Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 14
350
FREYR
sauðfjárrækt í Þingeyj arsýslu að sendur sé
maður til sauðfjárræktarnáms í Skotlandi.
Slíkt hefi ég ekki látið frá mér fara. Fleira
mætti taka hér fram, sem sýnir ljóslega
hvað bókstaflega allt er grunnlaust og í
lausu lofti það, sem Jón ritar um sauðfjár-
ræktina.
Jón kallar mig hávaðamann um sauð-
fjárræktina og telur það líklega rökfærslu
í sínu máli.
Sauðfjárræktin er mikill þáttur í afkomu
landbúnaðarins og afkomu landsmanna í
heild. Ég hefi stundað hana af alúð af þeim
sökum og allt frá því að ég, 8 ára gamall,
var látinn sitja yfir kvíám og smala þeim
til mjalta. Ég hefi séð og komizt í kynni
við það, sem gert hefir verið og gert er,
bæði hér á landi og erlendis, til umbóta
sauðfjárrækt og unnið að framtaki á þeim
leiðum og ég hefi séð mikinn árangur í
þessu efni. Fyrir skýringar á slíku er hér
ekkert rúm í stuttri blaðagrein, því að það
er langt mál. En þó skal hér tilfæra örfá
dæmi.
Við niðurskurðinn urðu hér þáttaskipti í
héraðinu. Ræktaðar hjarðir með kynfestu
og allt fé bænda var skorið niður. Ég hefi
reynt að ná mér í sem beztar kindur af hinu
ræktaða suður-þingeyzka fé og tel mig
hafa náð furðu góðum árangri á svo
skömmum tíma, bæði hvað snertir þol, af-
urðir og kynfestu fjárins. Ég hefi selt margt
lamba til lífs og þar á meðal úrvals hrúta,
sem móta afkvæmin og eru kynbótahrút-
ar. Ég leita frétta um þessa gripi og tilfæri
hér sýnishorn af umsögn kaupenda.
Haustið 1950 seldi ég lambhrút Þórði
Jónssyni, bónda á Þóroddsstöðum í Ólafs-
firði. Hann segir í bréfi til mín frá 11. febr.
1953:
„Þá vil ég segja þér frá Laxa. Haustið 1951 var
hann hér á sýningu veturgamall og vóg 91 lcg.
Halldóri hkaði hann vel og dæmdi hann hiklaust
bezta hrútinn hér. Nú s.l. haust Hrtist hann hafa
þroskast vel og vóg þá 122t/í> kg. og er það sú
mesta þyngd, hér þekkt, á tveggja vetra hrút. Hann
virtist stór, en þó mest áberandi hvað hann var
holdgóður og þykkur. Nú s.l. haust voru nokkr-
ar tvævetlur með lömbum undan honutn, allar
tvílembdar netna tvær. Tværi af þeim höfðu eft-
irtalinn lambaþunga: Ónnur með tvo hrúta 49 kg
og -171/2 kg. Þeir lifa báðir. Hin með lirút 49 kg
og gimbur 46 kg.“
Fleira tekur Þórður fram, svo sem að
skrokkþyngd lógaðra dilka hans hafi gert
17.96 kg og það má heyra á bréfi hans, að
Laxi gefi mjög góð og kynfestuleg lömb,
þótt ærstofn Þórðar sé samtíningur eftir
niðurskurðinn.
★
Ármann Þorsteinsson, bóndi að Þverá í
Öxnadal, fékk hjá mér lömb haustið 1951.
Hann skrifar mér 8. marz 1953:
„Ég get ekki annað sagt en að féð frá þér reynist
vel. Undan 25 gimbrum fékk ég 21 Iamb. Aftur á
móti fékk ég ekki nema 16 lömb undan 25 gimbr-
um af Vestfjarðakyni. Hrútlömbunum untlan
gimbrunum slátraði ég öllum og var kjötið af
þeim til jafnaðar 15.75 kg. Sá þyngsti var 19 kg.
Hrúturinn frá Jrér, er ég Iiefi nefnt Nökkva, er
mjög góð kind. Hann vóg 200 pund og er Jrað sú
mesta þyngd á veturgömlum hrút hér um slóðir."
Fleira gæti ég tínt hér til, sem sýnir það
og sannar, að kynbætur sauðfjár eru mikils-
virði og mikið hefir áunnizt hér á landi í
þeim efnum og þá einkum í Suður-Þing-
eyjarsýslu, og að kenningar Jóns í Yzta-
felli eru endaleysa ein. Hjá méf liggja fyr-
ir margfalt meiri pantanir á kynbótahrút-
um af svæðinu þar sem bændur hafa Vest-
fjarðaféð, heldur en af hinu.
En þrátt fyrir það, sem ég hefi tekið
fram um Kleifaféð og þingeyzka féð, er
sjálfsagt að reyna og athuga kosti og eig-
inleika beggja ættstofnanna. En það sem
ég þekki til um samanburð þeirra, verður
þingeyska féð afurðameira, þar sem menn
leggja sig fram með að hirða og velja féð,
svo að það gefi sem mestan arð.
Læt ég svo staðar numið, að þessu sinni,
um þetta merkilega mál og um hinn ó-
merkilega rithátt Jóns í Yztafelli um sauð-
fjárræktina.