Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 40

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 40
24 SlMABLAÐlÐ haldinu stjórnaði Friðbjörn Aðalsteinsson. Á öllum 1. fl. stöðvunum héldu félagsmenn einnig fagnað. A ísafirði sátu afmælisfagnaðinn rúmlega 60 manns. Hafði símafólkið þar á staðnum Veggskreyting að Hótel Borg. Gerð af þeim Einari Pálssyni og Lárusi Ástbjörnssyni. boðið ýmsum leiðandi mönnum bæjarins. Samsætinu stjórnaði Ólafur Árnason, um- boðsm., F.Í.S., og talaði fyrir hönd félagsins. Dansað var til kl. rúmlega 4 um morguninn. Einn af borgurum bæjarins færði símafólk- inu á ísafirði að afmælisgjöf kr. 100.00 til sumarbústaðarins, frá honum og konu hans. Biður símafólkið þar Símablaðið að færa þessum ónafngreinda vini alúðarþakkir. Á Akureyri var samsæti haldið að Hótel Gullfoss. Ræður héldu: Gunnar Magnússon, er flutti ávarp fyrir hönd félaganna utan Rvik- ur, í forföllum umboðsmanns, Karls Ásgeirs- sonar, — Gunnar Schram, símastjóri, sem var gestur félagsins, Sigriður Daviðsdóttir, símamey, Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni og J. Indbjör framkv.stj. Á eftir samsætinu var dansað til kl. 514 um morguninn. Þátt- takendur voru 44. Á Seyðisfirði var haldið fjölment samsæti að Hótel Elverhöj. Samsætið setti ungfrú Inga Jóhannesdóttir, umboðsm. F.Í.S. Auk hennar töluðu Emil Jónasson, varðstjóri, og Gísli Jónsson, umboðssali. Dansað var til kl. 7 um morguninn, en þá bauð Niels Niels- sen, kaupm., þátttakendunum til morgun- verðar, — en þeir voru 55. í Vestmannaeyjum kom símafólkið saman, ásamt gestum þess, að Hótel Berg, — en á Siglufirði að heimili símastjórans. Öll fóru samsæti þessi hið prýðilegasta fram, — og má hiklaust segja, eftir þeim upplýsingum, sem Símablaðinu hafa bor- ist, að þau hafa fært símastéttina enn meir saman, aukið hjá henni tilfinninguna fyrir því, hve félagsskapur hennar er henni mikils virði. — Út á næsta skeiðið leggur hún nú sem ein órjúfanleg heild, eftir að hafa staldrað við, og gert sér glaðan dag í góðra vina hópi. Mikla ánægju vakti sú nýjung, að útvarpa ræðum og skemtiatriðum frá afmælisfagn- aðinum hér í Reykjavík, til samsætanna á hinum stöðvunum, gegnum linur lands- símans, og ávarpi frá Akureyri. Er það í fyrsta sinni að slíkt hefir verið gert hér á landi. Um undirbúning þess sáu þeir Magnús Magnússon, símaverkfr. og Einar Pálsson, símam., með aðstoð útvarpsins. Samsætinu að Hótel Borg bárust mörg símskeyti, m. a. frá 5 fyrstu landssimastúlk- unum í Reykjavik, — þeim Onnu Klemens- dóttur, Ástriði Hafstein, Sigriði Hafstein, Elísabetu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Finsen og Kristjönu Blöndal. Þá barst vegleg og fögur blómakarfa frá póst- og simamála- Fundarhamarinn nýi. stjóra, og loks útskorinn fundarhamar eftir Ríkarð Jónsson, frá Ottó B. Arnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.