Símablaðið - 01.11.1931, Síða 22
44
SÍM AB L AÐIÐ
Eftlr 100 ár.
Fjarsýni og fjarskynjun.*
Heilabrot draumóramanns.
Frá ómunatíð hefir mannkynið kept
að því, að skilja og þekkja veröld þá
sem við lifum í. Það hefir verið löng
og erfið harátta.
Þrátt fyrir aðvaranir og hleypidóma
hafa hugumstórir vísindamenn lagt út
á óþekt höf og inn í eyðimerkur. Af
þiisundum þeirra hafa engar sögur
farið, en faðmur hins ókunna hefir
lukst um þá. En þúsundir liafa seinna
farið vfir grafir þeirra — lengra móti
hinu óþekta. Sumir komust til baka
og þekking mannanna óx stöðugt. Og
saga þeirrar þekkingar er dásamleg,
— alt frá því að jörðin var flötur með
krystalhimni yfir, — frá því jörðin var
alheimurinn, með sól, stjörnum og
mána til að verma og lýsa lienni, —
þar til nú, að liún er aðeins sandkorn
á sjávarströnd alheimsins. Og nú
stöndum við við lokaþáttinn í baráttu
mannanna við að þekkja jörðina. Við
þekkjum lögun liennar, stærð, lönd og
höf, mannflokkana og dýrin. Vísind-
in liafa gert hina stóru, óþektu „ver-
öld“ að örlitilli kúlu. Með skipunum,
járnbrautunum, flugvélunum, film-
unni og loftskeytunum liafa allar
fjarlægðir stytst. Filman liefir sigrast
á rúminu en ekki tímanum. Hún er
altaf á „eftir tímanum“, sýnir bið
liðna. En loftskeytafræðin hefir sigrast
á hvorutveggja, gagnvart hevrn okkar.
Samtimis getum við hevrt um alla
* bauslega þýtt.
jörðina. En þegar fjarsýnin er orðin
veruleiki, sem væntanlega er ekki
langt að bíða, höfum við sigrast á
rúmi og tíma gagnvart tveim þýðing-
armestu skilningarvitum okkar — sjón
og hevrn. Við sjáum og heyrum sam-
timis um „víða veröld“.
En svo undursamlegir sem þætt-
irnir um sigurinn yfir jörðinni hafa
verið, verða þeir hversdagslegir móts
við þá tíma, sem mannkynið hefur nú
göngu sína inn í, „landkönnun al-
heimsins.“
Sú „landkönnun“ er að vísu jafn
gömul hinni, sem að framan er getið.
En svo sem við brosum að „stjörnu-
skoðurum“ og „stjörnuspámönnum“
fornaldarinnar, munu eftirkomendur
okkar brosa að vísindamensku okkar
og áhöldum. •
Stjörnukíkirinn, sem er dásamlegt
áliald, verður aðeins til á söfnum að
100 árum liðnum. Framtíðarinnar
menn rannsaka himingeiminn við
„fjarskynjun‘“.
Nú þegar sjáum við og lieyrum yfir
fjarlægðir. Og fjarsýni er innan
skamms tíma engum örðugleikum háð.
En eftir 100 ár hefir fjarskynjunin
tekið við.
Við sjáum, heyrum og finnum það,
sem fjarlægt er.
Við sjáum Afríku, — lögun hennar
og liti, sjáum dýrin og heyrum öskur
þeirra, og við finnum hita brunabelt-
is sólarinnar.
Við leggjum ekki lengur á okkur
erfiði ferðalaganna, hvorki til að
kynna okkur lönd og þjóðir, né til
heilsubóta. Við flytjum Riviera-strönd-
ina hingað norður undir heimskauts-
bauginn, lifum þar í glaum og gleði
eða teigum af hinni suðrænu heilsu-