Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.1953, Blaðsíða 16
352 FREYR Varöandi nafngiftir í töflunni, skal þetta tekið fram. „Undirbúningstími“ er sá tími nefndur, sem fer til að komast til og frá vinnustað. Verði einhver bið í vinnunni, er hún færð í línuna „Biðtími". Sem dæmi má nefna, ef vagn þarf að bíða á túni vegna þess, að næsti vagn á undan er ekki full- hlaðinn. í línuna „Bilanir o. fl.“ eru færðar smá- bilanir, ef stilla þarf verkfæri og áhöld o. þ. u. 1. „Raunveruleg vinna“ er tíminn alls að frádregnum „Undirbúningstíma11, „Bið- tíma“ og „Bilana“. Vinni unglingur við verkið, er hann reiknaður sem 1 maður þar sem hann vinnur á við fullorðinn, t. d. við stiórn dráttarvéla. Við erfiðisvinnu er hann hins- vegar reiknaðúr sem y2 maður. Tölurnar í dálk A og B eru frá athugun- um, sem gerðar voru á Hvanneyrarfit um 20. ágúst. Var engið mjög vel sprottið eða um 12 tonn gras af hektaranum. Grasið, sem slegið var með heyskúffu, var ekki hirt strax eftir slátt vegna óþurrka. Þegar það var hirt, var heyið farið að þorna nokkuð í görðunum. Þurrefnismagnið við slátt var um 30% bæði í dálk A og B, en er við hirðingu orðið 35,8 í dálk B. Vega- lengd í hlöðu um 700 m. Dálkur A. Hér var notuð hin danska sláttulyfta „Svogerslev“. Slær hún heyið og flytur upp á vagn, sem tengdur er aftan í hana. Fyrir vélinni gekk traktor W-4 á járnhjólum. Er það óþarflega kraftmikill traktor á þurru og sléttu landi. Heyinu var ekið beint í votheysgryfju. 3 vagnar voru notaðir til heimflutningsins, en 2 traktor- ar fluttu á milli. í hlöðu var heyinu fork- að af vögnunum með heygöfflum, 7 manns unnu að verkinu, þar af 3 unglingar 1 maður slær, 1 jafnar í vagni, 2 flytja heim og 3 losa vagna. Það skal tekið fram, að þeir, er unnu í hlöðu, höfðu fleiri störfum að sinna en að losa þessa vagna, og er hjá þeim aðeins reiknaður sá tími, sem fór til að losa vagnana, en enginn biðtími. Er þessu einnig þannig háttað í dálkum B, C og Ð. Dálkur B. Hér var notaður Farmall-Cub til sláttar. Var tengd vanaleg heyskúffa aftan við greiðuna og grasið slegið í garða með um það bil 20 m millibili. Heyinu síð- an ýtt í hrúgur með traktorýtu og því forkað á vagna. Við heimflutninginn voru notaðir 3 traktorar með hver sinn vagn. Þegar flest var við hirðinguna unnu að henni 7 fullorðnir og 4 unglingar, en 3 unglingarnir, sem stýrðu traktorunum, eru reiknaðir sem fullkomnir menn. í dálkunum C og D eru tölur frá athug- unum, er gerðar voru á Hvanneyrartúni 26. ágúst. Var þar um illa sprottna há að ræða, eða aðeins 4,2 tonn gras pr ha. Vegalengd í hlöðu um 500 m. Túnið er slétt og reitirnir, sem slegnir voru, reglulega lagaðir. 3 menn unnu að losun vagna í báðum tilfellum. Dálkur C. Hvað vinnuaðferðir og verk- færi snertir, nægir að vísa til þess, sem sagt hefur verið um dálk ,A. Við heim- flutninginn voru notaðir 2 vagnar og 1 traktor. 6 manns unnu að verkinu, þar af 2 unglingar. Dálkur D. Hvað vinnuaðferðir og verk- færi snertir, nægir að vísa til þess, sem sagt hefur verið um dálk B. Notaðir voru 2 vagnar og 2 traktorar við heimflutning- inn. 8 manns unnu við hirðingu, þar af 4 unglingar. Dálkur E greinir frá niðurstöðum athug- ana, sem gerðar voru að Egijsstöðum 3. september síðastliðinn. Var þar að verki ný amerísk vagnsláttuvél af merkinu Gehl. Saxar hún heyið um leið og slegið er og blæs því síðan upp í vagn, sem tengdur er aftan í vélina. Túnið, sem slegið var, er nokkuð mishæðótt og óreelulegt í lögun. Vegalened að hlöðu um 100 m. Við sláttinn var það traktor af gerðinni Fordson-Major, sem notaður var. Ungling- ur jafnaði í vagni eftir því sem þurfa þótti. Vinnunni var þannig háttað, að notaður var aðeins einn vagn, til það flytja heim heyið á. Við heimaksturinn og losun unnu sömu menn og slógu, ásamt þriðja manni. Stóð því vagnsláttuvélin ónotuð á meðan losun fór fram. Sá biðtími er ekki tekinn með í þessum útreikningum. Við samanburð á dálkunum A og B kem- ur í ljós, að undirbúningstími er allmiklu meiri hjá skúffusláttuvél en vagnsláttuvél. Stafar það sennilega af því, að liðir hey- skaparins eru þar fleiri. Biðtíminn er meiri

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.