Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 17
FREYR 353 í dálk A en B og mun það stafa af því, að vinnan var þar ekki jafn vel skipulögð. Vagnarnir þurftu að bíða á engi eftir því að næsti vagn á undan yrði fylltur. Ef borinn er saman heyskapurinn á hin- um ýmsu stöðum, verður að taka tillit til allra aðstæðna á hverjum stað. Ber þar fyrst að nefna vegalengdina í hlöðu. Hún er mismunandi á hinum brem stöðum og þó allra minnst á Egilsstöðum (100 m). í öðru lagi hefur uppskerumagnið mikið að segia og ber að athuga það vel við sam- anburð á dálkunum. Varðandi athugunina á Egilsstöðum skal þetta sérstaklega tekið fram: Vaansláttu- vélin var alveg ný, og lítil reynsla fengin við notkun hennar. Auk þess, að vegalengd og uppskerumaen var ekki það sama og á Hvanneyri, verður að minnast bess, að skipulagning vinnunnar var þar á allt ann- an veg eins og áður er tekið fram. Verður beinn samanburður á tölunum frá þessum tveím stöðum ekki réttur. Markmið slíkra athugana. sem hér grein- ir frá, er að fá fram s°m hagnýtastar og beztar vinnuaðferðir. Hafa slíkar athuean- ir verið í hávegum hafðar í nágrannalönd- um okkar hin síðari ár. Tölur þær, sem hér birtast, eru miklu fremur sýnishorn held- ur en tölur, sem hægt er að byggja nokk- uð á. Hér er aðeins um eina a^hugun að ræða á hverjum stað, en það er fvrst, þeg- ar athuganirnar verða margar, að hægt er að byggja á þeim og ætti það þá að geta verið til mikils gagns fyrir viðkomandi að- ila. ÁRNI JÓHANNSSON: Ásetningur^og afurðir Veðurspáin sagði gott veður í dag, 10. september. Klukkan hálf sjö byrjaði ég að flytja heim hey, en kl. hálf átta var komin helli rigning. Það var því ekki um annað að gera, en hafa sig inn í bæ. Þá sækja að hugsanir um ásetning, því að það liggur fyrir mér að áætla fóður- birgðir fyrir búfé hrepp^búa. Þessar hugs- anir set ég nú á blað til birtingar, ef ein- hver vildi hugleiða bessi mál með mér. Bændur gera of lítið af því að ræða sam- eiginlega hagsmuna og framfaramál sín. Það er þá helzt á búnaðarfélaes-fundum að þau mál koma til umræðu. En sjaldan er þó rætt þar um fóðurbirgðir fyrir bú- fé hreppsbúa. Þó er það svo, að sasra fóður- birgða fyrir búfé þessa iands. hefir jafnan verið eftirtektar-verðasti þátturinn í sögu þjóðarinnar. í þeirri sögu er magra sorg- legra atburða að minnast. Byrjunin er hörmuleg. Hrafna-FIóki, er fyrstnr hafði búsetu með búfé hé” á landi, fellir fénað sinn að vori, vegna fóðurskorts. Síðan hafa oft á hverri einustu öld kom- ið hörð ár •— vond vor — fellis vor. Alloft hefir bað komið ívrir, að ekki einungis búféð féll úr hor, heldur féll hka fólkið í hundraða tali. Gera verður ráð fvr- ir að slíkt geti ekki aftur komið fyrir og bað tilheyri aðeins hinum myrku umliðnu öldum. Tímarnir hafa breytzt miög til batnaðar. Nú hin síðustu ár stækkar ræktaða iand- ið á hveriu býli meira eða minna. Öll að- staða til hevöflunar hefir batnað bað mik- ið. að víða heyjar nú einn maður iafnmikið og margir áður. Sömuleiðis hefir kraftfóð- urgiöf farið mjög í vöxt. Þetta hvorutveggia stuð’ar að bættum ásetningi. Ásetningur- inn er bví orðinn mikið betri en áður var, hefir bar unnizt mikið á, en þó sérstaklega er farið að fóðra búpeninginn miklu betur en áður bekktist. Afurðir búanna hafa hka vaxið mikið, fyrir betri fóðrun. Þetta er rétt og satt, og sjálfsagt að viðurkenna það

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.