Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1931, Side 34

Símablaðið - 01.11.1931, Side 34
56 SlM ABLAÐIÐ fólkið, sem tíma hefir og tækifæri til, vildi ganga þangað upp eft- ir, þótt ekki væri nema frá Elliðaánum, svon? einu sinni i viku, vera þar upp frá nokkra ima að úh'-leikum og lialda svo á sama hátt heim aftur, mundi það fljótlega finna mun á sér til hins betri vegar, finna þrek sitt vaxa og lífs- og starfs-gleði sína aukast, það mundi finna og reyna að „fjör í æðar færis“. En hvaða íþróttir og leika má iðka þarna uppfrá, „við fjallavötnin fag- urblá“, þar sem er „friður, tign og ró“? Það skal eg skýra frá mínu sjónar- miði í næsta kafla. St. Bj. Launin lækka. Aldrei hefir það orðið eins áberandi og nú, live launalögin eru úrelt og grundvöllur dýrtíðaruppbótarinnar rangur. Allir sjá það fyrir, að dýrtíðin stíg- ur um sama levti sem ákveðið er að dýrtíðarupphótin falli niður i 17%% úr 40%, sem Alþingi hafði þótt rétt- mætt að láta hana vera fram á síðasta ár. Það má geta því nærri, liver af- koma símafólksins verður eftir þá lækkun — ofan á margra ára skulda- söfnun flestra fjölskyldumanna innan simans. Þó að þessi lækkun komi hart nið- ur á öllu starfsfólki símans, bæði kon- um og körlum, þá verður ekki fram hjá því komist, að það eru fjölskyldu- mennirnir, og þá einkum í hópi sím- ritara, sem útlitið er alvarlegast fyr- ir. Það þarf alls ekki að rökstyðja það, að fjölskvldumenn, einkum í Reykjavik og öðrum dýrtíðarplássum, lifa ekki af ‘500 kr. mánaðarlaunum. Greiði af þeim opinber gjöld, fæði fjölskyldu og klæði. Það er ekki til neins að prédika fvrir þeim mönnum, að þeir verði að bera byrðar þjóðfé- lagsins. Þeir eru þegar sligaðir undir sinni eigin bvrði. Hér í blaðinu hefir þrásinnis verið bent á þá liættu er þessi launakjör hefði í för með sér. Að þau drepi starfsgleði manna, geri þá skeytingar- lausa um hag stofnunarinnar. Það er böl sem stofnunin leiðir jdir starfs- menn sína og sýpur svo sjálf seyðið af. Þess ber því að krefjast, að stjórn simans taki nú i taumana, áður en f jöldi starfsmanna hennar hefir lent í þvi fjárhagslega öngþveiti, að þeir eigi ekki uppreisnar von, og neyti að-

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.