Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Side 23
DV Sport FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 23 Fergie MO ut í blaðamenn ÍWb- AJex Ferguson, knattspymu- stjóri Manchester United, var æfur út í fjölmiðla eftir leikinn gegn Benfica í Meistaradeild , Evrópuenþá j/ gagnrýndu nokkrirblaða- V* mennleiku- skipulag liðsins. Ferguson sagðist ekki ætla að reyna að firæða blaðamenn- ina um fótbolta, hann væri einfaldlega búúm að gefast upp á því. „Það er alltaf sama sagan með ykkur blaðamenn. Þið teljið mig vera að stjóma liðinu illa ög viljið breyta leik- skipulaginu. Mér finnst breskir íjölmiðlar vera á villigötum. Þið viljið alitaf breyta öllu, sama hvemig gengur. Látið mig um að stjóma liðinu. Ekki vera að skipta ykkur af mín- um störfum," sagði reiður Alex Ferguson. Matthías þjálfar Fjölnl Matthías E. Sigvaldason hefúr skrifað undir samning við Fjölni um að hann þjáifi meistaraflokk kvenna í knattspymu hjá féiaginu næstu tvö árin. Matthías hefur lengi þjálfað yngri flokka en hann hefur starfað sem þjálfari hjá Leiftri og Fjölni. Matthías lék á sfin- um tíma með Fjölni, Leiftri og Dal- vik og þjálfaði meðal annars meistaraíiokk kvenna hjá Leiftri árið 1999. Matthías hefúr einnig þjálfað meistaraflokk karla hjá Fjölni en það var árið 2001. Zlatan er sjálfselskur Fabio Capeilo, knattspymu- stjóri Juventus, er ekki hrifinn af hugsunarhætti Svíans Zlatans Ibrahimovich sem er á mála hjá Juvenus. Capeilo gagnrýndi Zlatan nokkuð eftir leikinn á móti Rapid Vín, þó hann hafi skorað eitt mark og lagt upp annað fyrir David Trezeguet þar að auki. „Zlatan er vissulega frábær knattspymumað- ur, en hugarfar hans verður að breytast. Harrn hugsar ekki nógu mikið um liðsfélaga sína. Hann vill alltaf vera með boltann sjálfur og spilar ekki nægilega mikið. Þettáer eitthvað sem ég verð að vinna í með honum en forsendan fyrir því að ná árangri er að hann breyti um hugarfar." Lua Lua með malaríu Framheiji Porstmouth, Lom- ana Lua Lua, liggur nú á sjúkra- húsi fárveikur sökum malaríu. Lua Luafékkveikinaþegarhannfórtil ■ Afrflcuríkisins Kongó til þess að I spila landsleik, en það komst ekki | upp um veikina fyrr en hann féll til jarðar á æfingu og var strax í kjöl- farið fluttur á sjúkrahús. Lua Lua hefur verið einn besti leikmaður Portsmouth síðan hann gekk til liðs við félagið frá Newcastle. Talsmaður Portsmouth sagði líð an Lua Lua vera stöðuga. „Lua Lua er alvarlega veikur enhannerþó • ~ ^ OKJ á batavegi". Ekki er reiknað með því að Lua Luaverðiklárí slaginn fyrr en eftir nokkrar vikur. l Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raul skoraði 50. markið sitt í Meistaradeildinni. Schalke jafnaði tvítegis gegn AC Milan. Porto tapaði á heimavelli þrátt fyrir að komast 2-0 yfir. Leikur Evrópumeistara Liver- pool og Englandsmeistara Chelsea stóð svo sannarlega undir væntingum og gerðu liðin markalaust jafntefli eins og flestir höfðu spáð fyrir um. Liverpool taldi sig eiga að fá tvær vítaspyrnur í leiknum en Massimo De Santis dómari var ekki á sama máli. Liverpool, sem var á heimavelli byrjaði leikinn betur og á 19. mínútu áttu Evrópumeistaramir að fá víta- spyrnu þegar Didier Drogba braut á Sami Hyypia inni í teig en Massimo De Santis dómari frá Ítalíu dæmdi ekkert. En þegar líða fór á hálfleik- inn sóttu Chelsea menn í sig veðrið. Á 33. mínútu átti Arjen Robben frá- bæra rispu upp hægri kantinn og plataði Hyypia upp úr skónum og skaut að marki utan teigs en José Reina markvörður Liverpool varði vel. Liverpool byrjaði seinni hálfleik af krafti. Luis Garcia slapp inn fyrir vörn Chelsea en Petr Chech, mark- vörður Chelsea, bjargaði með góðu úthlaupi. Skömmu síðar varði Willi- am Gallas, varnarmaður Chelsea skalla Jamie Carragher með hendi innan teigs og aftur var ekkert dæmt. Liverpool sótti grimmt á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og markalaust jafntefli varð niðurstaðan. í sama riðli sigraði Real Betis lið Anderlecht 1-0 á útivelli. Sigurmarkið skoraði Brasilíu- maðurinn Oliveira um miðjan seinni hálfleikinn eftir stungusendingu inn fyrir vörn Belganna. Beckham með stórleik Meistari David Beckham átti stórleik með Real Madrid sem sigr- aði gríska liðið Olympiakos 2-1 á Bernabeau-vellinum. Beckham lagði upp fyrra markið fyrir Raúl Gonzalez en þetta var 50. mark Raúl í MeistaradeÚdinni. Grikkirnir jöfn- uðu skömmu eftir leikhlé þegar Kafer skoraði glæsilegt mark. Nýliðinn Roberto Soldado gerði sig- urmark Real Madrid og arkitektinn að þvl var David Beckham sem var síðan hylltur í leikslok en Beckham átti þá fyrirgjöf á Soldado sem fylgdi síðan á eftir sínum eigin skalla. Hetja Real Madrid hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður og kom þá inn fyrir Julio Baptista, MEISTARADEILDIN E-riðill: Schalke-AC Milan 2-2 0-1 Seedorfd.), 1-1 Larsen(3.), 1-2 Shevchenko (59.), 2-2 Altintop (70.) Fenerbahce-PSV 3-0 1 -0 Alex, víti (40.), 2-0 Alex (68.), 3-0 Appaih (90.). Staðan: AC Milan 4, Fenerbahce 3, PSV 3, Schalke 1. F-riðill: Rosenborg-Lyon 0-1 0-1 Kris (45.). Real Madrld-Olympiakos 2-1 1-0 Raul (9.), 1-1 Kefas (48.), 2-1 Soldado (86.) Staðan: Lyon 6, Rosenborg 3, Real Madrid 3, Olympiakos 0. G-riðill: Liverpool-Chelsea 0-0 Anderlecht-Real Betis 0-1 0-1 Olivieira (69.). Staðan: Liverpool 4, Chelsea 4, Real Betis 3, Anderlecht 0. H-riðill: Internazionale-Rangers 1-0 1-0 Pizarro (49.) Porto-Artmedia 2-3 1-0 Lucho Gonzales (32.), 2-0 Diego (39.), 2-1 Petras (45.), 2-2 Kozak (54.), 2-3 Borbély (74.). Staðan: Inter 6, Artmedia 3, Rangers 3, Porto 0. Ekkert gefið Mikil harka einkenndi slag Liverpool og Chelsea á Anfield I gær. Hér sést Didier Drogba leikmaður Chelsea fá að finna fyrirþvl hjá Jamie Carragher hjá Liverpool. Gettylmages Tímabil Sergio Ramoz, varnar- manns Real, heldur áfram að versna því í gær fékk hann sitt annað gula spjald á leiktíðinni. Jonathan Wood- gate sat allan tíman á varamanna- bekk konungsliðsins. Lyon frá Frakklandi vann Rosen- borg 1-0 í Þrándheimi. Brasilíski vamamaðurinn Kris gerði sigur- mark Frakkanna á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lyon hefur nú unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni. Ótrúlegur karakter Slóvakanna Leikmenn Artmedia frá Brat- islava sýndu mikinn karakter gegn fyrrverandi Evrópumeisturum Porto þegar þeir sném 2-0 tapi í 3-2 sigur á útivelli. Sigurmarkið kom 16 mínútum fyrir leikslok en mark þeirra í uppbótartíma fyrri hálfleiks má segja að hafi kveikt vonina og komið þeim inn í leikinn. Inter Milan vann góðan 1-0 sigur á Glasgow Rangers en leikið var fyrir tómu húsi í Mflanó. David Pizarro gerði sigurmark Inter í fyrri hálfleik. Jöfnuðu tvisvar gegn Milan í D-riðli gerðu Schalke og A.C. Milan 2-2 jafntefli í Þýskalandi í bráðskemmtilegum leik þar sem Þjóðveijarnir vom síst lakari aðilinn. Þeir Sören Larsen og Hamit Altin- topp gerðu mörk Schalke en þeir Clarence Seedorf og Andriy Schevchenko mörk Mílanó. Mark Seedorfs kom aðeins eftir 22 sekúndna leik en þýska liðið lét slíka martraðarbyrjun ekki slá sig út af laginu. í Tyrklandi vann Fenerbache lið PSV Eindhoven 3-0 þar sem Jan Vennegoor, leikmaður Eindhoven, fékk að lita rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tyrkirnir höfðu skömmu áður komist yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu og þeir bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. hjorvar@dv.is Tómur San Siro Það var spilað fyrir tómu húsi íMilanó ígærþegar Inter vann l-0sigurá 50. markið f Meistaradeildinni Raul Gonzales fagnar hér marki slnu fyrir Real Madrid skoska liöinu Glasgow Rangers. Gettylmages gegn Olympiakos Igær en þetta var fimmtugasta mark hans IMeistaradeildinni. Gettylmages

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.