Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.11.1931, Qupperneq 31

Símablaðið - 01.11.1931, Qupperneq 31
SlMABLAÐIÐ 53 Siiiiritaranámskeið. Grein með þessari yfirskrift birtist í síðasta blaðinu, að mig minnir, 1925. Var þar all skörulega komist að orði um það, að nauðsynlegt væri að iialda slíkt námskeið fyrir símritara og aðra starfandi innan landssímans, og um leið mælst tii þess, að landssíminn kostaði námskeiðið með fjárframlagi og' kenslu að einhverju eða öllu leyti. Betta fékk strax góðar undirtektir, og var þegar hafinn undirbúningur að væntanlegu námskeiði. Bauðst núver- andi landssímastjóri (i. Hlíðdal strax til að kenna okkur rafmagnsfræði, sem átti að vera aðalnámsgreinin, og lét hann ekki þar við sitja, heldur út- vegaði okkur ókeypis allmikið af kenslubókum í þeirri grein. Einnig var ákveðið að kenna tungumál, og varð franska fyrir valinu. Áhugi og þátttaka símafólks var mjög góð — til að byrja með, — en fljótt dofnaði á- huginn hjá mörgum, og síðast voru að- eins 3 og 4 menn sem stunduðu livora námsgrein. Við símritarar héldum okkur eðlilega aðeins að rafmagns- fræðinni, en það sýndi sig fljótt, að margir okkar voru illa undir það nám búnir, vegna þess, að okkur skorti nægilega æfingu og" þekkingu í stærð- fræði, sem rafmagnsfræðin krefst, en það er skilyrði tii að geta lært liana. Af þeirri ástæðu mun áhugi margra liafa dofnað, því að liinir, sem lengra voru komnir i stærðfræði, liöfðu litið fvri r því að læra rafmagnsfræðina, en þeir, sem skemur voru komnir, grúsk- uðu og gáfust svo að síðustu upp. Við athugun gjaldaliðanna i nýút- kominni skýrslu um störf landssímans 1930, sést það, að í fjárlögum eru áætl- aðar kr. 3000,00 til kenslu fyrir síma- menn, en reikningurinn er 100 kr. — segi og skrifa, eitt hundrað krónur, — aðeins hluti af þessari fjárhæð er notaður. Eg býst við því, að ef þessi gjaldaliður væri þurkaður út, vegna þess að svo er að sjá sem liann sé al- gerlega ónauðsynlegur, þá kæmu upp raddir um, að slíkt mætti ekki við- gangast, vegna þess live kenslan væri nauðsynleg. En hvers vegna er þetta fé þá ekki notað, því ætti maður að slá hendinni á móti því sem manni er boðið, og fá svo framan í sig, ef eitt- bvað betra býðst, að við séum ekki færir um að taka því? Og ekki gæti maður kent neinum öðrum um það en sjálfum sér. Þetta getur maður sagt að sé áhuga- leysi. Það er vitanlegt, að tveir sím- ritarar eru nú við stærðfræðisnám,

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.