Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 11
FREYR
347
I baksýn er Melgraseyri, sem bcerinn dregur nafn af og í fjærsýn eru fjöll langt úú með Djúpi. —
Ljósm.: G. K.
— Og þið mættust þá hérna í dalnum —
þú komst aö sunnan og hún að norðan.
in sýnir að þetta var framtalið um haustið
og það var rétt.
— Og þetta var þitt byrjunarár — ekki
blés nú vel.
— Nei, og ég var stráklingur, sem átti
bara einn hest og 5 kindur og svo heilmikla
upphæð í sparisjóði, heilar 39 krónur, bætir
Þórður við og er auðskilið að það finnst hon-
um nú lítilfj örleg innstæða, hvað sem þá
kann að hafa verið.
— En svo hefir þetta komið smátt og
smátt og kanske með konunni?
— Blessaður vertu, þetta kom ekki strax
og ekki með konunni strax, því að ég var
piparsveinn þá og fjögur fyrstu árin, sem
ég hafði bú.
— Og svo fórstu í konuleit og gekk sæmi-
lega?
— Það var nú ekki löng leit. Ég hefi nú
aldrei dvalið utan sveitar en alla ævi veriö
búsettur í Nauteyrarhreppi. En konan mín
var hérna utan af ströndinni.
— Við skulum segja það. En á Laugalandi
höfum við alla tíð verið og þar vil ég vera.
Þar hef ég unnið þetta dagsverk, sem ég
skila næstu kynslóð og ég hefi aldrei haft
aðfengið vinnafl til aðstoðar við búskapinn.
Blessuð börnin eiga nú annars sinn part af
því, sem unnið hefir verið á Laugalandi. Þau
fóru snemma að hjálpa til og þau eru fús
til að vera heima.
— Og fara þau ekki að heiman frekar en
þú gerðir?
— Jú-ú, þau hafa nú farið að heiman.
Þau hafa farið í skóla. Þau eru 7 og saman-
valin um að vinna helzt heima. Þau hafa
viljað vinna heima á hverju sumri, þó að
þau hafi dvalið í skólum eða við eitthvað
annað á veturna.
— Og þau eru þá hneigð fyrir sveit og
sveitastörf fyrst og fremst. En á meðal ann-
arra orða. Laugaland — það þýðir heitt
L