Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 21
DV Heimilið FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 2 7 Mygla í mat Ef matvaran er mygluð er besta ráðið að henda henni því mygla get- ur valdið slæmri matareitrun. En það er ekki allur matur ónýtur þó svo að í honum leynist einn og einn myglublettur. Ostur getur vel verið ætur eftir að myglublettimir hafa verið fjarlægðir. Sama má segja um ber í pökkum sem maður kaupir í búðinni. Stundum myndast myglu- gróður í kassanum þrátt fyrir að berin h'ti vel út og þau eru í lagi ef þau snerta ekki mygluna. Það þarf samt að þvo þau vandlega áður en þau eru borðuð. Passa þarf upp á áhöldin sem not- uð eru til að fjarlægja myglu. Þau þarf að þvo vel og vandlega og best er að meðhöndla þau eins og áhöld sem notuð eru til að skera hráan kjúkling. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Ö BETUSAN Muskugræn glerskái Hönnuð af Sigrúnu Ölöfu Einarsdóttur í Bergvík. Sigrún sem fædd er árið 1952 hefur tekið þátt í fjölda sýninga og fengið ótal styrki og verðlaun fyrir verk sín. Gler í Bergvík var stofnað árið 1982 og er vinnu- stofan staðsett að Víkurgrund 10, Kjalarnesi, rúmlega 25 kílómetra norður af Reykjavík Mjög svo sérstakar Ijósakrónur eftir Dögg Guðmundsdóttur Dögg Guðmundsóttir er iðnhönnuður og stund- aði nám 1992-1996 við Istituto Europeo di Design í Mílanó og síðan í Danmarks Designskoli í Kaupmannahöfn árin 1996-1998. Dögg hefur tekið þátt í mörgum sýningum erlendis og nokkrum hönnunarkeppnum. Hún hefur hann- að marga lampa sem má fjöldaframleiða sem og lampa sem flokkast undir að vera listaverk. Stingray-stóllinn sem gerður er úr hvítu plasti er hannaður af danska hönnuðinum Thomas Pedersen. Undir honum eru ruggufætur úr málmi og hann er hér skreyttur með skinni. Stingray er lýst sem hátískuhús- gagni sem sé framtíðartúlkun á hinum klassíska ruggustól. Inn- blástur stólsins kemur frá kræk- lingaskeljum og notast er við það form í gerð hans. Desertskálar, gaman að blanda saman litum Tværsaman á 1200 krónur. Louise Campbell er ungur dansk- ur húsgagnahönnuður sem tekið hefur þátt í fjölmörgum hús- gagnasýningum auk þess sem hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir hönnun sína. I Epal er frumsýndur nýr sófi eftir Louise Campell sem ekki hefur verið sýndur opinberlega áður en hann er í laginu eins og vegasalt. Þar fyrir utan er þar að finna óvenjulegan stól sem Louise sendi inn í samkeppni um stól sem ætl- aður var krónprinsi Dana. Stóllinn er með leiserskornu mynstri sem minnir mjög á útklippta pappírsdúka. Stóllinn er bæði til hvítur og svartur, en verður þó aðeins sýndur hvítur að þessu sinni. Þess má geta að Campbell var kosin besti hön- uður ársins af Bo Bedre. Litskrúðugir munir fyrir heimiiið Það er alltaf gaman aö eiga fallegar vörur og í Duka í Kringlunni er úrvalið víst nóg hvort sem um ræðir nauðsynleg eldhúsáhöld eða skrautmuni. Blár og silfrað- ur kokteil- hristari 3500 krónur. Glervasi í bláu og grænu 9900 krónur. Kaffikanna í hressilegum lit 2900 krónur. Jamie Oliver mortél, nauðsynlegt á hvert heimili 5500 krónur. 6. Það getur verið lunkið að kaupa sér gler- flösku með stútoggeyma ólífuolíuna í henni í stað glerflöskunnar. Hreinlegra og fallegra. 7. Fyrir nýjungagjarna getur verið snið- ugt að breyta gamalli ferðatösku í koll með því að bæta á hana fótum. Einnig er hægt að notað kollinn sem geymslu- pláss. Meira um matarsóda 7. Matarsódi getur verið frábært skinn- hreinsiefni. Hægt er að blanda honum við hreinsikrem eða mulið haframjöl og það hreinsar vel dauðar húðfrum- ur. 2. Matarsódi sem blandað er við maís- sterkju er frábært náttúrulegt efni sem kemur í stað barnapúðurs. 3. Matarsódi er góður lyktareyðir. Hægt er að setja slatta ísmápoka eða í bolla og skilja eftirí skápum og skúff- um. 4. Gott er að þvo hendur með matar- sóda þegar búið er að skera niður hvít- lauk eða lauk til að losna við lyktina. 5. Gott er að blanda saman matar- sóda og vatni og bera á bólusýkt svæði i andliti. 6. Til að gera krítartöflur eins og nýjar er gott að búa til deig úr matarsóda og vatni og hreinsa töfluna. 7.1 flestum tilvikum er deig úr vatni og matarsóda frábært efni til að hréinsa vaxliti, pennaför og fleira afveggjum. Bletturinn er nuddaður þar til hanner horfinn. 8. Matarsódi er oft notaður til að hreinsa silfur. Hlutirnir eru settir í Vaskur úr ryðfríu I stáli Gott eraðþrifa hann með matar- sóda og sjampói. grunna pönnu með vatni og matar- sóda er dreiftyfir og silfrið er nuddað með mjúkum klúti. 9. Efvaskurinn þinn er úrryðfríu stáli þá ergott að þrífa hann með blöndu afhársápu og matarsóda. Ij f y ( {' Í£j[ij j/ fjjjjf' X Blettir eftir svitalyktareyði undir handleggjum á skyrtum eru leiðin- legir. Hellið hvítvfnsediki á blettinn og látið standa í um 30 mínútur. Skellið flíkinni I þvottavél á hæsta hita sem hún þolir. Til þess að komast hjá blettunum er best að bíða þar til svitalykt- areyðirinn þornar áðuren farið er í skyrt- una. Hvít skyrta Blettir eftir svitalyktareyði eru leiðinlegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.