Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2005, Page 40
JT1 y ^ t t íl 3 J CO Í! Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^wfnleyndar er gætt. QjQ Q Q <Q Q SKAFTAHUÐ24,10SREYKJAVÍK [ST0FNAÐ1910] SÍMIS50S000 5 690710'íI1117 • Forsvarsmönnum * Herra íslands keppninnar er vandi á höndum. Hingað til hefur fallegasti karlinn verið krýndur af fallegustu stúlk- unni, sjálfri Ungfrú ísland. Unn- ur Bima VUhjálmsdóttir sem nú ber þann titil verður hins vegar ekki á landinu þegar keppnin fer fram, þann 24. nóvember. Ekki nóg með það heldur verða Ing- unn Sigurpálsdóttir og Margrét Elísa Harðardóttir sem voru í öðru og þriðja sæti einnig í út- löndum. Allt lítur því út fyrir að Herra ísland 2004, Páll Júlíus Kristinsson, verði að ganga í það kvenlega starf að sjá um krýn- ingu arftaka síns. Margir bíða spenntir að sjá hvernig þetta fer fram, hvort Páll kyssi arftaka sinn til hamingju að sið feg- urðardrottninga eða láti sér nægja karlmannlegt handtak... Það logarallthjá RÚV! $ Kastljós, Op og Mósaík brædd saman Páll blæs í herlúðra „Vinnutitillinn er Opið hús. Ann- ars var bara verið að ráða mig. Við eigum eftir að setjast yfir þetta og ákveða hvað við viljum gera,“ segir Logi Bergmann Eiðsson. I gær var til- kynnt á fundi í Efstaleitinu að til stæði að leggja Kastljósið niður sem og unglinga- þáttinn Ópið og menn- þeim efnivið stendur svo til að smíða einn stóran magasínþátt sem Logi stýrir. Þátturinn verður á dagskrá Rfldssjónvarpsins frá klukkan 19.40 til 20.40. Opið hús hjá Páli Logi fer fyrir hópi reyndra sjónvarpsmanna í nýjum magasínþætti sem lítur dagsins Ijós 10.október. „Já, mánudaga til fimmtudaga. Föstudagurinn verður svo einfaldari og sunnudagurinn verður svipaður og verið hefur," segir Logi. Hann er afar spenntur að takast á við þetta verkefni en til stendur að þátturinn líti dagsins ljós 10. október. Því er ekki mikill tími til stefnu en gríðarleg stemn- ing er innan stofnunarinn- ar vegna verkefnisins að sögn Loga. í hópnum verða Kristján Kristjáns- son, Sigmar Guðmunds- son og Eyrún Magnús- dóttir úr Kastljósinu, Ragnhildur Steinunn og Þóra Tómasdóttir úr Óp- inu og Jónatan Garðars- son sem hefur haft umsjá með Mósaflc. Pródúsentar verða þeir Egill Eðvarðsson og Arnar Þórisson. Ljóst má vera að Páll Magnússon nýr sjónvarpsstjóri ætlar að blása í herlúðra. Logi segir að mikið verði lagt í þáttinn. „Þarna á að vera pláss fyrir allt mögulegt: Menningu, pólitík, tónlist, gaman- mál... bara allt sem þér dettur í hug. Þátturinn á að koma á óvart á hverj- um degi. Og heilmikið af flinku fólki fær góðan tíma í að vanda til verks- ins." Logi Bergmann þekkir vel til slíkrar vinnu frá því að hann var í magasínþættinum Dagsljósinu fyrir margt löngu. Hann segist síður en svo skammast sín fýrir að hafa tekið þátt í því. „Gott er að geta litið til þeirrar reynslu og metið hvað var að virka þar og hvað ekki.“ Aðspurður hvort þetta þýði ekki að hann sé kominn í bullandi sam- keppni við konu sína Svanhildi Hólm, sem starfar hjá samkeppnis- aðilanum 365 við hliðstæða dag- skrárgerð, segir Logi: „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því fremur en áður."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.