Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 24

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 24
360 FREYR Kartöflumat^og geymslur I síðasta hefti Freys birtist athugasemd, eftir Björn Guðmundsson, skrifstofustjóra Grænmetisverzlunar rík- isins, við samtal við Kára Sigurbjörnsson, varðandi kartöflumat og kartöflugeymslur, en jrað var prentað í Frey nr. 18—19. Athugasemd skrifstofustjórans varðar tvö atriði, matið og geymsluna. 1. Matið. Skrifstofustjórinn telur að framvegis beri að ílokka eins og verið hefir, því að eftirspurn eftir „Ur- vali“ sanni réttmæti þess og svo stuðli verðmismunur- inn, milli úrvals og fyrsta flokks, að vöruvöndun. Um þetta atriði er að segja: Ef einkennismerkið „Urval" virkilega segði hvað kaupandinn fær, þá væri það gott og blessað, en bæði undirritaður og margir fleiri vita að svo er ekki. I stað þess að nota „úrval“ ætti að geta þess hver tegundin er, en eins og menn vita eru ræktaðar margar tegundir (afbrigði) kartaflna. Þegar menn þekkja mismun af- brigða er þessi frumskipun eðlileg og sjálfsögð, því að með henni er gefið til kynna annað og fleira en nokkurt mat getur leiðbeint um, en sem kunnugt er nær flokkun eftir mati hvorki til bragðgæða, þurrefnismagns, geymslu- hæfni og fleiri atriða, sem ekki eru þýðingarlaus þegar um neyzlukartöflur er að ræða. Það er misskilningur að „úrval“ geri kartöflurnar betri en annars. Eg hefi séð svokallað úrval og einnig keypt það með þeim einkennum, að slíkt einkennismerki áttu slíkar kartöflur ekki skilið. Það var nóg að gefa þeim kartöflum heitið fyrsti flokkur, en þegar einnig fylgdi nafn afbrigðisins gat maður um leið gert sér nokkra hugmynd um fleira en flokkun eftir útliti einu. Undirritaður telur, að hvert afbrigði kartaflna ætti að flokka undir nafni, sem nr. 1, nr. 2 og úrgang. Nr. 1 og 2 yrði þá verzlunarvara og úrgangurinn ef til vill í þeim árum þegar um uppskerubrest er að ræða, en í hann færi allt smælki og kviliaeinkenndar kartöflur, og svo ef til vill eiginlegar „fóðurkartöflur“, sem hér eru sumsstaðar ræktaðar til manneldis, sem „snemmvaxnar". Með því úrvali, sem nú er um að ræða, er bara tínt úr tveim afbrigðum (gullauga og bleikrauðar ísl.) það, sem að útliti og stærð er óaðfinnanlegt. Það er stað- reynd, að þegar búið er að geyma þetta „úrval“ um tíma, er það oft sprungið og gallað (gullauga), sem þá er ekkert úrval Iengur ef meta skyldi á ný. En stað- reynd er, að það eru einkum stórar og meðalstórar karl- öflur, sem komast í úrval og að öðru jöfnu er þeim hættara við að springa en hinum sem smærri eru. 2. Geymslan. Um geymslu kartaflna vill Björn Guð- mundsson viðhafa „gamla lagið" og iáta framleiðendur sjálfa sjá um varðveizluna. I gamla daga slátraði hver bóndi heima hjá sér og á sama tíma var smjör og drafli unnið heima, einnig það, sem sent var á almennan mark- að. Nú eru risin sláturhús og mjólkurbú, þar er fram- leiðslan geymd við svo hagkvæm skilyrði, sem talin eru varðveita vörurnar bezt; ostur og smjör við hitastig rétt flugunni, ef nægilegt er af honum í mold- inni. Með notkun þess áburðar er full vissa fyrir því, að jarðargróðurinn verði algjör- lega ósýktur. Ég byggi þessa staðhæfingu mína á reynslu minni í þessu efni. Ég lét hrossatað í poka og staflaði þeim síðan saman. Hitnaði þá í öllu, svo að upp úr rauk. Áburðurinn var hvítgrár af gerla- gróðrinum eftir hitann. Þetta bar ég í land sem ég hafði gulrófur í. Útkoman varð þannig, að engin rófa skemmdist. Allt í kring voru rófur í mold með útlendum áburði í. Þar var allt skemmt af lirfum. Fleiri ættu að reyna þessa aðferð og er mér það sanni nær, að þessi reynsla mín verði rétt. Hvernig má nú skilja að þetta muni svo vera? Það er engin vísindaleg staðhæfing fyrir þessu. Vísindin eru ekki búin að leysa úr öllum fyrirbærum náttúrunnar, og þó að þetta sé mönnum óskiljanlegt, er reynsl- an gleggsta vitnið. Ég hefi gert mér þá tilgátu, að jarðveg- urinn geislamagnist fyrir tilverknað rotn- unargerlanna og þegar magn þeirra er nógu mikið verða áhrif geislaverkunar meiri í jarðveginum, svo að flugan hefir ekki vilja né getu að leggja eggjum sínum í moldina, þó að æti handa lirfunni sé fyrir hendi. Jón Arnfinnsson garðyrkj umaður. Freyr beinir hérmeð þeirri fyrirspurn til kál- og rófnaræktarmanna hvort þeir hafi svipaða sögu að segja og Jón Arnfinnsson, og sé eigi svo, hvort menn telji viðeigandi að prófa hana til þess að staðfesta — eða hnekkja — niðurstöður um gæði aðferðar þtirrar er í greininni getur. Ritstj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.