Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Page 25
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 25
DV
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir hefur nú sentfrá sér nýja plötu sem heitir Don't PlayThis. Á næstu mánuðum mun hún
fylgja plötunni eftir hérlendis en eftir áramót mun hún haida til Nýja-Sjálands og fylgja plötu sinni eftir.
Hera Nógað
[ gera hjá Heru
þessa dagana.
DV-mynd Heiða
„Ég er búin að vera á landinu síðan í
mars og taka upp plötuna," segir Hera
Hjartardóttir sem sendi frá sér sína fimmtu
breiðskífu á mánudaginn. Platan ber heitið
Don’t Play This og innheldur 10 lög eftir
Heru en eitt eftir breskan grunnskólakenn-
ara að nafni Brian Bedford. Það lag heitir
Wings. „Þetta er lag sem er ekki þekkt en
ætti að vera það. Ég heyrði það fyrir löngu
og þetta er eitt fallegasta lag sem ég hef
heyrt,” segir Hera.
Nýirstraumar
Lögin á plötu Heru eru sum hver ný en
önnur eldri. Það elsta samdi hún þegar hún
var fimmtán ára gömul en það er lagið
Chocolate sem hefur heyrst á öldum Ijós-
vakans að undanförnu. Hera segir að þessi
plata sé frábrugðin fyrri plötum sínum. „Ég
er að vinna með ný hljóðfæri á þessari
plötu, trompet og fiðlu til dæmis. Svo var
náttúrulega síðasta platan mín á íslensku
en þessi er á ensku,“ segir Hera.
Syngur um eigin jarðarför
Hera er þekkt fyrir djúpa og innihalds-
ríka texta og því leikur blaðamanni forvitni
á að vita hver yrkisefni hennar séu á nýju
plötunni. „Þetta er bara lífið og tilveran og
tilfinningar. Annað hvort líður manni rosa-
lega illa eða rosalega vel. Það er til dæmis
lag á plötunni sem er um jarðarförina mína
og heitir Muddy shoes. Það er sem sagt um
jarðarför að hætti víkinga þar sem fólk er
grafið með eigum sínum. í dag er þetta svo
rosalega mikið af nauðsynjum þannig að sá
sem myndi láta grafa sig þannig núna þyrfti
að hafa mikið með sér," segir Hera en í lag-
inu talar hún um sjónvarp, hægindastól,
koffort, GSM-síma og fleiri hluti sem nú-
tímamaðurinn þyrfti að reyna að koma fyr-
ir í kistunni.
Ádeila?
„Ádeila? Nei, þetta er bara hugmynd,
mér fannst þetta bara fyndið," segir Hera.
í fótspor Árna Johnsen
Málningin í andliti Heru vekur athygli
hvar sem hún fer. Þetta er vandað listaverk
sem Hera segist ekki vera nema fimm mín-
útur að setja upp. Letrið er afbrigði af ný-
sjálenskri stríðsmálningu. Þá er Hera
einnig farin að bera veglegt hálsmen.
„Þetta hálsmen er tálgað úr paua-skeljum
og kallast Taonga. Það er alls konar mein-
ing í þessu, ijölskyldan mín er þarna í
þessu og þetta á að boða gæfu. Ég er alltaf
með þetta. Ef ég er ekki með þetta um háls-
inn þá er ég með þetta í vasanum. Stund-
um bind ég þetta á hálsinn á gítarnum,"
segir Hera sem fetar þar með í fótspor Árna
Johnsen sem hefur iðulega arnarkló á sín-
um gítar.
Hera verður hér á landi þangað til í jan-
úar en þá kemur plata hennar út á Nýja-
Sjálandi. Þangað kemur hún beint inn í
sumarhitann úr vetrarkáranum á íslandi.
soli@dv.is
Hvað gerir þjálfun fyrir þig?
„Þegar maður stundar reglu-
bundna þjálfun á maður auðveld-
ara með að leysa vandamál og er
aimennt í betra jafnvægi en ella.
Kvíði og þunglyndi eru mjög stór
vandamál í dag og hreyfing vinnur
á móti því. Og það ekkert lítið. Ég
segi að góð andleg og líkamleg
heilsa velti á því hvort fólk hreyfir
sig eða ekki því þetta helst algjör-
lega í hendur," segir Sigurbjörg og
gefur Magasín nokkra nytsamar
upplýsingar um hvað líkamsrækt
getur gert manni margt gott.
- Aukið og viðhaldið þyngdartapi
- Dregið úrstreitu
- Aukið gæði svefns
- Bætt meltingu
- Aukið sjálfsálit
- Aukið mótstöðu gegn sjúkdóm-
um
- Gert þig orkumeiri
- Gert meltinguna betri
- Þjálfað upp vöðvana
- Lækkað blóðþrýsting
- Dregið úr spennu
- Dregið úr neikvæðum áhrifum
aldurs
- Dregið úr tíðaverkjum
- Aukið brennslu
- Bætt likamsstöðu
- Dregið úr bakverkjum
- Lækkað hvíldarpúls
- Styrkt bein og liði
- Styrkt hjartað
Hvernig heldurðu þér í formi?
fllltaf á leið
í ræktina
„Ég reyki ekki, drekk ekki og
huga vel að því hvað ég set ofan í
mig,“ segir Bjarni Arason útvarps-
stjóri Bylgjunnar og Létt. Hann seg-
ir að hann sé alltaf á leiðinni í rækt-
ina aftur eftir allt of langt hlé.
Hvernig leggst haustið í þig?
„Alveg gríðarlega vel. Nýja plat-
an mín fer að koma út og svona,”
svarar hann ánægður. „Ég æfi
raddböndin og á trompetið eins og
er.“
Á leið í ræktina Bjarni
Arason útvarpsmaður
ogsöngvari.
Ólafur Örn Haraldsson er 58
ára í dag. „Blómin reyna
ekki að vaxa heldur
opna sjálfkrafa blöð sín.
Þaðer eðli mannsins
sem um ræðir að láta
óskir sínar rætast án þess
að reyna á nokkurn
vöðva líkamans,"
segir í stjörnuspá
hans.
Ólafur örn Haraldsson
Mnsbemn (20. jan.-18.febr.)
Láttu tímann leiða þig áfram.
Hvíldu þig og njóttu stundarinnar með
þeim sem skipta þig máli.
F\SkmiU19.febr.-20.mars)
Ekki láta falskar vonir fara með ímynd-
unarafl þitt þessa dagana og haltu þig
niðri á jörðinni til að koma í veg fyrir
vonbrigði.
Hi'úturinng;.man-?9.o/)fl;;
Stjarna þin birtist kröfu-
hörð.draumlynd og tilfinninganæm.
Hugaðu að þvl sem gleður þig fyrst og
fremst og leyfðu þér að gefa án þess
að fara fram á nokkuð I staðinn.
Nautið gö. aprfí-20. mal)
Fólk fætt undir stjörnu nauts-
ins virðist leita að öryggi þessa stund-
ina. Mundu orð þessi: Leitin að öryggi
er blekking en óvissan býr yfir mögu-
leikum fyrir þig.
Tvíburarnir g/ .ml-21.júnl)
Þú ættir aö taka það rólega og
nota útsjónarsemi þfna og nákvæmni I
meira mæli. Góöar fréttir berast þér fyrr
en síðnar ef þú tileinkar þér að efla að-
eins það jákvæða sem býr innra með
þér.
Krabbinn (22.júni-22.júii)__________
Biddu hjarta þitt um leiðsögn
og veldu rétt fyrir sjálfan þig. Opnaðu
hjarta þitt fyrir þeim sem sýna þér
skilning og virðingu kæri krabbi og
finndu hvað það eflir þig þegar þú
ákveður að tileinkar þér það.
LjÓnÍð (B.jiili-22. ágúst)
Jafnvægi einkennir framkomu
þína og almenna líðan og þú býrð yflr
ótvíræðum hæfileikum þegar kemur að
skipulagi og framkvæmdavilja kæra
Ijón. Nýttu hæfileika þína til góðverka.
Meyjan gj. dgúst-22. sept.)
Málin virðast vera (kyrrstöðu
þessa dagana þegar stjarna þín er
skoðuð en ef þú ert efnalítil/l fyrir
munu aðstæður breytast til batnaðar á
örskömmum tfma ef þú hugar vel að
því sem fram fer (kringum þig.
Vogin gi. sept.-23. okt.)
Með þvf að taka öllu sem ger-
ist á jákvæðan og skapandi hátt þá
breytist ábyrgðartilfinning þfn í jákvæð-
an hæfileika sem þroskast með þér
þegar fram í sækir. Þú ert um það bil að
færa allt til betri vegar en þú axlar ef-
laust mikla ábyrgð þegar kemur að
starfi þínu.
Sporðdrekinn 124.okt.-21.n0v.)
Lykillinn að velgengni þinni
ert þú. Láttu drauma þfna lifna við og
minntu þig hvern dag á að vera þú
sjálf/ur.
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.dej
Lfkami þinn mun segja þér
hvert stefnir því stundum er eins og þú
sért ekki viss um að þú sért í raun að
eyða tíma þfnum í rétta hluti í Iffinu.
Steingeitingzfa-?9.janj
Þér er ráðlagt að nýta hæfi-
leika þfna til að uppfylla þarfir umhverf-
isins. Ræktaðu einnig þá sem skipta þig
máli og láttu skoðanir þeirra sem draga
þig niður á einhvern hátt ekki hafa áhrif
á Ifðan þína. Tími þinn er of verðmætur
fyrir leiðindi.
SPÁMAÐUR.IS
>