Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 7

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 7
FRE YR 343 stöðum. Mæling á afköstum vélarinnar hafði þá ekki farið fram — en nokkrar at- huganir um afköst hennar gerði Ólafur l Guðmundsson, á Hvanneyri, áður en starfi sláttukóngsins lauk í haust. Hér er um mikilvirka vél að ræða, og jafn mikilvirka hér og erlendis, þegar aðstaða er öll sambærileg, við það er annars staðar gerist. Það er auðvitað, að svona vél hæfir stórbúi — stærra búi en á Egilsstöðum, og er það þó hið stærsta á Austurlandi og í röð þeirra stærstu hér á landi eins og gefur að skilja, því að í vetur munu á búi Sveins um 80 nautgripir í fjósum, og hross og sauðfé þar að auki. Víst er óhætt að fullyrða það, með Sveini bónda, að vœri vél þessi stöðugt í notJcun heilt sumar, með kerfisbundnum útbúnaði og hœfilegum mannafla, þá gœti hún heyj- að fyrir heila sveit. Versti annmarkinn er ef erfitt reynist að flytja hana milli bæja vegna torfæra á vegum, en annars er það rétt, að sláttukóngurinn er t-il þess kjörinn að afla mikils magns af fóðri til votheys- gerðar á skömmum tíma, og ódýr mundi sá heyskapur væri hann kerfaður og fram- kvæmdur eftir áætlun, eins og vinna með skurðgröfum eða jarðýtum ræktunarsam- bandanna. Að sjálfsögðu er svona tæki ofvaxið venjulegum bændum; en Sveinn hefir hér sinnt hlutverki, sem raunar hefði átt að inna af hendi á vegum hins opinbera, af verkfæranefnd, að flytja svona vél til lands- ins, prófa og dæma hagnýtingu hennar við hérlend skilyrði. Vér höfum áður séð sams konar vélar að verki erlendis, á stórbýlum og í félagsrekstrþen getum þó eigi fullyrt að hún sé við hæfi íslendinga. Það eitt er að minnsta kosti víst, að bændur hafa ekki ( heimilisdráttarvélar, er geta dregið þann þunga, sem hér um ræðir. Það hindrar náttúrlega ekki að á ýmsum stöðum geti verið réttmætt að nota svona tæki. Sveinn bóndi lét svo um mælt, áður en þessi vél kom, að votheyið sé bæði örugg- asta og ódýrasta fóðrið og að hann hefði í hyggju að verka meginmagn fóðurs síns sem vothey í framtíðinni. Bara að sem flestir bændur væru svo skyggnir sem Sveinn í þessu efni! Þá gæti skeð að þörf væri fyrir marga sláttukónga hér á landi og þá gæti verið, að afla mætti ódýrara fóðurs og framleiða af því ódýrari mjólk og kjöt, en menn órar fyrir í dag. Annað hvort stærri og miklu stærri bú, en nú eru ráð- andi, eða félagsnotkun véla af þessu tagi, það eru leiðir til þess að skapa ódýrari framleiðslu, að mestu vélræna. Athugun á því sviði er einnig atriði, er varðar þjóðar- hag. Það er ánægjulegt, að innan bænda- stéttarinnar finnast einstaklingar, er prófa leiðir, sem félagssamtök eða opinberir aðil- ar í rauninni ættu að framkvæma, vegna þess að vafasamt er hvort réttmætar eru eða færar við hérlend skilyrði. Sveinn á Egilsstöðum er hér að prófa eina af þess- um leiðum, við kaup og reynslu á sláttu- kóngi, sem SÍS hefir flutt til landsins. G. mimiMiiiiMiiniMiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimmiMJ KAIBTAIIAX 1 er sú bók, sem enginn kartöfluræktandi i I skyldi án vera. í henni eru 24 heilsíðu- i = íitmyndir af kartöflukvillum. 1 i Bókín er 122 síður að lesmáli með i | myndum í texta. | i Hún kostar aðeins 25 krónur. í BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. [ MMMMMMMMMMMMMIMMMIMIMMIMMIMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMI

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.