Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 23
FRE YR
359
— Já, og svo saxar saxblásarinn eða mer,
ef það er knosblásari, og það er mikill
kostur, svo mikill, að fyrst og fremst fer nú
10% meira fóður í sama rúmmál hlöðu af
söxuðu f'ram yfir ósaxað, og svo virðist það
sannað mál, að auðvelt er að vera án sýru,
að minnsta kosti oft, aðeins ef grasið er
saxað. Þetta er stór plús fyrir saxblásarana.
Þetta verð ég að játa, þó að ég hefði viljað
það öfugt, framleiðslu minnar vegna. Nú,
við höfum kannske eitthvað að gera fyrir
því.
— Má vera. Er ekki mikil framleiðsla af
sláttulyftum?
— Mikil er hún nú ekki ennþá, enda er
það ekki von, þetta er svo nýtt, en ég hef
verið heppinn í kerfun og byggingarfyrir-
komulagi öllu við fyrstu smíð, enda er
engu eiginlega breytt, sem máli skiptir og
verður ekki, enda þykir nú sláttulyfta mín
öðrum fremri.
— Er hún komin til annarra landa en
íslands?
— Nei, það er hún ekki, enda er það svo,
að önnur lönd framleiða yfirleitt sínar vél-
ar. En ég vona að hún verði íslendingum
góð hjálp í framtíðinin og liklega meiri en
Dönum, því að þetta er svo lítið, sem við
Danir verkum af votheyi annað en kálið,
og til þess að taka það höfum við sérstak-
lega gerð tæki.
— En danskir bændur eru 35 sinnum
fleiri en þeir islenzku.
— Að vísu. En votheysgerð okkar er mið-
uð við rófnakálið fyrst og fremst, og sláttu-
lyftan er fyrir gras og grænfóður — til
þess er hún ágæt. Við Danir höfum rófur
sem saftfóður og þurfum ekki mikið vot-
hey. Þið íslendingar þurfið vothey í sama
mæli og við rófur og máske getið þið gert
vothey af öllu ykkar grasi og notað allt
fóðrið þannig; og þá eru hér verkefni fyrir
margar sláttulyftur.
— En getum við vonast eftir endurbót-
um á þeirri, sem nú er?
— Ekki get ég séð það. Ég vil setja mun
sterkari keðjur í böndin, því að ég sé hve
langt þið þurfið að fara á verkstæði og
það er ekki gott að vera í margra mílna
fjarlægð frá hjálpinni, ef hlekkur bilar í
mesta annríkinu. Að öðru leyti sé ég engar
ástæður til að breyta sláttulyftunni. Ég
var að hugleiða að gera útbúnað til þess
að geta látið hana safna þurru heyi og
flytja upp í vagn, en það verður of dýrt
tæki nema fyrir mikið magn heys, en hvað
þurfið þið annars að vera að þurrka? Þið
byggið góðar votheyshlöður og fáið góð-
an tækniútbúnað til votheysgerðar. Þá fá-
ið þið ódýrasta og bezta fóðrið, sem unnt
er að afla og nota.
— Og svo fer verksmiðjan í gang vegna
íslendinga þegar vetrar?
— Vegna bæði okkar sjálfra og íslend-
inga. Ég vona að þessi smíð mín og upp-
finning reynist ykkur svo vel, að ekki verði
aðrar betri. Þá veit ég ykkur sem góðan
viðskiptavin og ég vil reyna að gera ykk-
ur sem bezt og mest gagn með framleiðslu
minni. En ég hefi ekki trú á að þið kaupið
færibönd hjá mér, nema ef einhverjir hafa
svo litlar hlöður að þess háttar útbúnaður
þyki viðeigandi, en þá er fóðrið ekki saxað
og það er ókostur.
Mlflugan og áburðurinn
í sumum sveitum landsins er illa hægt að
rækta gulrófur vegna kálflugunnar, sem
ásækir margar jurtir af krossblómaættinni.
Þar til heyra gulrófur, hvítkál og blómkál.
Sem betur fer eru þó til ósýkt svæði,
landshlutar, þar sem flugunnar hefir ekki
orðið vart. Hér í nærsveitum Reykjavíkur
er ógjörningur að rækta rófur nema gjör-
spilltar af lirfum.
Þótt reynt hafi verið að nota varnarlyf
hafa þau ekki komið að fullum notum.
Þegar ég hefi notað útlendan loftáburð hefi
ég aldrei orðið laus við fluguna, hvaða lyf
sem ég hefi reynt. Aftur, þegar ég hefi not-
að búfjáráburð, er öðru máli að gegna, ef
rétt er með hann farið. Ég á við rétt þann-
ig, að í áburðinum hitni fyrst allt að 50—60
gr. á Celsíus. Þá skiptast rotnunargerlarnir
örast og áburðurinn verður magnaður af
gerlum. En þessara gerla þarfnazt jörðin
nauðsynlega og mér hefir fundizt að mold
með slíkum áburði sé bezta vörnin við kál-