Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1931, Side 32

Símablaðið - 01.11.1931, Side 32
54 SÍMABLAÐIÐ . (//ed/ leg f ru/f f dr/ sem er borgað af þessu fjárframlagi. Af þessu mætti álíta, að við hinir séum álitnir svo vel að okkur í þessari grein, að við þurfum ekki að njóta frekari kenslu! En þetta er líklega alveg öf- ugt. Eg vildi nú leggja til að simamenn sæju sóma sinn í því, að nota þetta fé, svo að fjárframlagið til kenslu síma- manna standi ekki lengur ónotað. Því vel gæti farið svo, að landssíminn gæf- ist upp á því að bjóða okkur þetta, er bann fær það svo að segja óskert aftur. Ingólfur Einarsson. Aths. Það er orð í tíma talað, að síma- mönnum er það ekki til sæmdar, að nota ekki þetta litla framlag ríkis- sjóðs til að menta þá. Og' þó að fyrstu námskeiðin næði ekki fullkomlega til- ætluðum árangri, er það engin ástæða til að hætta þeim. En bér er líka um að ræða framkvæmdaleysi af liendi landssímans. Hann á að skilja þýð- ingu þess að menta starfsmenn sína, og láta ekki fjárveitingu til þess ónot- aða. Þó að ekki væri námskeið á hverj- um vetri, gæti fjárveiting þessi komið að notum á ýmsan liátt. Af henni ætti að veita styrk til utanfara. Er slikt al- gengt erlendis, og talið nauðsynlegt. Einnig væri liægt að styrkja símritara úti á landi til að koma hingað til Reykjavíkur og að kynna sér það, sem liér er hægt að nema af nýjungum á sviði símafræðinnar. — Er vonandi, að það komi ekki oftar fyrir, að fjár- veiting þessi verði ekki notuð. Skrítlur. — HvaS ertu gamall, drengur minn? — Fimm ára. — Fimm ára —? ÞaS getur ekki verið. Það getur enginn orðið svona óhreinn á 5 árum! * Hann við konuna: — Velgengnin byggist ekki á tekjunum, heldur á hlutfallinu milli tekna og eyðslu. * Afborgun. — Hvað kostar þessi bifreið? — 1000 kr. út í hönd og 100 kr. mánaðar- lega. — En gegn staðgreiðslu? — Veit það ekki. Við höfum aldrei selt hifreið gegn staðgreiðslu. * — Hvað á þetta málverk að sýna? — Afvopnun Evrópuþjóðanna. — Það get eg ómögulega séð. — Maður sér heldur elcki mikið af henni i veruleikanum.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.