Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 22
358
FREYR
smíðaðir verði fyrst fáeinirí
vagnar til reynslu og saman-j
burðar, og siðan verði fram-j
leiðslan boðin út í ákvæðis-j
vinnu, og um leið og verðið er|
ákveðið verði mælt nákvæm-f
lega fyrir um hvaða styrk-
leiki efnis, þ. e. járn og stál og
gúmmí á hjólum, sé notað til
framleiðslunnar. Það ætti'
ekki að þurfa nema tvö fyrir-|
tæki á landi hér til þess aðj
fullnægja þörfum bænda unv
þetta efni. Einn framleiðslu-l
staður á Norðurlandi og ann-l
ar á Suðurlandi mundi nægja;
fyrst í stað og sennilega þá,
um alla framtíð. Með fjölda-,
framleiðslu ætti að vera kleift t
að þoka verðinu niður og því
aðeins að um verulegt magn
sé að ræða gæti hagkvæm
komið til greina.
Væri eðlilegast að félagsskapur sá, er
myndaður hefir verið um mjólkurmálin,
hlutaðist til um framkvæmdir af þessu tagi,
því að brúsavagnar yrðu fyrst og fremst
Brúsavagn af þessari gerð er hentugur til að aka mjólk að brúsapalli.
framleiðsla
notaðir fyrir brúsa þó að þeir raunar gætu
komið að gagni til annarra þarfa einnig á
hverju heimili. Myndir þær, er fylgja grein
þessari, geta verið fyrirmyndir um gerð
brúsavagna.
G.
Saxblásari eða færiband
í ágústmánuði s. 1. kom hingað til lands
maður að nafni Christiansen. Hann er
danskur verksmiðjuhöldur, er framleiðir
ýmissar vélar og tæki og þar á meðal Svog-
erslev sláttulyftuna, sem Heildverzlunin
Hekla hefir flutt og flytur hingað til lands.
Kom verksmiðjueigandinn til þess að at-
huga hagnýtingarmöguleika sláttulyftunn-
ar hér, og sannfærðist um, að hér á hún
mörg verkefni og mikil.
í sambandi við votheysgerðina, og starfs-
fyrirkomulag við hana, var hann inntur
eftir því hvaða framtíðarfyrirkomulag
mætti telja eðlilegast og auðveldast til þess
að setja grænfóðrið og grasið í hlöður.
— Sjálfur er ég framleiðandi að alls kon-
ar lyftum og færiböndum, en það þýðir
ekki annað en horfast í augu við stað-
reyndir og játa, að saxblásarinn er betur til
þess fallinn að flytja grasið inn, enda er
það svo, að í mínu heimalandi vinna sax-
blásarar og knosblásarar markað en færi-
böndin hamla ekki á móti.
Þannig mælti verksmiðjueigandinn, sam-
kvæmt reynslu sinni og annarra.
— En hvers vegna er þessi leið valin?
— Þetta er eðlilegt. Það er kostur að hafa
votheyshlöður háar; en við háar hlöður
þurfa stór, dýr og erfið færibönd. Þau
fyrnast fljótt og þó að saxblásarar séu ef
til vill dýrir líka, þá hafa þeir þá kosti, að
þeir verða með auðveldu móti fluttir milli
staða, en það er naumast eða ekki hægt
þegar um færibönd er að ræða. Séu hlöð-
urnar lágar skiptir nokkuð öðru máli, enda
eru færiböndin flest af aðeins fárra metra
lengd, þ. e. a. s. helzt notuð við litlar hlöður.
— Og svo hefir saxblásarinn þann kost
að hann saxar.