Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Síða 19
ÁAlþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem
haldin verður í Reykjavík dagana 29. sept-
ember-9. október er margt um fína
drætti. Ein þeirra mynda sem standa upp
úr er heimildamyndin George Michael: A
Different Story. Mikið heftn verið ijallað
um líf popparans í gegnum tíðina en í
þetta skiptið heyrum við hans hlið á mál-
unum.
kærður fyrir ósiðlega hegðun á almanna-
færi. Eftir atvikið sendi George frá sér lag-
ið Outside og í myndbandi við lagið deildi
hann á lögregluna í Beverly Hills. Það
gerði hann með því að láta tvo leður-
klædda lögreglumenn fara í sleik á al-
menningsklósetti. Leynilögreglumaður-
inn sem nappaði hann við rúnkið kærði
hann fyrir að gera lítið úr sér í myndband-
inu en kænmni var vísað frá. George ræð-
ir opinskátt um þetta atvik í myndinni en
það hefur hann ekki gert áður.
Rifjar upp Wham-árin
með Ridgeley
Þegar hljómsveitin Wham var upp á
sitt besta voru George Michael og
Andrew Ridgeley heitustu gaurar heims.
Þegar sveitin lagði upp laupana hélt Ge-
orge áfram á framabrautinni en svo
virðist sem Andrew hafi dregið sig í hlé.
í þessari mynd hittast þeir félagar og
rifja upp gömlu tímana þegar meginá-
herslurnar í hárgreiðslu voru þær að
nóg hár væri aftan á hnakkanum. Minna
til hliðanna og að framan. Þeir eiga ef-
laust margar góðar sögur í pokahorn-
inu.
Fjölmargt heimsfrægt fólk ræðir um
samskipti sín við George en þess á með-
al eru Sting, Mariah Carey, Elton John,
Noel Gallagher, Simon Cowell Idoldóm-
ari, Geri Halliwell kryddpía og Boy Ge-
orge. í myndinni talar George sjálfur
einnig um deilur sínar við útgáfurisann
Sony og uppeldi sitt og móður sína en
hún er mikill áhrifavaldur í hans lífi. í
myndinni er fjallað um skuggahliðarnar
á ferli hans sem og velgengnina sem
hefur ekki verið langt undan.
Myndin er sýnd í Háskólabíó 2. októ-
ber klukkan 17,4. október klukkan 22 og
5. október klukkan 17.30.
Talar um klósettatvikið
Frægt var fyrir mörgum árum þegar
George var gripinn glóðvolgur inni á al-
menningsklósetti að fróa sér. Það var
óeinkennisklæddur lögreglumaður sem
horfði upp á ósköpin og var popparinn
Fræga fólkið talar um George
Andrew Ridgeley er ekki eini frægi
aðilinn sem kemur fram í myndinni.
ATLAS<ÍRELSI
More Minutes
/ More Countries
✓ Less Price
500 kr.
v <jy ia; VlVIVl.
ATLASCFRELSI
v' More Minutes
v More Countries
v Less Price
1000 kr.
ODYRARA
að hringja til
útlanda