Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Síða 39
DV Síöast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 39
Fyrirtækið Baugur hefur verið
mikið í fréttunum undanfarnar vik-
ur og mánuði. Það hefur verið kært
fyrir allt milli himins og jarðar, þessi
á að hafa stolið milljónum og hinn á
að hafa keypt sér kafflbolla og ein-
hver á að hafa falsað skýrslur og
annar að hafa svikið undan skatti.
Allt frekar venjulegar viðskiptaákær-
ur en svo var öUu pakkað saman og
hætt við að ákæra, bara vegna þess
að það var ekki nógu vel orðað.
Pælið í því: Orðað. Eins og það að
orða hluti sé einhver ástæða tU að
orða hluti ekki svo vel að fólk skilji
merkingu ekki. Ef þið fattið mig. Hið
raunverulega hneyksli hefur hins
vegar ekki verið nefnt einu nafni.
Hvorki í fréttum, greinum, umfjöll-
un né í nokkurri umræðu hefur það
komið fram að forstjóri Baugs er ...
ja, takið vel eftir ... hann er SONUR
JÓHANNESAR!!! Erþað tUvUjun!!!!!!
Sumir eru synir sumra
Er það tilvUjun að SONURINN
skyldi verða ráðinn forstjóri? Ég var
ekki nema sautján ára gamaU þegar
ég var ráðinn sem kerrusafnari í
Bónus og viti menn, á sama tíma var
ráðinn ungur maður (hann var þá
ekki nema 27 ára gamaU) til þess að
starfa mér við hlið. Við söfnuðum
saman kerrum á bflastæðinu og
röðuðum í röð. Það hljómar kannski
ekki flókið en margir síðri menn
hafa raglast og gefist upp á því að
raða kerram. Það er nefnflega hægt
að gera hræðUeg mistök eins og: 1.
ýta kerranum á bfla og skemma
þannig lakkið á þeim. 2. ýta kerran-
um á fólk og fótbrjóta eldra fólk með
viðkvæm bein. 3. ýta kerrunum á
vörur í versluninni og skemma
þannig fyrir sölunni. 4. raða kerran-
um aftur á bak þannig að það sé ekki
hægt að ná þeim í sundur. Og 5. setj-
ast í kerra eins og barn og festa fæt-
urna. Ég viðurkenni fuslega að ég
gerði öll þessi mistök, ítrekað, en
það gerði SONURINN sjálfur líka.
Hann var ekkert skárri en ég. En
þegar það losnaði staða pappa-
kassaopnara (sem er draumur allra
kerraraðara), hver ætli að hafi hlotið
hnossið ... hver annar en SONUR
JÓHANNESAR!!!
Þorsteinn Guðmundsson
Viö kerrurnar i Bónus.
SONURINN var fljótur að
vinna sig upp úr þeim.
Þorsteinn
Guðmundsson
er óspilltur á
líkama og sál.
Síðast en ekki síst
Sumir fá allt upp í hendurnar
Þannig að á meðan ég stritaði við
að raða kerram ár eftir ár, mánuð
eftir mánuð, sekúndu eftir sekúndu,
jól eftir jól horfði ég upp á SONINN
opna pappakassa, inni í hlýjunni. Ég
man eftir sorglegu atviki. Ég hafði þá
eitthvað raglast og gleymt því að
maður má aldrei setjast í innkaupa-
kerra eins og barn vegna þess að
fuflorðið fólk festir fæturna og
kemst ekki upp aftur. Þetta var á
Þorláksmessu, það var mikill snjór
og ég sat fastur í innkaupakerra úti á
bflastæði. Fólk keyrði fram hjá mér
og flautaði, ungar stúlkur Jilógu að
mér og reiðar mæður hræktu á mig
og kölluðu mig kerraperra. Mér var
kalt, ég var með standpínu og haus-
verk. Kemur þá ekki sjálfur herra
Pappakassaopnari gangandi... sjálf-
ur SONURINN. Og hver var ekki
með honum nema sjálfur FAÐIR-
INN? Hann hefur sjálfsagt verið að
fara með hann til þess að kaupa
handa honum jólaglaðning í Bónus.
En eins og allir vita þá er FAÐIRINN
þekktur fyrir samkennd og mannúð.
Hann bendir á mig og segir: „Sjáðu
þennan kerraraðara SONUR. Hann
hefur komið sér í vandræði." Og
hverju svarar þá sonurinn: „Já, ég
Vann með honum einu sinni en ég
vil helst ekki hjálpa honum vegna
þess að pappakassaopnarar og
kerraraðarar tala ekki saman." Og
svo gengu feðgarnir inn í búðina og
skildu mig grátandi eftir. Þetta gat
ég aldrei fyrirgefið.
Sumir komast upp með allt
Fimmtán áram seinna var SON-
URINN orðinn forstjóri og hvar var
ég, ég var þá nýbyrjaður sem pappa-
kassaopnari og gekk ekki vel. Það
kom í ljós að ég hef lítið formskyn og
á erfitt með að átta mig á hvaða hlið-
ar era hliðar á pappakassa (pappa-
kassi lítur svo svipað út frá öllum
hliðum). En SONURINN var í góð-
um málum. Það var enginn sem
hrækti á hann eða kallaði hann
pappakassabjána. Mér er meira að
segja sagt að hann hafi ekld þurft að
ganga með plastpoka á höfðinu
þegar hann vann í kjöthakkinu
(hann vildi ekki skemma hárgreiðsl-
una sem er rándýr greiðsla frá 1985).
Þannig að það kom mér ekki á óvart
að hann skyldi vera kærður fyrir að
stela milljónum og kaffibolla. Það
hlýtur að skemma fólk að fá svona
allt upp í hendumar. Ég þakka bara
guði fyrir að vera enn í pappaköss-
unum vegna þess að það hefur eng-
inn hjálpað mér með starfsframann,
ég er algjörlega óspilltur á lflcama og
sál. Og ef ég fengi starf í kjöthakkinu
þá myndi ég ganga með plastpoka.
Ég er að verða sköllóttur hvort sem
er.
Kalt. Kalt. Núll til fimm stig (
dag og áfram. Það snjóar
fyrir norðan um helgina.
Sunnlendingar
sleppa við
það en
verður
engu að
sfður
kalt á
höndum.
Kaupmannahöfn 78 París 23 Alicante 27
Ósló 75 Berlln 21 Mílanó 23
Stokkhólmur 23 Frankfurt 20 New York 29
Helsinki 16 Madrid 28 San Francisco 19
London 19 Barcelona 23 Orlando/Flórida 32
Sólmundur Hólm
• DV heyrir að
Mannlíf Reynis
Traustasonar muni
birta í næsta tölu-
blaði sínu ítarlega
nærmynd og úttekt
á störfum Haraldar
Johannessen ríkis-
lögreglustjóra. Öll spjót standa nú
á Haraldi eftir að ákærum í Baugs-
máli var vísað frá í
Héraðsdómi en víst
er að Mannlíf, sem
hefur unnið að
þessari grein lengi,
mun kafa dýpra í
fortíð lögreglustjór-
ans. Haraldur hefur
verið gríðarlega um-
deildur í starfi og ljóst er að Mann-
Iífsúttektin muni ekki lægja þær
öldur...
• Amaldur Indriða-
son hefur nú lokið
við næsta reyfara
sinn og er hann til-
búinn til prentunar.
Eina sem stendur í
vegi fyrir því að
Edda sendi skrifin
upp í prentsmiðjuna Odda er að
illa gengur að finna titil á bókina...
• Félagarnir Þor-
steinn Joð og Guðni
Bergsson hafa dval-
ið í Englandi að
undanförnu -
sveittir við að ganga
frá bók sem Þor-
steinn er að rita um
feril Guðna. Þar verður sagt af
uppgjörinu við landsliðið en nú er
verið að fá
komment frá stór-
stjörnum um Guðna
og taka myndir frá
söguslóðum. Þor-
steinn gerði nýverið
athygisverða heim-
ildarmynd þar sem
fjallað er um kjör
aldraðra. Nú er sjónum sem sagt
beint að kjöram fótboltamanna
sem lfldega era ekki eins aum...
• Stuðmanna-
myndin I'takt við
tímann og Strákarn-
ir okkar eftir Róbert
Douglas keppa um
hvor myndin verður
framlag íslendinga
til Óskarsverðlaun-
anna. Verður kosið um það meðal
akademíu kvikmyndamanna. Kem-
ur þetta val nokkuð á óvart sé litið
til þess að Dís Silju
Hauksdóttur og
Gargandi snilld Ara
Ergis Magnússonar
hafa verið tilnefnd-
ar til kvikmynda-
verðlauna Norður-
landaráðs. Svo virð-
ist sem jafnaðarmennskan sé alls-
ráðandi í heimi hinna íslensku
kvikmynda...
• Hljómsveitin Dr. Spock spilar
fyrir fanga á Litla-Hrauni í dag eins
og fram kemur í Fókus í dag. önn-
ur hljómsveit hafði þó hugsað sér
að spila með þeim á Hrauninu en
það er hljómsveitin Hoffmann.
Þeir fengu þó
ekki leyfi til þess
að spila með
Doktornum í
fangelsinu. Ein-
hverjir héldu að
Hoffmann hefði
á sér slæmt orð
og marga dæmda einstaklinga inn-
anborðs og fengju þar af leiðandi
ekki að spila. Það er þó ekki raunin
heldur er einungis leyfður viss
fjöldi gesta í fangelsinu í einu...