Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Qupperneq 10
7 0 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Kostir Sigríðar eru að hún hef- ursterka útgeislun og er dugnaðarforkur. Helsti galli hennar er að hún getur verið smámuna- söm og er með bíladellu. „Sigga hefur gríðartegan kraft og útgeislun og hún er líka hörkudugleg. Hún hefur reynst mér traustur vinur ígegnum okkar 15 ára samvinnu, sem stend- ur enn. Þá er Sigga ein afokkar bestu söngkonum í poppgeiran- um. Hennar helsti galli er að hún er með mikla og ólæknandi bíladellu." Grétar Örvarsson tónlistarmadur. „Sigga er afskaplega fylgin sér og dugleg og veit hvað hún vill. Hún fer langtá vöggugjöfinni sem erjákvæðni og út- geislun. Sigga er klár og góður söngvari en mér finnsthún ekki alltafhafa valið sér rétta tónlist. Hún er fylgin sér og hefur gott viðskiptavit. Hennar helsti galli er hógværð sem verður til þess að menn halda að hún hafi ekki bein I nefinu." BubbiMorthens tónlistarmaður. „Sigga er æðisleg, hún er mjög góð vinkona og vinnufélagi og þægileg i umgengni. Helstu kostir hennar eru heiðarleiki, dugnaður og vinnusemi. Sigga er líka mjög skemmtileg og mik- ill húmoristi. Helstu gallar henn- ar eru smámunasemi, og svo er hún mjög heimakær sem verður til þess að hún hefur lltinn tíma fyrirvini sína." María Björk Sverrisdóttir söngkona. Sigríður María Beinteinsdóttir er fædd 26. júlí 1962. Hún söng með Stjórninni og hefur tvisvar verið fulltrúi Islendinga í Eurovision. Sigga hefur sungið inn á fjölda geisladiska og ernú einn afdómurunum I Idolinu. Snæddi með saksóknara Siv Friðleifsdóttir al- þingismaður er nú í Cascais í Portúgal. Þar sæk- ir Siv fund efnahagsnefndar Evrópuráðsins. Samhliða er haldin ráðstefna í samstarfi Evrópuráðsins og dóms- málaráðuneytis Portúgals um efnahagsbrotastarf- semi. Sigríður Friðjónsdótt- ir saksóknari hjá rfldssak- sóknara er einnig í Cascais. „Eftir að hafa tékkað okkur inn á hótelið fengum við Sigríður okkur kvöldverð í • verslanamið- stöðinni sem er hér rétthjá," skrifar Siv um fyrsta kvöldið á heima- síðu sína. Ásókn stórfyrirtækja í menntaskólanemendur eykst með hverju árinu. Tilboðum rignir yfir skólakrakkana sem eru taldir álitlegur markhópur enda fulltrúar neysluhyggjunnar. Halldóri Armand, ungum nemanda í MH, ofbauð þó ástandið þegar Síminn bauð nemendum ókeypis á busaball skólans ef nemendur hættu við- skiptum við OgVodafone. Síminn bnuð nnmendnm MH okeypis á busabal Síminrí** ...ef nemendur hættu viðskiptum við OgVodafone raNKI ...KB banki tókþáttí leiknum og bauð veglegan afslátt K .rektorMH geðjast ekki að slíkum vinnubrðgðum m Halldór Armand Ásgeirsson, nemandi í MH, segir að nemenda- félögum skólanna sé mútað með geysilegum fjármunum frá stórfyrirtækjum í formi styrkja. Á busaballi skólans bauð Síminn nemendum ókeypis á bailið ef þeir hættu viðskiptum við OgVodafone og kæmu yfir til þeirra. Rektor MH segist ekki kunna við slíka starfshætti. Halldór Armand er ritstjóri vefs- ins dindill.is sem virðist vettvangur róttækra menntaskólanema til að koma skoðunum sínum á framfæri. í grein sinni segir Halldór að á busaballi skólans hafl nemendum verið boðnir ódýrari miðar á ballið ef þeir fengu sér kort hjá KB banka. Starfsmenn bankans hafi verið á staðnum, tilbúnir að skrá krakkana til viðskipta. Halldór segir einnig að Síminn hafi boðið nemendum 500 króna afslátt ef nemendur væru í viðskiptum við þá. Boðið á busaballið „Toppinum var þó ekki náð. Skyndiiega ákvað Síminn að bjóða nemendum á ballið ef það skipti úr OgVodafone yfir í Símann," segir Halldór í grein sinni og telur þetta augljósa mismunun á nemendum skólans. Þannig birtust auglýsingar skólanum þar sem Síminn „bauð" nemendum á busaballið. Þeir sem höfðu þegar keypt sér miða gátu fengið hann endurgreiddan hjá Sím- anum ef þeir hættu hjá OgVodafone og færðu viðskipti til Símans. „Það á ekki að koma niður á nemendum við hvaða banka þeir kjósa að eiga viðskipti sín eða síma- fýrirtæki. Markaður er markaður og skóli er skóli. Þetta er menntastofn- un, fjandinn hafi það! Þetta eru líka Lárus H. Bjarnason rektor Játar þvlaö ásókn stórfyrirtækja I nemendur skólans sé mikil._____ Halldór Armand Ásgeirsson nemandi (MH „Þetta eru líka svlviröilegir starfshættir; kúga fátæka námsmenn Iþágu eigin hagsmuna." svívirðilegir starfshættir; kúga fá- tæka námsmenn í þágu eigin hags- muna," segir Halldór. Geðjast ekki að þessu Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, segir skólann almennt reyna að spyrna við fótum til að hann verði ekki eitt allsherjarmarkaðstorg. „Við leyfum ekki fyrirtækjum að koma inn nema í undantekningartilfellum, ef það gerist reynum við að gæta jafnræðis. Annaðhvort koma allir eða enginn." Spurður út í hið höfðinglega boð Símans þar sem nemendur fengu ókeypis á ballið færðu þeir viðskipt- in yfir til þeirra segist Lárus ekki hafa verið kunnugt um það. „Þetta kemur „Það á ekki að koma niður á nemendum við hvaða banka þeir kjósa að eiga viðskipti sín eða símafyrirtæki" mér á óvart en mér geðjast ekki að þessu. Annars þori ég lftið að tjá mig um það þar til ég fæ nánari upplýs- ingar." simon@dv.is Nesjavellir Ljósleiö■ arinn aö virkjuninni gæti síöar tengst G rimsnesveitu. Helgi Pétursson Löngu tímabært aö bæta fjar- skiptasambandiö við kerfis■ stjórnina i Reykjavík. Fjarskipti bætt við Nesjavelli Ljósleiðari á 25 milljónir „Orkuveitan hefur í hyggju að bæta fjarskiptasamband við Nesja- vallavirkjun, sem er löngu tímabært," segir Helgi Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, um lagn- ingu ljósleiðara fyrir fyrirtækið frá Þingvallavegi að Nesjavallavirkjun. „Virkjunin verður stækkuð til muna með gangsetningu ijórðu vél- arinnar á laugardaginn kemur og þörf er á mun betra sambandi við kerfis- stjóm Orkuveitunnar hér á Bæjar- hálsi. Þá er gert ráð fyrir að strengur- inn geti orðið þáttur í tengingu áfram í Grímsnesveitu þegar síðar verður," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum er áætl- aður kostnaður vegna framkvæmdar- innar við ljósleiðarann um 25 milljón- ir króna. Bolli Thoroddsen endurkjörinn formaður Ólýsanleg tilfinning Á aðalfundi Heimdallar á þriðju- daginn var Bolli Thoroddsen kosinn formaður annað árið í röð. Fundur- inn var sá stærsti í sögu Heimdallar. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði og eftir stormasaman aðalfund stóð Bolli að lokum uppi sem sigurvegari. „Jú, þetta var ólýsanleg tilfinn- ing," segir Bolli og bætir við í ögn gamansömum tóm. „Ég var þegar búinn að semja tapræðuna en sem betur fer þurfti ég ekki að grípa til hennar." Eftir fundinn fögnuðu stuðnings- menn Bolla á skemmstaðnum Pravda fram eftir nóttu. Gleðin var ósvikin enda sigurinn stór. Fram- boðslisti Bolla fékk 10 stjórnarmenn kosna á móti einum af lista and- stæðinga þeirra sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson laganemi leiddi. Það mátti heyra á Bolla í gær að gærdag- urinn hefði tekið á. „Ég er alveg bú- inn. Nú þarf maður að safna orku til að takast á við næstu verkefni." Og miðað við uppganginn f Heimdalli verða þau verkefni ekki af smærra taginu. Félagafjöldinn margfaldaðist í kosninga- baráttunni og eru nú 7000 manns skráðir í Heimdall. „Maður getur ekki verið annað en sáttur," segir Bolli. „Það var hart barist milli manna en á endanum er það félagið sem skiptir máli."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.