjarstjóri á Siglufirði en viðurkennir þó að menn séu ósáttur við upp- sagnirSímans á staðnum. „Menn vilja bara fá skýringar á þessu því við höldum að það sé fullþörfá þessum starfs- mönn- ____________ Landsíminrt Þessir starfsmenn hafa verið til sóma fyrirSímann og hérskipta flestir við Símann þess vegna. Hér kemur fyrir að vegir verði ófærir dögum saman og þá er nauðsynlegt að hafa menn á staðnum sem kunna til verka. Annars er lífið alveg dásam- legt þó að það sé leiðindaveö- ur núna. Það skiptir engu máli, þá skiptum við bara um ham. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, á að greiða 68 millj- ónir króna í sekt vegna þess að kjúklingafyrirtækið greiddi 35 milljónir króna af staðgreiðslusköttum of seint. Örn Höskuldsson, lögmaður Ólafs, vonar að Alþingi samþykki í tæka tíð fyrirliggjandi lagafrumvarp sem milda mundi refsingu Ólafs þegar máli hans verður vísað til Hæstaréttar. Vonar ao Alpingi slai á 68 milljána sekt „Þingmönnum blöskraði að all- ir séu jafnt und- ir þetta settir." „Það er langlíklegast að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstarétt- ar," segir örn Höskuldsson hæstaréttarlögmaður um 68 millj- óna króna sekt sem Ólafur Jón Guðjónsson á að greiða sam- kvæmt dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Ólafur Jón var framkvæmdastjóri og einn eigenda kjúklingafyrirtækis- ins Móa sem lengi barðist í bökkum og fór loks á hausinn. Skattrannsóknarstjóri ríkisins tók skattskil Móa til skoðunar í ársbyrj- un 2004. Fjórum mánuðum áður hafði fyrirtækið verið tekið til gjald- þrotaskipta. Eftir rannsóknina kærði skatt- rannsóknarstjóri bæði Ólaf Jón Guð- jónsson framkvæmdastjóra og Krist- inn Gylfa Jónsson, stjómarformann Móa, til Ríkislögreglustjóra fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu- sköttum starfsmanna á tilsettum tíma. Stjórnarformaður slapp Að lokinni rannsókn Ríldslög- reglustjóra var síðan gefin út ákæra á hendur Ólafi fýrir að hafa ekki staðið skil á tæplega 36 miUjónum króna af staðgreiðslusköttum starfs- manna á árinu 2002. Var ákært þrátt fyrir að greiðslurnar hefðu verið inntar af hendi áður en ákæran var gefin út. Dráttur á þessum skatt- greiðslum mun lengi hafa tíðkast hjá Móum sem iðulega nýtti inneign sína í virðisaukaskatti til að standa skil á staðgreiðslusköttunum. Engin ákæra var gefin út á hend- ur Kristni stjómarformanni enda hafði Ólafur Jón sagst við yfirheyrsl- ur hafa annast daglegan rekstur. Fyrir dómi sögðu þó bæði Ólafur Jón og Friðgeir S. Kristinsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Móa, að það hafi fremur verið Kristinn en Ólafur sem hafði afskipti af fjármálum fýr- irtækisins. Þingmönnum blöskraði öm segir dóminn yfir Ólafi Jóni vera afar harðan. Lög frá árinu 1995 em hins vegar ósveigjanleg hvað varðar of sein skil á vörslusköttum til rfldssjóðs: Hafi menn skilað skött- um of seint - eða einfaldlega alls ekki skilað þeim - skulu þeir að lágmarki greiða sekt sem svar- ar til helmings þeirr- ar upphæðar sem ekki barst á réttum tíma. Þykir í meira lagi ósanngjamt að setja alla undir sama hatt í þessum efnum og lögðu þingmenn allra floldca fram fmmvarp síðasta haust til að afnema þetta ákvæði um lágmarkssektina. Frumvarpið hefur enn ekki verið afgreitt en mun vera langt komið í meðfömm Al- þingis. „Þingmönnum blöskraði að allir séu jafnt undir þetta settir hvort sem þeir em eins og Ólafur sem hafði í raun ekkert með íjármálin að gera og starfaði hjá fyrirtæki þar sem allar skattskila- greinar vom rétt gerðar eða em hreinlega skjalafalsarar sem skila hvorki bókhaldi né skilagreinum. Þetta er ekki beint hvetjandi fyrir menn að skila inn sköttum séu þeir orðnir af seinir á annað borð," segir Öm og bendir á að fjölmörg mál eins og Ólafs Jóns hafi komið til kasta dómstóla. Kapphlaup við tímann Ólafur Jón er þegar orðinn gjald- þrota vegna persónulegra ábyrgða sem hann var í vegna Móa. Öm seg- ir skjólstæðing sinn því alls engan Starfsfólkið Móar I drógu staðgreiðslu af —I j starfsfólkinu en skil- j I uðu peningunum of \ | seint i ríkissjóð. SMITvORrl ÖU OVUfKOMANOI UMftHO STRANGLEGA BÖNNUO örn Höskuldsson Hart að setja ÓlafJón undir sama hatt og skjalafals- ara og þá sem ekki standa skil á bókhaldi, segir lögmaður hans. ■ |l Móar Kjúklingafyrirtækið reyndist banabiti bæði framkvæmdastjór- ans og stjórnarformannsins sem urðu persánulega gjaldþrota þegar Móar fóru á hausinn. HiSllK borgunarmann fyrir 68 milljóna króna sektinni. Borgi Ólafur Jón hins vegar ekki sektina inan fjögurra vikna bíður hans tólf mánaða fangelsi. Fjórar vikur em einmitt fresturinn sem Ólafur Jón hef- ur til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Samþykki al- ' • þingismenn nýja fmmvarpið áður en dómur fellur í Hæsta- rétti gæti Ólafúr Jón sloppið mun betur en nú horfir: „Ef breytingamar ná fram að ganga áður en dómur fellur skal dæma eftir nýju lögunum,“ segir örn Höskuldsson. gar@dv.is I Kristinn Gylfi Jónsson Stjórnar- formaðurinn var kærður afskatt- rannsóknarstjóra en Rlkislogreglu- I stjóri lét nægja að ákæra ólafJón Guðjónsson framkvæmdastjóra fynr | vanskil á skattgreiðslum. Aron Pálmi fékk að flýja fellibylinn Rítu Betur fór en á horfðist hjá Ar- oni Pálma Ágústssyni í gær. Um tíma leit út fyrir að hann fengi ekki að yfirgefa heimili sitt í Beaumant í Texas þrátt fyrir að fellibylurinn Ríta stefndi á bæinn. Stuðningsnefnd Arons Pálma, RJF-hópurinn svokallaði, aðstoð- aði hann í baráttu sinni fyrir að flýja bæinn og sendi erindi til ut- anríkisráðuneytisins og sendiráðs íslands í Washington sem brugð- ust skjótt við. Atburðarásin var æsileg í gær. íslenska sendiráðinu í Was- hington tókst að endingu að út- vega formlegt brottfararleyfi fyrir Aron. Þrátt fyrir að um neyðar- brottflutning íbúa væri að ræða þurfti hann engu að síður að greiða rútufargjald. Aron var með öllu peningalaus þannig að sendi- ráð íslands greiddi fyrir hann rútumiða til Austin í Texas með VISA-korti sínu. Aron gekk þá um fimm kíló- metra leið að næstu rútustöð. Er það lengsta ganga hans í fleiri ár. Upphaf frelsisins. Rútuferðin til Austin tekur venjulega um fimm til sex tíma. Vegna umferðaröng- þveitis og skelfingarástands á þjóðvegum tók hún mun lengri tíma. í Austin mun Aron hitta fjöl- skyldu sína en hún fór þangað í fyrradag. Skildi hann einan eftir þar sem tilskilin leyfi höfðu ekki verið veitt. Hann mun láta sendi- ráð íslands vita um leið og hann er kominn til Austin. Einar S. Einarsson, forsvars- maður RJF-hópsins sem hefur hjálpað Aroni, bendir á að þrátt fyrir þetta skammvinna frelsi Ar- ons beri hann ennþá GPS-stað- setningartæki um ökkla sér. Taki hann það af sér á hann á hættu að verða fangelsaður á nýjan leik þegar storminum lýkur. Vonir eru bundnar við að þetta marki upp- haf endanlegs frelsis Arons og hann fái í kjölfarið að snúa heim til íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.