Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 28
364
FRE YR
Félagskýr — og mjólkurbúskýr.
Ugeskrift for Landmænd segir frá því hinn 18. sept-
'■mber að yfirlitsskýrslnr yfir mjólkurframleiðslu Dana
sýni og sanni, að á reikningsárinu 1952—53 hafi verið
mikill munur á nythæð þeirra kúa, er voru í eftirlits-
félögunum og hinna, er stóðu uian þeirra. Kýrnar í
eftirlitsfélögunum mjólkuðu að meðaltali rétt um 4000
kg, en nythæð allra kúa mun að meðaltali hafa verið
3019 kg send mjólk til mjólkurbúa -|- 200 kg til heima-
notkunar.
Þannig hefir munurinn á kú eftirlitsfélaganna og
hinna verið um 800 kg, en jress er vert að minnast, að
kýrnar í eftirlitsfélögunum eru cinnig mjólkurbúa-
kýr, svo auðsætt er að nythæð þeirra kúa, sem ekki
eru í eftirlitsfélögunum, er langt fyrir neðan 3000
lítra á ári.
Það væri fróðlegt að reikna út hcr meðalnytina á
sama hátt og þannig er eflaust hægt að komast mjög
nærri meðalnythæð kúnna í landinu.
Kýr og kjöt.
Hve ]>ung cr kýrin? Hvers virði er hún? Þannig
getur maður spurt mann þegar kúnni skal fargað lil
slátrunar. Meðal kýr til afsláttar er ekki fjarri því að
vega 375 kg. Kjölið af henni vegur nálægt 140 kg, eða
rúmlega þriðjungur þungans. Um það bil fjórðungur
þungans er hitt og annað, sem engin not verða af,
svo sem gorið, fætur með klaufum o. fl. Þetta mun
vega sem næst 90 kg.
Búfjárfjöldi.
I júlímánuði á hverju ári telja Danir búfé sitt, vélar
og ýmislegt annað, sem varðar búskap bændanna. Við
búfjártalninguna í júlí síðastliðið sumar sýna tölurnar,
að fjöldi nautgripa var ámóta og í fvrra, sauðfénu (ám
og lömbum) hafði fækkað úr 47,6 þúsundum í 40,4 þús-
und, hænsnunum hafði fjölgað úr 22,8 milljónum í 23,6
milljónir nú, en af þeim fjölda voru 13,1 millj. ungar í
iyrra, en 13,8 millj. nú. Hrossum hafði fækkað enn eða
úr 412 þúsundum niður í 338 þúsund og hefir þeim
aldrei fækkað meira á einu ári, þó að fækkað hafi ár-
lega síðan stríði lauk, en við stríðslok voru þau 650
þúsundir.
Búvélaframleiðsla.
Tilkynnt hefir verið fyrir nokkru, að Harry Ferguson
Co og Massey, Harris Co Ltd. hafi sameinast um frarn
leiðslu landbúnaðarvéla og muni framvegis starfa undii
nafninu Massey Harris Ferguson Ltd. Vélar beggja þess-
ara fyrirtækja eru vel þekktar hér á landi — Ferguson
dráttarvélarnar, með tilheyrandi tækjum og Massey Harris
heyvinnuvélar. Má eflaust gera ráð fyrir, að með sam-
einingu þessara stór-fyrirtækja, sem hafa verksmiðjur
og sölusambönd um allan heim, verði enn frekar lagt kapp
á að skapa nýjungar og endurbæta gerðir þeirra tækja og
véla, sem báðir þessir aðilar hafa framleitt að undanförnu.
Fjárskaðar.
Dagana 11. og 12. október gerði hörð veður um allt
land. Hófst illviðri með krapa á sunnudag en á mánudag
gerði frosthríð með mikilli fannkomu og allvíða stórviðri.
Var sauðfé almennt ekki í gæzlu. I hreti þessu féll snjór
um mestan hluta landsins, en langmestur norðanlands,
enda fór svo að fé fennti þar. Létti stórhríðinni á þriðju-
dag en þá var sums staðar kominn mikill snjór og hafði
fé fennt víða, en mörgu af því var þó bjargað lifandi.
Samtals mun þó mörg hundruð fjár hafa týnzt í óveðri
þessu, einkum í S.-Þingeyjarsýslu, en þar munu dæmi þess
að meira en 20 fjár frá sama bæ hafi tapazt. Fjárskaðar
urðu allt suður á Snæfellsnes og í uppsveitum Arnessýslu
en fátt eitt fórst á þessum slóðum.
Jeppabílar.
Þess var getið í Frey nr. 14—15 í sumar, að þá hafi
jeppanefnd úthlutað rúmlega 40 jeppum er fluttir voru
inn. Nú hefir nefndin nýskeð úthlutað 108 jeppum til við-
bótar, sem eru að koma til landsins um þessar mundir.
Lesendur
eru beðnir að leiðrétta tölu í síðasta blaði Freys. Þar
stendur að Jón í Deildartungu hafi dáið 1952, en á auð-
vitað að vera 1953, eins og greinin ber með sér að öðru
leyti.
■hw TJtgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
J'"^J"-* Olajston, PtUmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritsljóri: Oisli Kristjánsson. —
/ Ritstjóm, adgreiðsla og irmheimta: Lækjarg. 14 B, Revkjavík. Pósth. 1023. Simi 1957.
BÚN AÐARBLAÐ Áíknftarverð FREYS er kr. 60,00 árgangurinn. — Prentimiðjan Edda hi.