Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.11.1931, Qupperneq 28

Símablaðið - 01.11.1931, Qupperneq 28
50 SIMABLAÐIÐ Fer þar dagafjöldinn ekki eftir þjón- nstualdri, heldur eftir því, í livaða launaflokki viðkomandi er. Fríinu má skifta. Auk þess er fastákveðið fri við ýms tækifæri: 1 dagur í tilefni af trú- lofun (ekki er þess þó getið, að sami maður geti oft fengið slikan frídag), 4 dagar í tilefni af giftingu, en 7 dagar þurfi viðkomandi að ferðast til að gifta sig, 1—2 dagar við giftingu ná- komins ættingja, 4 dagar við dauða konunnar, barns eða foreldra, og 1 dagur við fráfall annara ættingja. Þurfi starfsmaður að sjá um útför þessara ættingja fær hann 4 daga l'rí. Ennfremur er gefinn 1 frídagur við 25 eða 40 ára starfsafmæli, og 1 í til- efni af silfurbrúðkaupi. Italía: Frí opinberra starfsmanna er ákveð- ið með konungl. tilsk. frá 13. des. 1923. Frítíminn er 30 dagar án tillits til þjónustualdurs cða launakjara. í sér- stökum tilfellum fæst fríið framlengt um alt að því einn mánuð, eftir úr- skurði viðkomandi ráðherra. Noregur: 2 vikur að sumrinu og 1 vika að vetrinum. Pólland: Þar eru sumarleyfi hærri emhættis- manna 4 vikur fvrstu 10 árin, 5 vikur næstu 10 ár, og 6 vikur eftir 20 ára þjónustualdur. Lægri embættismenn fá 2 vikna fri fyrstu 10 árin, 3 vikur næstu 10 árin, og 4 vikna frí eftir 20 ára þjónustualdur. Sérstakir frídagar eru veittir við ýms tækifæri, svo sem giftingu, dauðs- föll o. fl. Rúmenía: Þar eru sumarleyfin 1 mánuður. En mikið er þar um aukafrí, — og auð- velt að fá það. Hafi maður fengið slík frí 15 sinnum, er helmingur liins lög- hoðna sumarlevfis dreginn af honum. Margar opinberar stofnanir eða starfs- greinir eiga eða leigja hús við ýmsa baðstaði eða hrcssingarhæli, og leyfa starfsfólki sínu að dvelja þar endur- gjaldslítið eða endurgjaldslaust. Svíþjóð: Þar er sumarleyfið 16—25 dagar. Sviss: 14 frídagar fyrstu 2—15 árin; síðan bætast við 7 dagar sjöunda hvert starfsár. Þar eru 12 sunnudagavaktir um ár- ið, og fá starfsmenn 12 virka frídaga fjrrir. Af þeim eru 6 dagar lagðir við sumarleyfið, til að gera það nota- drýgra. Eins og þetta vfirlit ber með sér, er ísland ekki sambærilegt við nokkurt af þessum löndum hvað sumarleyfi símafólksins snertir. Og hér eru engin lög eða reglur um þau. Svo lítils er enn virtur þessi þýð- ingarmikli liður í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Enda vantar hér alger- lega yfirlit vfir heilsufar þessara starfsmanna og notagildi starfskrafta þeirra. Sumarleyfin byggjast liér eingöngu á venju. En þau þarf að ákveða með lögum, eða reglugerð, og gera þau hag- kvæm fyrir báða málsparta. Það eru nú líkur til þess, að horfið verði frá því ranglæti, að láta starfs-

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.