Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 20
356
FRE YR
ar ef moka skal því upp, þó ekki sé nema
2—3 metra.
Það er því engum vafa undirorpið, að
blásarar og færibönd verður sú tækni, sem
menn taka í þjónustu sína til þess að fylla
votheyshlöðurnar, nema ef eitthvað enn
annað skyldi koma til. Og þeim fer fjölg-
andi, sem hallast að þessu starfsfyrirkomu-
lagi.
Saxblásararnir, sem framleiddir hafa ver-
ið í Ameríku, til þessara starfa, eru hinn
fullkomnasti útbúnaður en þeir þykja dýrir.
Þessvegna hafa ýmsir reynt að gera tæki
til sömu starfa ódýrari en saxblásarana.
Um Norðurlönd eru t. d. nokkrar verk-
smiðjur, sem framleiða þessi tæki og er
norski „Siloratorinn" — knosblásarinn ■—
eitt þeirra.
Knosblásarinn hefir verið notaður hér í
fvrsta sinn í sumar í grennd við Akureyri.
Hefir héraðsráðunauturinn í jarðrækt, í
Eyjafirði, — Ólafur Jónsson — hlutast til
til um kaup verkfæris þessa og um próf-
un þess. Segir Ólafur, að knosblásarinn af-
kasti fyllilega því, sem einn maður getur
annað að moka á hann, en gæta verður þess.
eins og við saxblásarann, að fóðrið fari ekki
í hann í stórum kekkjum.
Við notkun knosblásarans hefir Farmall
A dráttarvél verið notuð sem aflprjafi oer
hefir gengið ágætlega. og virðist Ólafi, að
afköstin hafi verið 5—7 smá'estir á klukku-
stund miðað við stanzlaust starf.
Má eflaust fullyrða, að það mundi gott
dagsverk manns, er mokaði einn um fimm-
tíu smáiestum af grænfóðri á dag og væru
því afköst nefnds tækis vel viðunandi. Það
mundi eflaust á öðru standa fyrr en að
koma grasinu inn með aðstoð þess.
Knosblásaranum fylgja rör, sem eru um
30 cm. í þvermál. Rör saxblásaranna hafa.
flatarmál þverskurðar sem er ekki nema um
heiming á móts við rör knosblásarans og
má því ekki ætlazt til bess að sama orku-
maen hæfi báðum. Það þarf að siálfsögðu
eitthvað meiri orku til bess að knýja þá véi.
sem mer fóðrið og hefir víð rör. Snúnings-
hraði knosblásarans þarf að vera og á að
vera um 2000 snúningar á mínútu.
Um vél þessa má í stuttu máli segja, að
hún afkastar það miklu, að hún er við hæfi
fjölda bænda. Hún er ódýr og er það kostur.
Hún mer fóðrið og auðveldar þannig hrað-
virkar efnabreytingar er saft fóðursins
losnar úr læðingi til sýrurnyndunar. Með
16—20 ha dráttarvél sem aflgjafa má gera
ráð fyrir að hún kasti fóðrinu upp í turna,
sem eru a. m. k. 6—8 metrar yfir undir-
stöðuflöt hennar.
Á Norðurlöndum eru nú gerðar kröfur til
þess, að vélar af þessu tagi séu með betri
öryggisútbúnaöi vegna slysahættu en hér
er raun á. En þó að þessi fyrsta vél af
þessu tagi, sem hingað hefir verið flutt, sé
að því leyti ekki svo úr garði gerð, sem
kröfur eru nú um, þá munu verksmiðjurnar
sjálfsagt taka til greina þær ráðstafanir,
sem tryggingarfélög og slysavarnafélög gera
um þessi efni og ná þá öryggisráðstafanirn-
ar til okkar eins og annarra, er kaupa og
nota vélar af þessu tagi.
Myndina, sem fvlgir hér með, tók ritstjóri
Freys er Ólafur Jónsosn, ráðunautur. vann
að athugunum um starfshæfni vé’arinnar
á síðasta sumri.
FRÆÐIBÆKUR FYRIR TRÉSMIÐI
OG BÆNDUR.
Þar sem ég hefi nú þegar selt flestöllum trésmiðum í
kaupstöðum og kauptúnum landsins umgetnar bæk-
ur, hefi ég ákveðið að selia það sem eftir er af bók-
unum fyrir kostnaðarverð, sem er kr. 35.00, og óska
ég þess að sem flestir bændur á landi hér noti sér
þetta kostaboð, þar sem hér er um sígildan fróðleik
að ræða, sem ekki þarf að kaupa nema f eitt skipti
á ævinni. Þess skal getið að hér er að finna fróðleik,
sem lítið eða ekkert er þekktur hérlendis, en var
byrjað að nota við kennslu í fagskólum í nágranna-
löndunum fyrir mörgum árum. — Bækurnar eru:
H A N D B Ó K
með um fimmtíu fræðitöflum ásamt myndum, nauð-
synleg öllum, sem við timburkaup og trésmíðar fást.
52 HÚSAMYNDIR
með smekklegum útlits og grunnmyndum, sem margt
má læra af. Bækurnar sendi ég gegn póstkröfu hvert
á Iand sem er.
Haraldur Jónsson
byggingameistari
Vonarstræti 12 Reykjavík