Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 48

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 48
32 SÍMABLAÐIÐ flestum tilfellum hægt, og sé þá jafn- framt því að vera heppilegasta einnig ódýrasta leiðin að takmarkinu: sími á hvern bæ í sveit! III. Sími á hvern hæ í bygð! Þegar svo skýrt er húið að koma orðum að því, hvert markmiðið er, er mikið auðveldara að sjá stefnuna og hvar á leið við stöndum. Markmiðið er mikið og mjög þess vert, að unnið sé að því. Eitt af því fyrsta, sem okkur dettur í hug, er fjárhagshliðin, hvort nægilega mikið fáist fvrir peningana, sem til símanna verður varið. í venju- legum skilningi verða símar í sveitum engar auðlindir, en skyldu ekki geta komið allverulegar „duldar greiðslur“ tekjumegin, svo símarnir verði jafnvel meir en peninganna virði, að sveitasím- ar geti orðið góð verslun fyrir þjóðfé- lagið. Á seinni árum hefir um fátt verið meira rætt en fólksflóttann úr sveitun- um og atvinnuleysið í bæjunum. Að þessi straumur fólks úr sveitum sé ó- hollur virðast allir vera sammála um. En það er deilt um hvernig hægt sé að stemma strauminn eða tefja hann. Sveitafólkið flýr einveruna, strjálbýlið og örðugleika við vegleysur og langa vetur. Maðurinn er ekki félagslyndur fyrir ekkert. Strax og honum fer að líða sæmilega mannlega, sækir hann úr fá- menninu i þéttbýlið, semkvæmt eðli eða lögmáli. Að stöðva þann straum er ekki áhlaupaverk. En ef hægt væri að draga úr ókostum sveitanna, færa bæ- ina nær hverjum öðrum og gera fólki í sveitinni unt að spjalla við nágrann- ana um daginn og veginn, væri stigið spor í rétta átt. Ef sími kæmi á hvern bæ sveitarinnar hygg eg að strax dragi allverulega úr krafti þeim, sem togar i bæina. „Að ósi skal á stemma“ stendur í Eddu, og það á enn við. Það þarf að flytja þægindi út i sveitirnar þangað til jafnvægi er komið á, ef stemma á strauminn. Á þessu sviði gæti talsíminn fært okkur „valutuvirði“. Talsímar þurfa að komast á hvern bæ hverrar sveitar. Þá verða strax full not af símanum, þá fæst mest fyrir pening- ana. Þá leggur síminn lóð á hverja vog- arskál og líka þar sem litlu getur mun- að að bær leggist í eyði. (Ef illa skyldi fara og bærinn yrði samt yfirgefinn, bjargast þó um 70% af símakostnaðin- um). Ef til vill þarf heldur ekki nema síma á heimilið til að heimasætan verði þetta eina örlagaríka sumar í sveitinni. En að öllu þessu sleptu er það einnig ódýrast að taka heila hreppa eða héruð í einu. Það má undirbúa lögnina betur og hafa betra yfir- og eftirlit með öllu, ef kerfið er alt jafngamalt. Ákveða þvrfti með a. m. k. ársfyrirvara hvaða kerfi skulu lögð. Það er sjálfsagt að Landssíminn sjái um viðhald kerfanna. Símamál íslendinga eru nú komin á það stig, að alt mælir með þvi, að nú eigi að vera kapitulaskifti. Að liinn ár- legi landssímalínuskamtur megi hverfa en í stað þess sé veitt til síma í sveitum cða til sima í nafngreindum hreppum. Sveitasímunum íslenzku þarf að fjölga. Það þarf 100 þúsund króna á- tök í nokkur ár. Hætta pólitískum smáklíningi, en taka árlega nokkra hreppa og koma síma þar á hvern hæ, notendasímum með föstu, jöfnu stofngjaldi og föstn árlegu gjaldi, og umfram allt ekki hnoða sveitasíma- málunum í paragraffahnyðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.