Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlið 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Margt er það, sem ég veit ek Þegar ég kom til landsins I fyrra- kvöld, las ég, að háskólakennar- inn Þorfinnur Ómarsson segi alla hafa fyrir löngu vitað um náið samband Styrmis Gunnarssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins, og Jón- Inu Benediktsdóttur, baráttu- konu gegn Baugi. Sjálfur kom ég affjöllum, unztölvupóstur milli þeirra varð að fréttaefni hér I blaðinu. Svona get ég ver- ið utangátta, þótt það sé at- vinna mín að fýlgjast með frétt- um. Úti I bæ er hins vegar fullt af fólki, sem kann enga blaða- mennsku, en veit samt um lyk- ilatriði I framvindu mikilvægra mála I þjóðfélaginu. Þetta varðar málið Auðvitað varðar það Baugsmál- ið, að ritstjóri Morgunblaðsins og baráttukonan gegn Baugi hafi verið (nánu sambandi. Það getur skýrt, hvers vegna Styrm- ir Gunnarsson hefur beitt sér persónulega af afli I málinu. Frásögn Morgunblaðs- ins I fyrradag af fundi hans með blaöamönnum segir svart á hvltu, aö f sumum málum tekur hann að sér fréttastjórn og heldur öllum þráðum blaðs- ins I eigin hendi. Þar á meöal I þessu margrædda Baugsmáli. Svo er það auðvitað mál blaða- manna og aðstandenda Morg- unblaðsins, hvort þeir sætta sig við þetta. En þeir geta ekki sagt, að Styrmir standi utan við málið. Handstýrðér Öorgunblaðið er ekki hefð- bundinn miðill, heldur stofnun borðviöþjóö- kirkjuna. Þar er biskup, sem ákveður, aö ekki sé sagt frá mikilvægum fréttum á borö hótanir Daviðs I garð umboðs- manns Alþingis. Þar er biskup, sem ákveður I smæstu atriðum, hvernig fjallað er um lykilfréttir á borð við Baugsmál og samráð oliufélaga. Það kom fram á fundi hans með starfsfólki rit- stjórnar. Svo kom (Ijós I frétt f DV, að hann hefur náinna per- sónuhagsmuna að gæta, sem Þorfinnar f þjóðfélaginu hafa vitað um, en haldið leyndu, af þvf að þaö er ekki til siðs aö fjalla um einkamál. Þvf þarf þjóðin DV. Jónas Kristjánsson Elclci verðurþess vart innan lands eða utan, að samtölc blaðamanna mótmœli meðferð Yalioo á Sji Tao eða lýsi áhyggjum yfir því, að blaðamenn séu að breytast í blaðurfulltrúa. Ritskoðuð fjölmiðlun eykst Kínverski blaðamaðurinn Sji Tao var nýlega dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að birta nýjar ritskoðunar- reglur stjórnvalda á vefnum. Það var netrisinn Yahoo, sem veitti kínverskum yfirvöldum upplýsingar, svo að hægt væri að handtaka manninn. Yahoo er í vasan- um á harðstjórninni í Kína. Google er annar netrisi, sem hefur samið við glæpalýðinn, sem stjórnar Kína um að sía út óþægilegar upplýsingar. Enn einn netrisinn er Microsoft, sem hefur látið sía út vond orð á borð við „lýðræði", „frelsi" og „mannréttindi". Stjórnvöld í Kína vilja ekki, að kínverskir notendur sjái blótsyrði. Yahoo, Google og Microsoft verða sí- fellt fyrirferðarmeiri fjölmiðlar í heirnin- um. Yahoo er meira að segja byrjað að ráða blaðamenn. Með þessum netfýrir- tækjum hefur spilling í fjölmiðlum vaxið, því að þau líta svo á, að vinsamleg sam- búð við harðstjóra og auglýsendur sé mikilvægari en siðferði. Sameiginlega hefur Yahoo, Google og Microsoft tekizt að loka hlutum veraldarvefsins fyr- ir Kínverjum. Hið eftirsótta frelsi, sem átti að fýlgja netinu og blogginu, hefur ekki rætzt í Kína, þótt það hafi haft jákvæð lýðræðisá- hrif í Úkraínu, Georgíu, Kirgistan, Líbanon, Argent- ínu og Bólivíu. Forveri risanna þriggja var Rupert Murdoch, sem samdi árið 1993 við Kína um aðgang að sjónvarps- markaði gegn því að passa upp á pólitíldna. Ári síðar tók hann BBC út af rásinni til að móðga ekki stjórnvöld. Árið 1997 lét hann hætta við að gefa út sjálfsævisögu Chris Patten, landstjóra Hong Kong. Fleiri aðilar en Kína reyna að beita fjöl- miðla þrýstingi. Til dæmis hafa Morgan Rupert Murdoch samdi árið 1993 við Kína um aögang að sjónvarps- markaði gegn því að passa upp á pólitíkina. Stanley og BP, tóbaksrisar, flugfélög og bílaframleið- endur tilkynnt, að taka verði út auglýsingar þeirra í tölu- blöðum, sem hafa efni, er þessum aðilum fellur ekki í geð. Þetta er bein ritskoðun eins og hjá Murdoch. Óbein afleiðing þessara breytinga er, að fleiri blaða- menn snúast eins og skopp- arakringlur umhverfis valda- mikla aðila í auglýsingum og pólitík. Þeir reyna að breiða yfir eymd sína með því að gagnrýna aðra blaðamenn fyrir grófa blaðamennsku, nafn- og myndbirtingar og fyrir brot á úreltum siðaregl- um. Ekki verður þess vart innan lands eða utan, að samtök blaðamanna mótmæli meðferð Yahoo á Sji Tao eða lýsi áhyggj- um yfir því, að blaðamenn séu að breyt- ast í blaðurfulltrúa. einstaklingar sem Morgunblaðið gæti hjálpað 2. Yrsufellsmæðgmin Tony og mamma hans eiga verulega bágt. 5. Ernar Már Knstjánsson Langt leiddur offltusjúklingur á biðlista sem er enn lengri. Manngæska Styrmis leiddi hann inn i Baugsmalið 6. Ruth Reginalds Þarf að komast í upphaflegt form. 3. Regína L. Rist Heilbrigðisráðherra lætur henda henni út af Landakoti um hverja helgi. 1. Kattakonan Berst fyrir for- ræði yfir börn um sínum og dýrum. 4. Jóhanna VUhjálmsdóttir Lifir á tíu þúsund krónum á mánuði. TÓBAKIÐ DREPUR. Þess vegna hætta menn að reykja. Einfaldlega vegna þess að flestir vilja lifa lengur og eiga kost á ævikvöldi með sínum nánustu. Sumir tregðast við undir því yfirskini að ekkert líf sé eftir fimmtugt. Þeir vita ekki sem er að lfflð byrjar um fertugt. Fyrst og fremst barAttan gegn tóbakinu hefur gengið vel. Sést best þessa haustdaga þegar fólk hímir í kulda og trekki fyrir utan vinnustaði og sogar að sér eitrið. Fómarlömb ómerkilegrar fíknar. Flestir vinnustaðir orðnir reyklausir og röðin komin að veitingahúsunum. Tó- bakið hefur tapað. DV ER EINN af þessum vinnustöðum sem hefur verið á efflr í þróuninni hvað þetta varðar. Fyrst nú em starfs- menn þar að hætta að reykja; fimm árum á eftir öðrum og venjulegri vinnustöðum. Baráttan hófst 11. sept- ember; á degi sem aldrei gleymist. Átta manns strengdu þess heit að hætta að reykja. ÞAÐ GEKKILLA. Mikael Torfason rit- stjóri gafst upp eftir hálfan annan dag. Var þá nær búinn að kyrkja nýliða á ritstjóminni. Bergljót Davíðsdóttir dugði í fjórar klukkustundir en þá var hún farin að gráta. Jakob Bjamar Grét- arsson hangir reyndar enn inni með aðstoð geðveikilyfsins Zyban, tyggj- andi nikótíntyggjó með nfkótínstaut í munni. Litlum sögum fer af öðrum. FRÁHVARFSEINKENNI stórreykinga- manna em gríðarleg þegar þeir loks hætta að reykja. Lýsa mætti því sem al- varlegu þunglyndi með tilheyrandi áhugaleysi um flest það sem aðra gleð- ur. Á því öllu má þó ráða bót með hjálpartækjum sem fáanleg em í öll- um apótekum. Tóbaksframleiðendur hafa bmgðist við minnkandi tó- Mönnum skal þó bent á heildsöluapótekið Lyfjaver á Suður- landsbraut 22 þar sem nikótínið kostar 30 prósentum minna en i öðrum apótekum. baksölu með framleiðslu á nikótín- skömmtum í ýmsu formi. FLESTUM HEFUR reynst best að nota svokallaða nikótínstauta sem hafa þann kost að menn geta áfram beitt þeirri handahreyfingu sem fylgir reyk- ingum og er stór hluti vanans. Þó mætti hanna plaststautinn betur því hann er líkari túrtappa en sígarettu. En það er vandamál framtíðarinnar og aðeins spuming um hönnun. Humphrey Bogart Reykti sig í hel langt fyr- ir aldurfram.Naut fyrir bragðið aldrei þess ævikvölds sem hans beið og hefði getað orð- ið toppurinn á annars glæstum ferli. NÍKÓTÍNSKAMMTARNIR kosta álíka mikið og sígarettur. Það hlýtur því að vera sjálfsögð krafa að heilbrigðisyfir- völd niðurgreiði hjálpartæki þessi. Til dæmis með þeim peningum sem fara í almennar tóbaksvamir sem sjaldnast em í takt við tímann. Mönnum skal þó bent á heildsöluapótekið Lyfjaver á Suðurlandsbraut 22 þar sem nikótínið kostar 30 prósentum minna en í öðr- um apótekum. EFTIR STENDUR Þó fíknin í nikótín. En með henni er vel hægt að lifa því engar rannsóknir hafa hingað til sýnt fram á að níkótín sé heilsuspillandi. Það er reykurinn sem drepur og við hann þarf að losna. eir@dv.is Ásgeir og Logi Völdu Sölva í landsliðið jafnvel þótt hann hafi aðeins spilað tvo leiki með Djur- gaardens á tímabilinu. Fazmo-gaur í landsliðinu Landsliðsþjálfaramir Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson völdu í gær landsliðshópinn í knattspymu fýrir vináttuleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október næstkomandi og gegn Svíum í Stokkhólmi 12. október en það er lokaleikur liðsins í und- ankeppni HM 2006. Ásgeir og Logi völdu einn nýliða í hópinn, vamar- manninn Sölva Geir Ottesen, sem leikur með sænska liðinu Djurgaar- dens en hann hefur verið lykilmað- ur í U-21 árs liði fslands undanfarin ár. Þetta val Asgeirs og Loga '*• kemur nokkuð á óvart því að þótt Sölvi sé afskaplega öfíugur vamar- maður þá hefur hann a ðeins spilað tvo leiki fyrir Djurgaardens í sænsku deildinni á þessu tímabili. Það hjálp- aði honum heldur ekki að vera bendl- Sölvi Geir Ottesen Fulltrúi Fazmo i íslenska landsliðinu. aður við ofbeldisklíkima Fazmo sem gekkí skrokk á tveimur mönnum á Hverfisbarnum í apri1. Sölvi var viðstaddur en tók ekki þátt í slagsmálum sjálfur en það var gæfu- legt íyrir atvirmumarm í þróttum og fyrirmynd ungra íþróttamanna að vera béndlaður við félagsskap á borð við Fazmo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.