Símablaðið - 01.01.1940, Qupperneq 40
24
SlMABLAÐlÐ
haldinu stjórnaði Friðbjörn Aðalsteinsson.
Á öllum 1. fl. stöðvunum héldu félagsmenn
einnig fagnað.
A ísafirði sátu afmælisfagnaðinn rúmlega
60 manns. Hafði símafólkið þar á staðnum
Veggskreyting að Hótel Borg. Gerð af þeim
Einari Pálssyni og Lárusi Ástbjörnssyni.
boðið ýmsum leiðandi mönnum bæjarins.
Samsætinu stjórnaði Ólafur Árnason, um-
boðsm., F.Í.S., og talaði fyrir hönd félagsins.
Dansað var til kl. rúmlega 4 um morguninn.
Einn af borgurum bæjarins færði símafólk-
inu á ísafirði að afmælisgjöf kr. 100.00 til
sumarbústaðarins, frá honum og konu hans.
Biður símafólkið þar Símablaðið að færa
þessum ónafngreinda vini alúðarþakkir.
Á Akureyri var samsæti haldið að Hótel
Gullfoss. Ræður héldu: Gunnar Magnússon, er
flutti ávarp fyrir hönd félaganna utan Rvik-
ur, í forföllum umboðsmanns, Karls Ásgeirs-
sonar, — Gunnar Schram, símastjóri, sem
var gestur félagsins, Sigriður Daviðsdóttir,
símamey, Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni
og J. Indbjör framkv.stj. Á eftir samsætinu
var dansað til kl. 514 um morguninn. Þátt-
takendur voru 44.
Á Seyðisfirði var haldið fjölment samsæti
að Hótel Elverhöj. Samsætið setti ungfrú
Inga Jóhannesdóttir, umboðsm. F.Í.S. Auk
hennar töluðu Emil Jónasson, varðstjóri, og
Gísli Jónsson, umboðssali. Dansað var til
kl. 7 um morguninn, en þá bauð Niels Niels-
sen, kaupm., þátttakendunum til morgun-
verðar, — en þeir voru 55.
í Vestmannaeyjum kom símafólkið saman,
ásamt gestum þess, að Hótel Berg, — en á
Siglufirði að heimili símastjórans.
Öll fóru samsæti þessi hið prýðilegasta
fram, — og má hiklaust segja, eftir þeim
upplýsingum, sem Símablaðinu hafa bor-
ist, að þau hafa fært símastéttina enn
meir saman, aukið hjá henni tilfinninguna
fyrir því, hve félagsskapur hennar er henni
mikils virði. — Út á næsta skeiðið leggur
hún nú sem ein órjúfanleg heild, eftir að
hafa staldrað við, og gert sér glaðan dag í
góðra vina hópi.
Mikla ánægju vakti sú nýjung, að útvarpa
ræðum og skemtiatriðum frá afmælisfagn-
aðinum hér í Reykjavík, til samsætanna
á hinum stöðvunum, gegnum linur lands-
símans, og ávarpi frá Akureyri. Er það í
fyrsta sinni að slíkt hefir verið gert hér
á landi. Um undirbúning þess sáu þeir
Magnús Magnússon, símaverkfr. og Einar
Pálsson, símam., með aðstoð útvarpsins.
Samsætinu að Hótel Borg bárust mörg
símskeyti, m. a. frá 5 fyrstu landssimastúlk-
unum í Reykjavik, — þeim Onnu Klemens-
dóttur, Ástriði Hafstein, Sigriði Hafstein,
Elísabetu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Finsen
og Kristjönu Blöndal. Þá barst vegleg og
fögur blómakarfa frá póst- og simamála-
Fundarhamarinn nýi.
stjóra, og loks útskorinn fundarhamar eftir
Ríkarð Jónsson, frá Ottó B. Arnar.