Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1931, Síða 33

Símablaðið - 01.11.1931, Síða 33
SÍMABL A£)I£> 55 Símamannaliústaiiurinn hjá Vatnsenda og heilsubætur. Það hefir löngum verið sagt, að vinna símafólksins væri vfirleitt held- ur óholl og taugaskemmandi. En af' fólkinu sjálfu og yfirmönnum þess liefir lítið verið gert til að vinna á móti þessu, jafnvel hafa einstakling- arnir oft stuðlað að |)vi, „að auka skriðinn undan brekkunni", veikja mótstöðuaflið. Fjölda margir símamenn (konurnar, — stúlkurnar, — eru engu síður menn en karlarnir) hafa fundið sárlega til þessa, og talað og ritað um það, að símavinnan væri óholl og að eittlivað þyrfti að gera til að vinna á móti heilsutapi því, er hún veldur, en fáir hafa haft einstaklings-framtak til að rífa sjálfa sig upp úr því móki, sem alment l>er mennina meira og minna liratt „sofandi að feigðarósi“. Eg þekki að minsta kosti ekkert dæmi þess. En þeir hafa viljað vinna og hclst sem lieild. Þannig hafa þeir betur treyst sér til að gera sér og sínum nán- ustu eitthvað til heilsubótar, að þeir hefðu stvrk og stoð af öðrum, sem vildu reyna hið sama; trevst sér að- eins til að komast „nokkuð á veg“ með því að mynda samhjálp sín á milli. Fyrsti sýnilegi árangur þessara samhjálpar-samtaka símamanna hér i Reykjavík er „hressingarhæli“ (já, fyr- irgefið, eg veit ekki livort húið er að gefa húsinu nafn enn þá) þeirra lijá Vatns- enda, sem þeir komu upp í sumar og vígðu í haust á 25 ára starfsafmæli landssim- ans. En svo best kemur þetta skref að nokkru gagni að íleiri fvlgi á eftir í sömu átt. Það er til engra bóta, ef síma- menn ferðast þangað og þaðan i bíl- um og sitja þar svo inni við sj)il og dans í grá-svartri sigarettureyk-þoku. Taugarnar fá enga endurnæringu við það, og hvorki líkaminn í heild né heldur sálin; það yrði engin tilbreyt- ing frá því vanalega. En það getur orðið tilbreyting til góðs, ef rétt er á haldið. Það er sagt að nokkurra daga fjall- ganga, sem farin er með viti og fyrir- hyggju og sæmilegum útbúnaði, þótt ekki sé nema einu sinni á ári, lengi líf mannsins um nokkur ár; svo mikil hressing, hæði andleg og líkamleg, fæst með því að reyna á vöðvana og fylla lungun af hreinu „ozon“-lofti. Þótt Vatnsendi sé ekki „langt úr bygð“ og þangað sé engin fjallganga, þá er þar heilnæmt loft. Og ef síma-

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.