Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 6
342 PRE YR rörs þess, sem beinir straum hins saxaða fóðurs í vagninn, því má stýra frá sæti öku- manns á dráttarvélinni og þannig ákveða hvort fóðurbunan stefnir úr röropi framar- lega eða aftarlega í vagninn. Rörið hefir og umbúnað til þess að því verði snúið svo að það geti vísað beint aftur, ef fóðurmóttaka er í vagni fyrir aftan, eða til hliðar, horn- rétt út frá sjálíum sláttukóngi, ef bíll er hafður til þess að taka við fóðrinu og flytja heim. Allmikið dráttarafl þarf til þess að knýja sláttuvél, lyftuútbúnað, saxara og blásara, ásamt fóðurvagni, og mun 30—36 hestafla vél hæfilega kraftmikil til þessa, einkum á röku landi og mjúku, en líklega mundi 25—- 30 hestöfl nóg orka á harðvelli. Við notkun vélarinnar, á Egilsstöðum í sumar, var Pordson dráttarvél notuð og gekk vel, en á mjúku landi þó betur ef bíll tók við fóðrinu, enda er það auðskilið. Geta skal þess, að með sláttukóngi þess- um fylgir útbúnaður, sem á hann má setja er sláttuvél hefir verið losuð frá, og nota hann þá til þess að lyfta þurru heyi eða votu. Er þá hægt að fá það í vagn grófsax- að eða ósaxað að vild með því að fjarlægja nokkur eða öll söx úr saxblásaranum. Þannig verður vél þessi notuð ef bóndi vill þurrka fóðrið að nokkru (minnka vatns- magnið hæfilega) áður en flutt er heim í hlöðu. ★ „Þessi vél vinnur á við 12 manns“, sagði Sveinn bóndi, við ritstjóra Freys, dag einn í haust þegar sláttukóngurinn var að verki við háarslátt og grænfóðurhirðingu á Egils- Sláttukóngurinn er mikilvirk vél. Ajlmikla dráttarvél þarf til að draga og knýja hann. Ljósm,: G. K.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.