Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 45
S i M A B L A Ð I fí
29
stigi. Á næstu árum verður ekki að eins
fjölgað talstöðvum í skipum, heldur
verða einnig þær, sem fyrii’ eru endur-
bættar og talstöðvaþjónustan skipu-
lögð betur eu nú er.
Fyrst og fremst þarf að kenna sjó-
mönnunum að fara með talstöðvarnar
og nota þær til öryggis og nauðsynja en
ekki eins og leikfang. Einnig þarf að
fjölga öldulengdum stöðvanna, útbúa
þær með mikrótelefón og sjá um að
skipin eigi kost á góðum, glöggum og
næmum viðtækjum. En eins og áður er
sagt stendur þetta alt til bóta. Á næstu
árum mun verða unnið að því að full-
komna og endurbæta þessi tæki, svo
framarlega að styrjöldin ekki hefti
framkvæmdir á þessu sviði eins og svo
mörgum öðrum.
Sá sem þetta ritar hefir frá byrjun
haft á liendi úthlutun talstöðvanna og
er þess vegna vel kunnugur rekstri
þeirra og áliti sjómanna og útgerðar-
manna á gildi talstöðvanna.
Enginn, sem haft hefir talstöð, vill
án hennar vera. Allir eru sammála um,
að betra tæki til öryggis á sjónum sé
ekki hugsanlegt. Hrakningar m.b. Krist-
jáns hafa líka undirrstrikað þessa nauð-
svn. Útgerðarmenn hafa tjáð mér, að
þeir gætu ekki haldið sínum góðu skip-
stjórum eða formönnum, ef þeir ættu
að vera án talstöðvar. Og viðkvæði
þeirra er: „Fái eg ekki talstöð í bátinn
get eg lagt árar í bát og hætt að gera
út.“
Mér eru kunn fjölda mörg tilfelli, þar
sem talstöð hefir orðið til þess að bjarga
lífi manna og öðru verðmæti.
um, Siglufirði og ísafirði, og vorið
1935, á Seyðisfirði. I vetur var sett upp
talstöð í Höfn í Hornafirði.
Þann 10. maí 1938 var opnað talsam-
band við skipin vfir talbrú á loftskeyta-
stöðinni í Reykjavík og er nú unnið að
því að koma upp talbrú og öruggri við-
töku á Siglufirði og í Yestmannaeyjum.
Talsambandið yfir loftskeytastöðina
i Reykjavík er vinsælt og eykst hröðum
skrefum. T. d. voru í mars 1939 afgreidd
478 símtöl yfir talbrúna i Reykjavík, en
1080 símtöl í mars 1940.
En þetta talsamband er einnig vin-
sælt hjá fjölda útvarpshlustenda í
Reykjavík. Þetta sama fólk, sem á sín-
um tima ætlaði að springa af vandlæt-
ingu þegar „hlerunarmálið“ svokallaða
var á döfinni, situr nú og nýtur þess að
hlusta á einkasímtöl manna á milli, á
skipum og í landi. Margir verða að
hlusta á þetta óviljandi vegna þess að
tæki þeirra eru óglögg, en þeir eru fleiri,
sem lilusta á þessi samtöl viljandi og
elta þau uppi á viðtækinu. Morgunblaðið
sagði nýlega að þetta væri ekki beinlínis
„fallegt“ og verður naumast komist
vægara að orði.
Rráðlega verða gerðar ráðstafanir til
að fyrirbyggja að óviðkomandi heyri
þessi skipasamtöl jafn alment og nú er.
—o—
Árið 1934 var komið upp nýtisku tal-
stöðvum í Reykjavik, Vestmannaeyj-